Tónleikar og pizzubakstur.

Á Ísafirði eru tveir tónlistarskólar, Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Tónlistarskóli Ísafjarðar.  Nú um daginn fór ég á tónleika hjá Tónlistaskóla Ísafjarðar, þar sem Úlfur er í trommunámi.  Á þessum tónleikum komu þeir fram hann og vinir hans með hljómsveit sem þeir hafa verið að æfa saman.  Ég verð að viðurkenna að ég var hálf smeyk um hvernig það myndi hljóma, minnug þess að þegar ég átti heima í stærra húsi, voru ýmsar unghljómsveitir sem fengu að æfa hjá mér í kjallaranum, og það hljómaði stundum ehe... dálitið svona já ekki alveg í samhljómi.

IMG_1339

Hér er snúðurinn minn að undirbúa sig á tónleikana.

IMG_1343

En tónleikarnir byrjuðu sem sagt með forskóla I og II. Með tveimur lögum, Þjóðlagi frá Uganda; Daginn, hvað segir þú? og Tékknesku jólalagi: Fyrir löngu fæddur var.  það er óþarfi að taka fram að börnin (5ára) bræddu öll hjörtu í salnum, þau voru svo yndislega skemmtileg og frjálsleg og innilega glöð.  Hvað er hægt annað en að elska svona unga?Heart

IMG_1349

Strákarnir mínir voru svo númer tvö.  Og ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur, þeir voru rosalega flottir, bæði hvað varðar samhljóm og fyllingu, þeir spiluðu lag What have I done. L. Park.

IMG_1351

Þeir verða einhverntímann góðir ef þeir halda sig á þessari braut. 

IMG_1352

Og minn flottur á trommunum.

IMG_1354

Þessi piltur heitir Arnar Rafnsson og spilar hér Sungu með mér svanur, örn.  Ísl. þjóðlag.

IMG_1357

Því miður get ég ekki sett alla nemendur inn hér, en þessi ungi maður heitir Kári Eydal.  Leikur hér klukknahljóð eftir J. Piespont.

IMG_1358

Fiðla er hljóðfæri sem ekki er auðvelt að læra á. 

IMG_1360

Hér er hún plokkuð.

IMG_1365

Litla jólabarn hér spilað af innlifun.

IMG_1366

Alt saxofónn: Swingin christmas. 

IMG_1367

ég sá mömmu kyssa jólasvein.

IMG_1368

Píanódúett hér voru fleiri en tveir slikir.

IMG_1375

Þverflauta; Heaven in tears eftir Eric Clapton.

IMG_1379

F. Chopen: Marzurka í g-moll op. 67 nr 2.  af fagmennsku og færni.

IMG_1380

L.v. Beethoven; Vals í a-moll pt. 18 nr.6.

IMG_1381

F. Schubert: Vals í a-moll op 18 nr. 6.

IMG_1382

L.v. Beethoven; Sonata í Gdúr op. 79.

Hrein unun að hlusta á þessa krakka sem eru lengra komin.  Reyndar var gaman að hlusta á þau öll, stóðu sig með prýði, og ég dáist að þessu unga fólki á hverju ári, og líka kennurum og skólastjóra.  Það er fylgt eftir tímanum og áhugasvið nemendanna í fyrir rúmi sem er reyndar alveg frábært.

IMG_1384

Dagskráin endaði svo með Misveit skólans undir stjórn Madis Mäekalle.  Með frábær lög: Mars úr hentubrjótnum.  Aðfangadagskvöld eftir Gunnar Þórðar og When Christmas Comes to Town W. Silvestri.

IMG_1388

Þessi litla stúlka Rakel M. Björnsdóttir stóð sig afar vel með stærri krökkunum og við hennar hlið eru dætur Madis þær Marelle og Mirjam frábærir músikantar eins og þessir krakkar sem eru lengra komin eru reyndar öll. Innilega takk fyrir mig.Heart

IMG_1398

Hér eru afi og Lotta í góðum félagsskap hvors annars.

IMG_1403

Sigurjón Dagur og Ólöf Dagmar systir hans eru hér í kvöld. 

IMG_1404

Og strákarnir bökuðu pizzur.

IMG_1406

Reyndar bara alveg rosalega góðar.

IMG_1409

Og þeir hjálpuðust allir að.

IMG_1411

Rétt eins og það á að vera.

IMG_1405

Og við kveðjum úr kúlunni. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hljómlist! Hreint unaðslegt.

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2011 kl. 02:11

2 identicon

Yndislegt. Fór líka á tónleika í gærkvöldi í Langholtskirkju, þeir vou líka alveg meiriháttar. Þrír kórar og fullt af einsöngvurum. Þeir eru flottir í pizzunum strákarnir þínir

Dísa (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 10:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín.

Já Dísa tónlist er einhvernveginn nátengd þessum tíma.  Hún hefur svo góð áhrif á sálina.  Og að fá að fylgjast með þessum duglegu krökkum gegnum tíðina er ómetanlegtl. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2011 kl. 10:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hafa verið yndislegir tónleikar, það sem drengurinn þinn fullorðnast með hverju mánuði.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2011 kl. 11:53

5 identicon

Fallegar myndir! Gaman að sjá krakkana spila.

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 12:12

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér áður fyrr, þegar engin hljóðfæri voru í kirkjum voru ákveðnir menn forsöngvarar. Þannig var móðurafi minn Magnús Guðmundsson frá Ísafirði, kallaður Mangi fori. Hann hefur sennilega verið forsöngvari við Eyrarkirkju við Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.12.2011 kl. 12:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís mín þau vaxa hratt þessar elskur.

Takk fyrir innlitið Harpa mín, þetta var afar góð og skemmtileg stund þarna í Hömrum.

Maggi fori, þetta er alveg eftir okkur hér  Ég var einmitt í Seyðisfirði í fyrra með kajakklúbbnum, gistum þar yfir helgi og áttum afar góðar stundir þar með fjölskyldum börnum, foreldrum og öfum og ömmum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2011 kl. 14:13

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að fá að kíkja svona til þín :-)

Jónína Dúadóttir, 18.12.2011 kl. 16:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2011 kl. 17:50

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lotta er pínu skelmisleg á svip :)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2011 kl. 07:47

11 Smámynd: Kidda

Alltaf jafngaman að kíkja hérna við og fylgjast með.

Knús í kúlu

Kidda, 19.12.2011 kl. 08:52

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hrönn, þetta verður myndarlæða og veiðidýr.

Takk Kidda mín og knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband