29.12.2011 | 14:24
Trúi því ekki fyrr en ég tek á....
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Hreyfingin ætli að styðja ríkisstjórnina svona á síðustu metrunum. Þau telja eflaust að þau geti þokað einhverjum málum áfram, en mér bíður í grun að slíkt verði ekki upp á teningnum. Það er eins og þau hafi ekki fylgst með stjórnaraðferðum Jóhönnu sem vill hafa sinn háttinn á í öllum málum og fer í fýlu ef henni er ekki hlýtt.
Ef þau fara í þessa feigðarferð munu þau vissulega þurrkast út í næstu kosningum að mínu mati. Þeim væri nær að vinna með grasrótinni að stofnun nýs bandalags til framboðs. Með svona blettl á þeim ferli er það borin von.
Í viðræðum við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022165
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru nú ekki ný vinnubrögð að fara í fýlu. Sumir deletuðu þeim sem voru þeim ekki þóknanlegir,tóku af þeim æruna og var og er hampað sem dýrðlingi.
Ragna Birgisdóttir, 29.12.2011 kl. 14:48
Ég mun missa algerlega álit á þeim..
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:48
Ásthildur..Nú er Skrattinn laus,Líkur sækir Líkan heim...
Vilhjálmur Stefánsson, 29.12.2011 kl. 15:04
Ragna mín ég sé bara sáralítin mun á Davíð og Jóhönnu, tvær sjálfhverfar manneskjur sem hafa fengið of mikil völd miðað við það.
Doktor ég líka og það er pínu sárt því mér þykir vænt um Birgittu.
Já það má taka undir það upp að vissu marki Vilhjálmur. Nema ég hef meiri trú á Birgittu en þetta. Svo vonandi eru þetta bara þreyfingar, en svo sannarlega skemma þær afar mikið fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 15:07
Ég setti eftirfarandi athugasemd inn hjá Jóni Magnússyni fyrr í dag, en hann er ennþá að lesa yfir blessaður þannig að ég lauma þessu inn hér líka. Í millitíðinni hefur það svo gerst að Smugan telur sig hafa heimildir fyrir því að þetta hafi strandað á skuldamálum heimilanna. Ja, hver hefði trúað því?
Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem að stjórnarheimilið lekur upplýsingum í múginn um að í fyrirsjáanlegri framtíð muni valdhöfunum berast liðstyrkur í formi nýs stjórnarflokks. Aldrei hefur þetta gengið eftir, en það er ekki þar með sagt að þessi Hreyfingar-kenning geti ekki verið sönn.
Ég er ekki viss um að það yrði svo slæmur leikur hjá Hreyfingunni að styrkja stjórnina gegn því að skjaldborgin verði loksins reist. Mér finnst líklegt að næstu kosningar vinnist af því afli sem nær að virkja óánægjufylgið en ég geri ráð fyrir því, að það fylgi sé að stórum hluta fólk sem finnur reiði sinni vegna skjaldborgarsvikanna engan farveg.
Ég get hins vegar dregið í efa að stjórnin sé fær um að reisa öfluga skjaldborg héðan af og að þar með sé þessi Hreyfingarstuðningur úr sögunni. Stjórnin samdi snemma árs 2009 við kröfuhafa bankana um að þeir mættu hámarka innheimtu af skuldum og að stjórnin myndi í engu aðstoða fólk við að verjast bönkunum. Það er engin tilviljun að allt frá hruni hefur stjórnin markvisst hunsað talsmann neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna.
Að ætla að reisa skjaldborg núna sem myndi duga til þess að friða þjóðina þýðir væntanlega að ganga verður gegn þessu samkomulagi. Það er hæpið að SF sé til í það þar sem að samkomlagið virðist vera órjúfanlega tengt ESB umsókninni.
Seiken (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 15:30
Það er örugglega rétt mat hjá þér að Skjaldborgin er of seint á ferðinni Seiken. En þessi ríkisstjórn hefur svikið nær allt sem hún lofaði fyrir kosningar og hefur líka svikið allt sem hún hefur lofað verkalýðsforystunni og SA. Af hverju í ósköpunum ætti Hreyfingin frekar að geta treyst henni? Þau loforð yrðu svikin um leið og Jóhanna og Steingrímur sæu sér fært að dobbla inn aðila við tiltekinn mál. Þau hafa nefnilega bara eitt markmið að halda ríkisstjórninni gangandi alveg sama hvernig það er gert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 15:44
Samviskulaust fólk með þau einu markmið að halda ser í stólunum.
Ásthildur- eg skrifaði þer linu í dagbókina - með þakklæti f. brefið- veit ekki hvort það fór- tæknin er ekki alveg uppá sitt besta ! En allavega þakka þer fyrirhöfnina og eg mun fylgja nmálinu eftir.
kv Erla Magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.12.2011 kl. 16:20
Já, sporin hræða Ásthildur. Ég minni á að stjórnin lofaði Framsókn í upphafi vega að skjaldborgin yrði reist gegn því að Framsókn styddi þáverandi minnihlutastjórn falli. Það var auðvitað svikið. En ég held að það sé holt fyrir okkur öll að anda aðeins rólega áður en við brixlum Hreyfingunni um svik við land og þjóð. Hér er t.d. ágætis viðtal við Þór Saari sem skýrir stöðuna en ég á mjög erfitt með að sjá fyrir mér að Hreyfingin fari í sjálfsmorðs leiðangur með þessari ríkisstjórn ef VG/SF neita að fara í aðgerðir fyrir heimilin. En hvað veit maður svo sem?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/29/undirstrikar_ovissu_hja_stjorninni/
Það blasir við að það er örvænting á stjórnarheimilinu. Ég giska á að þetta snúist um það að Guðfríður Lilja, Ögmundur og Jón Bjarna neiti að gefa embætti Jóns eftir en það er jú kjarninn í ESB andstöðunni. SF veit að þetta er búið ef Jón situr áfram því þá næst ekki að klára samning fyrir kosningar 2013. Planið hjá SF/VG gekk væntanlega út á að geta gengið til kosninga 2013 með aðildarsamning í farteskinu og geta sagt við öll heimilin sem stjórnin sveik að núna yrðu málunum reddað hviss-bang með evrum og afnámi verðtryggingar.
Ef að stjórnin fellur á næstunni þá erum við að tala um skuggalegan viðskilnað vinstriflokkana. Engin ESB samningur til þess mata áróðursvélina, heimilin svikin í hendur kröfuhafa, engin breyting í sjávarútvegsmálum og efnahagskerfið ennþá í frosti. Ég yrði skúffaður ef við yrðum ekki vitni að sögulegri slátrun stjórnmálaflokka í kosningum sem fram færu snemma á næsta ári. Svo er auðvitað sú hætta fyrir hendi að ef næsta stjórn er vinstri flokkunum fjandsamleg þá gæti hún byrjað að fletta ofan af mörgum af þeim undarlegu gjörningum sem t.d. SJS hefur staðið fyrir. Hvernig væri t.d að Hreyfingin færi fram á að samningar um endurreisn bankanna væru loksins gerðir opinberir eða drægi fram í dagsljósið hvað Gylfi Magnússon og stjórnsýslan vissu um ólögmæti gengistryggðra lána þegar almenningur bað stjórnvöld um aðstoð í því máli?
Við lifum áhugaverða tíma.
Seiken (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 16:22
Gleður mig Erla mín. Þetta er mál sem þarf að koma upp á yfirborðið vegna annara líka.
Seiken, sammála það er margt sem þarf að rannsaka, ef farið verður á annað borð úr í slíkar rannsóknir á stjórnsýslunni sem ég vona sannarlega, þá þarf ekki bara að skoða einkavæðingu bankana og hrunið, heldur líka aðgerðir og aðgerðarleysi ráðherra núverandi ríkisstjórnar, en það má skoða fleira, til dæmis slitastjórni og lögmenn sem taka að sér að slita gjaldþrota fyrirtækjum, ég hef grun um að þar sé víða pottur brotinn og skiptastjórar taki til sín ótæpilega, ég hef ekkert fyrir mér í því annað en sögusagnir. En slíkar kvikna varla af engu, og þessum hópi þá greiði gerður í að hreinsa þá af þessu ef það á sér ekki stoð. Málið er að það hafa allof margar afætur fengið skotleyfi á almenning í landinu og er mál að linni, áður en hér verður landauðn vegna brottflutnings fólksins ábesta aldrinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 16:57
Áshildur. Ég hefði ekki trúað að Hreyfingin væri ekki búin að sjá nóg til vinnubragðanna hjá ríkisstjórninni, til að sjá hvernig horfurnar eru.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2011 kl. 02:02
Ég kem nokkuð seint inn þessa umræðu auk þess vissi ég fyrst seinnipart dags,að þessar þreifingar við Hreyfinguna hefðu átt sér stað. Tel nokkuð víst að Brussel-bændur gefa ráðleggingar til þessarar leppstjórnar. En stór munur er á Jóhönnu og Davíð,þar sem hann er að mínum dómi mörgum númerum stærri en Jóhanna,í greind,að eg tali nú ekki um heilindi gagnvart fullveldi landsins.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2011 kl. 02:09
Mér finnst fljótfærni að dæma Hreyfinguna fyrr en á borðinu er að hún ætli að hysja upp um þessa aumu ríkisstjórn.
Sjálfsagt af þeim að láta á reyna hvort kvikindin séu tilleiðanleg að bæta ráð sitt og virða réttindi annarra en glæpamanna og bófa, sbr. hinn ótakmarkaða eignarrétt ræningjaelítunnar á móti lítilmótlegum eignarrétti almennings.
Líka kannske gott mál að þau dragi fram í dagsljósið hversu tæpt þessi ræfilsstjórn stendur að þau skuli leita á náðir sinna helstu gagnrýnenda í hinum ýmsu réttindamálum almennings.
Dæmum ekki hreyfinguna fyrr en fyrir liggur að hún hrasi!
Kristján H Theódórsson, 30.12.2011 kl. 09:24
Anna Sigríður nóg hafa þau gagnrýnt hana undanfarin ár.
Ætla ekki að dæma um ólíkindi Davíðs og Jóhönnu get samt viðurkennt að sennilega hefði hann aldrei reynt að selja land og þjóð til útlanda Helga mín.
Eins og segir í upphafstexta mínum Kristján minn, þá trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því eins og sagt er. Ég vona að þau fari ekki að láta þvæla sér í slíka sjálfsmorðsferð sem samstarf við þessa ömurlegu ríkisstjórn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 12:07
Ég er alveg SANNFÆRÐUR um að Hreyfingin hefur gert einhvers konar samkomulag við Heilaga Jóhönnu og Gunnarsstaða Móra AÐ ÖÐRUM KOSTI HEFÐU ÞAU EKKI ÞORAÐ AÐ FARA ÚT Í ÞENNAN RÁÐHERRAKAPAL, SEM ER FRAMUNDAN. En svo er spurningin hvort þessi "nýja" viðbót dugi til að verja stjórnina falli því ég held að svo mikið fylgi "KVARNIST" af stjórnarflokkunum á þingi að "Ríkisstjórn Fólksins" springi með flugeldunum um áramótin...................
Jóhann Elíasson, 30.12.2011 kl. 13:56
Vonandi gerist það Jóhann. En eru þau búin að segja já? Ég las einhversstaðar að Þór Saari hafi sagt nei. Var að vona það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 14:48
SEndi þér áramótakveðju vestur Ásthildur, vona að nýja árið verði þér gott og gjöfult.
hér er annars sem oft áður þruglað og farið ílla með sannleikan, en það er víst ekki fyrirhafnarinnar virði að leiðrétta, sérstaklega ef það er úr ranni ábyrðarlausra huliðshausa.
Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2011 kl. 17:12
Takk sömuleiðis minn ágæti vinur Magnús. Sannleikurinn verður ekki höndlaður auðveldlega, það fer eftir því hverjum augum menn líta á silfrið. Þetta er minn sannleikur og ég reyni að vinna að honum eins vel og ég get. Ég gæti verið takmörkuð en samt.... þetta er mín trú og ég stend við hana, og finnst þar með hinir hafa rangt fyrir sér. Svo mun tíminn einn skera úr um hvaða sannleikur stendur. En minn kæri þrátt fyrir allt þá ertu bara flottastur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 17:30
Mér líkar ekkert sérstaklega þessar breytingar sem er verið að fara í. Hætt við að margir snúi við bakinu í VG, SJS er búinn að svíkja örugglega allt sem hann getur fyrir ráðherrastól. Af hverju skyldi SF fá fjármálaráðuneytið, er að spá í hvort það sé ekki vond lyjt af þessum breytingum.
Kidda, 30.12.2011 kl. 20:38
Jóhann Elíasson, Hreyfingin hefur ekki lofað stjórninni neinu. Stjórnin kom að máli við Hreyfinguna, en ekkert varð úr samkomulagi um stuðning eða ekki.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2011 kl. 04:29
það er alt komið á hvolf á Stjórnarheimilinu og Hreifingin búinn að vera með þessu upphlaupi...Ásthildur ég óska þér og þínum Gleðilegs Árs og hafðu þökk fyrir Pisla þína á liðnu Ári og Verði nýja Árið þér til Gæfu...
Vilhjálmur Stefánsson, 31.12.2011 kl. 10:22
Kidda mér lýst ALLS EKKI á þessar breytingar, ég er fyrir löngu hætt að geta treyst Jóhönnu og Steingrimi, þess vegna vona ég að stjórnin spryngi strax eftir áramót.
Rétt Jóna Kolbrún, málið er að sennilega hefðu þau ekki átt að gefa kost á viðræðum, fólk er orðið svo reitt út í stjórnvöld að allt sem þau snerta verður ógeðslegt.
Vonandi slitnar upp úr þessari hörmungarstjórn Vilhjálmur. Bestu óskir til þín líka og takk fyrir skemmtileg kynni á árinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 13:07
Þakka þér fyrir upplýsingarnar Jóna Kolbrún, en einhverra hluta vegna er sannfæring mín óbreytt. ÉG veit að það var stjórnin sem kom að máli við Hreyfinguna en ekki öfugt.
Jóhann Elíasson, 31.12.2011 kl. 13:31
ég tek samt eftir því að þau gefa loðin svör um til dæmis hvort þau muni verja stjórnina falli. Þau svara ekki hreint út, heldur tala kring um spurningarna. Ég vona að það sé bara í mér en samt....................
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.