Enn um jólin.

Jóladagurinn leið eins fallega og aðfangadagur.  Í kyrrð og ró og algjörri leti. En fjölskylda Júlla míns kom í matinn í hangikjötið, við elduðum bæði kofareykt kjöt og svo þetta sem venjulega fæst.  Svona til að prófa hvort væri betra.  Kofareykta kjötið var dekkra og bragðmeira og ég er ekki frá því mýkra, annars var ekki mikill munur á kjötinu.

IMG_1561

Það var auðvitað spilað á spil og í þessu spili er Sigurjón Dagur sigurvegarinn, þekkir Disney betur en hinir.

IMG_1564

Spennandi ha!!!Smile Gott þegar allir geta sameinast um skemmtilegan leik.

IMG_1566

Og hér kennir unginn afa sínum.  Börn hafa miklu meiri þekkingu á tækni en við hin þessi eldri.

IMG_1571

Og svo má bara leika sér í svona leikjatölvu þegar afi er ekki lengur með áhuga. 

IMG_1572

Og barnabörnin vaxa upp með ótrúlegum hraða, hér er Ólöf Dagmar alveg að verða táningur og flott stelpa.  Það veldur ýmsum ... svona vandræðum með kúlusögurnar, því bráðum hætta þau að hafa áhuga á barnalegum ævintýrum og hvað gerir amma þá???LoL

En við sendum kveðjur héðan frá kúlunni. Eigið góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Knús í kúlu með ósk um góða rest :0)

Dagný, 27.12.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það eru nú meiru vandræðin hvað krakkarnir stækka.Ég fór með rúmlega áttræðum manni í búð til að kaupa afmælisgjöf handa 12 ára barnabarni sínu.  Blessaður maðurinn var alveg í vandræðum og tautaði "ÞVÍ GETA ÞESSI BÖRN EKKI ALLTAF VERIÐ FIMM ÁRA"!!!!!!!!!!!!

Jóhann Elíasson, 27.12.2011 kl. 20:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín

Jóhann góð spurning.  Dettur í hug eitthvað eins og Hvergiland til dæmis og Pétur Pan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 20:27

4 identicon

Það er enn fullt af litlum hjá þér og ég hef grun um að þau stóru gætu líka haft lúmskt gaman af sögunum , má kannski ekki segja upphátt á vissu bili, en það gengur yfir. Allavega ef þau verða ekki fullorðnari en ég , þrátt fyrir að árin segi annað. Ég held ekki að við vildum láta þau standa alveg í stað. .

Dísa (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 21:49

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gelgjuskeiðið,er á köflum þungt,en oft broslegt.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2011 kl. 00:33

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hér átti að koma broskall, en þeir hafa yfiegefið mig allir,með þessari tölvu,þótt fín sé,Apple.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2011 kl. 00:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín já þau hafa greinilega gaman af sögunum ennþá.  við erum náttúrulega síungir táningar ég og þú  og ef til vill verða barnabörnin mín þannig líka. 

Broskallarnir þínir hafa lent aftur fyrir bloggið Helga mín, þannig gerist stundum, ef þú minnkar bloggið niður, þá brosa karlarnir við þér þar á bak við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 01:30

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jólaknús :-)

Jónína Dúadóttir, 28.12.2011 kl. 10:26

9 Smámynd: Kidda

Hef enga trú á að barnabörnin muni ekki hafa áhuga á sögunum hennar ömmu þó svo að þau komist á vissann aldur

Vona að þið hafið það sem best í kúlunni

Knús í ömmukúlu

Kidda, 28.12.2011 kl. 11:09

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á móti Jónína mín.

Nei ég hugsa nú ekki Kidda mín eða vona ekki.  Knús á þig líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 12:22

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Börn eru besta fólk

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2011 kl. 12:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það segir ég líka Ásdís mín.  Við ættum að hlusta betur á börnin okkar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2021767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband