Jólakötturinn ógurlegi.

Þessa dagana má segja að það birti ekki alveg.  En sem betur fer ylja jólaljósin í bænum mér ótrúlega mikið, sumir eru duglegir við að skreyta og ég sendi þeim þakklæti í huganum fyrir að gefa mér svona jólaljós.

IMG_1263

Atli frændi kom hingað færandi hendi um daginn, og gaf Úlfi fluguhnýtingadót, Það verður til að gera flugur fyrir Fljótavík, sannarlega rausnarlegt af honum. Heart

IMG_1265

Hér er hann svo að spilla kettlingnum mínum, skömmin sú arna, sjáið bara prakkarasvipinn á dýrinu, þ.e. Atla LoL

IMG_1307

Ef til vill ekki ógnvænlegur jólaköttur, en jólaköttur samt.

IMG_1314

Eða hvað hér ræðst hann á rottuna hennar Ásthildar sem varð eftir hér.

IMG_1316

Já þú skalt sko passa þig, skepnan þín, ég hef þig undir.

IMG_1319

Ég er sko veiðiköttur!!!

IMG_1330

O jæja það er best að hvíla sig eftir átökin.

IMG_1334

Og svo ertu svo dæmalaust mjúk og hlý hehehe!!

Íslenskt sælgæti.

Hafið þið gekið eftir því hve sælgætisframboð hefur dregist saman.  Til dæmis skrapp ég inn í Bónus áður en ég fór utan, því það er visst sælgæti sem fólkið mitt vill fá að heiman, þá var ekki til tópas í Bónus, ég varð svo hissa að ég átti ekki orð, þið vitið Tópas sem er nánast eins og daglegt brauð bara.

Svo þegar ég kom heim og fór í flughöfnina, fann ég ekki íslenska sælgætið, ég snéri mér að einum starfsmanninum þar og spurði; hvar er eiginlega íslenska sælgætið?

Það er nú það svaraði starfsmaðurinn, hann benti mér á HÁLFAN REKKA þar sem var íslenskt nammi, við erum hreinlega hætt að selja íslenskt sælgæti það er orðið svo dýrt í innkaupum, að við getum ekki boðið okkar viðskiptavinum upp á það.  Sagði hann, því er salan á því mest í stóru búðunum, Bónus og slíkum.

Ég varð bara hneyksluð,  hvernig skyldi nú standa á þessu?  Og ég spyr mig, það ætti einmitt að vera ódýrara að kaupa innlent en erlent, eða var sykurskatturinn settur á?  Man það ekki. 

En allavega þegar við keyrðum heim keypti ég í nesti Tópas eins og venjulega til að komast að því að PAKKINN ER ORÐIN MINNI, OG TÖFLURNAR LÍKA.  Sem sé búið að minnka innihaldið, en verðið örugglega það sama. 

IMG_1336

Svo verð ég að segja fyrir mig að það er komin tími á að losna við þessa ríkisstjórn, og það sem fyrst.  Meira að segja þeirra eigin stuðningsmenn eru farnir að efast, og þora að segja það upphátt.  Jóhanna lifir í draumheimi þar sem allt er best hér og allt á uppleið, og þetta með brottflutning er bara eitthvað rugl, ekkert meira en gengur og gerist, segir konan.  Tölurnar segja sitt, segir sérfræðingurinn.  Og í gær var enn ein besservisserin á mála hjá ríkisstjórninni sem kallast sérfræðingar að segja að það væri bara gott fyrir fólk að flytja út og sjá heiminn.  Ég heyrði þetta einmitt hjá þessari ríkisstjórn í árdaga þeirra. 

Þetta segja ráðgjafar og málpípur stjórnarninnar, meðan aðrir hafa áhyggjur af því að menntaðasta og unga fjólkið með börnin yfirgefur landið í stórum stíl, og hvorki getur né vill flytja heim aftur fyrr en ástandið hefur lagast, og það LAGAST EKKERT FYRR EN ÓRÁÐSÍA OG VITLEYSUGANGUR ráðamanna hættir.  Ég skora á forsetann okkar að leysa upp þessa ríkisstjórn og setja inn utanþingsstjórn, neyðarstjórn hlutlausra sérfræðinga eins og til dæmis Jóhannes Björn, Gunnar Tómasson, Marínó Njálsson, Framámenn grasrótarinnar og Lilju Mósesdóttur.  Við bara komumst ekkert áfram með þetta lið í frontinum, þau eru því miður löngu búin að gefast upp. 'Eg held að þau hafi talið sig ráða við þetta, og hafi í raun viljað vel í upphafi, en svo einfaldlega réðu þau ekki neitt við neitt, og létu AGS og ESB kaupa sannfæringu sína og eru þess vegna þjóðhagslega fjandsamleg landi og þjóð.

Eigið að öðru leiti góðan dag, og njótið þessa dimma en ljósmikla tíma. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að versla jólagjafir fyrir kisuna mína, hann Kasamon, hann fær í það minnsta harðfisk og catnip, kannski eitthvað smá meira.

Svo er ég að leita að jólamat og gjöfum fyrir fiskana mína.. kannski spjaldtölvu ha ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 12:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ja Doktor spjaldtölvan verður auðvitað að vera með samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum og úttektum hverskonar. Ég ætla að gefa Lottu Murr jólamat og harðfisk, fiskarnir mínir borða ekkert á þessum árstíma, þeir eru kojar og gullfiskar hér út í garðskála og fara í einskonar megrun yfir vetrartímann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2011 kl. 12:37

3 identicon

Þvílíkur lúxus ef við gætum gert eins og fiskarnir þínir, hvílt meltingarfærin og losnað við smá í leiðinni. losnað við að kaupa í matinn og elda, þó ekki væri nema nokkrar vikur. Lotta er óskaplega sæt og dúlluleg, en ég er fegin að sjá hana bara á mynd, hef sem betur fer ekki ofnæmi fyrir því. Knús í Kúlu

Dísa (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 16:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín það væri lúxus, en mín kæra ég man ekki betur en Snúður blessaður væri að stússast í kring um þig og prinsessuna hér í sumar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2011 kl. 18:13

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndisleg litla kisan ykkar, og Atli hefur haft gaman að spilla henni, held að við gerum það öll, allavega er það gert hér á mínum bæ

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2011 kl. 19:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kisan er algjör draumur, verð að fara að eignast kisu aftur.  Sammála þér með ríkisstjórnina, en held við fáum engu ráðið.  Risaknús á þig

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2011 kl. 19:38

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er flott hjá Úlfi að fara að hnýta flugur fyrir Fljótavíkina.  Sú fluga sem reyndist mér einna best þarna var Blac Zulu og svo var Watson Fancy (fulldressuð) mjög góð líka.  Það er mjög góð bók, með uppskriftum af flugum til, sú bók heitir "Veiðiflugur Íslands" eftir Jón Inga Ágústsson.  Ég held að sú bók hafi komið út 1997.  Ef hann lendir í einhverjum vandræðum er alveg sjálfsagt að senda mér línu og ég aðstoða ef ég get.

Jóhann Elíasson, 17.12.2011 kl. 11:32

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jóhann, það verður örugglega vel þegið, ætla að reyna að finna þessa bók. 

Ásdís mín já kisan er yndisleg, þetta litla krútt.  Hún er búin að vera að hjálpa mér að pakka inn gjöfunum sem ég var að senda til barnanna erlendis, lá við að hún færi ofan í einn pakkann  Knús á móti.

Knús og takk Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2023416

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband