Má bjóða ykkur í bílferð vestur á firði?

 

Það er bara ágætt að vera komin heim, þó veðrið sé meira á ferðinni en í Austurríki. 

En sennilega er ég bara íslendingur í gegn.

IMG_1149

Þessar flottu konur voru á leið til Íslandsf á einhverja listauppákomu, man ekki hvað.  En ég féll alveg fyrir hárinu á þessari hér framar, hún fléttar garn inn í hárið, flott hugmynd.

IMG_1152

Sumt fólk vekur einfaldlega athygli.  Þær stöllur voru þessi dönsk og hin sænsk.  Óska þeim góðrar dvalar á Íslandi.

IMG_1157

Við gistum eina nótt á B&B í Keflavík, fórum á Panda restaurant og fengum okkur önd, hún er rosalega góð hjá þeim.  Svo var lagt af stað heim morguninn eftir í virkilega fallegu íslensku vetrarveðri.

IMG_1162

Þemað hér eru íslensku fjöllinn, þau eru einstaklega falleg.

IMG_1164

Tók þessar myndir út um bílgluggann.

IMG_1166

Þetta er tekið í Borgarnesi, þessir skemmtilegu karlar að koma til byggða.

IMG_1167

Já svona aðeins nær.LoL

IMG_1172

Baulan rís hér upp til skýjanna.

IMG_1173

SKemmtileg mynd af þremur ólíkum fjöllum, sem þó eru nágrannar.

IMG_1174

Smile

IMG_1184

Með sól í baksýnisspetlinum.

IMG_1185

Úr Svínadalnum.

IMG_1187

Það var virkilega gaman að ferðast í þessu fallega veðri.

IMG_1188

 Það eru ekki mörg lönd sem geta státað af svona fegurð.

IMG_1193

Smile

IMG_1195

Komin á Vestfjarðarkjálkann.

IMG_1199

Ég kalla þetta eiginlega tússfjöll, þau eru eins og grafísk listaverk.

IMG_1200

Minnir að þetta sé Baula.

IMG_1212

Hér erum við kominn norður í Steingrímsfjörð.

IMG_1214

Upp á Steingrímsfjarðarheiði.

IMG_1224

Gamli gangnakofinn og máninn fullur.

IMG_1225

Og hinumeginn.

IMG_1231

Árgil á Lágheiði.

IMG_1232

 Í Djúpinu.

IMG_1235

Arngerðareyri.

IMG_1239

En svo var að verða of dimmt til að taka myndir.

IMG_1251

Enda stutt eftir heim. 

IMG_1255

Og hér kemur svo nýjasti heimilismeðlimurinn, Lotta.  Sigga kom til Ella færandi hendi.

IMG_1257

Hún er voðalega sæt og yndislega góð.  Litla Lotta litla Lotta,

Eigið góðan dag elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiriháttar myndir hjá þér, en það er ekki nýtt . Þið hafið fengið frábært veður, landið tekið á móti þér í sínu fegursta skrúði rins og vera ber . Gott að sjá að þú ert búin að fá eitthvað lítið og mjúkt að annast um og ylja sálinni . Kveðja heim í fallega fjörðinn okkar .

Dísa (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 13:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Landið hefur aldeilis tekið vel á móti þér, dásamlegar myndir,  ekki skemmir að fá nýjan kött og svona sætan  velkomin heim

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2011 kl. 14:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábærar myndir eins og vanalega hjá þér og vertu velkomin heim.  Meira fylleríið á mánanum svona öðru hvoru.  Hann er ansi blautur.....

Jóhann Elíasson, 12.12.2011 kl. 14:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir öll.

Já Dísa mín þessi litla kisa er svo sannarlega gleðigjafi, og heldur músunum frá. 

Takk fyrir Ásdís mín, ég elska þetta land.

Jóhann já merkilegt með þennan mána, hann fellur alltaf einu sinni í mánuði, og þó hefur hann haldið vinnunni lengur en nokkur annar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2011 kl. 14:53

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Velkomin heim, þegar þú fórst úr var ESB veldið í góðu gengi, og þú náðir að setja allt á annan endann. Svo kemur þú heim og ferði í stóiskar hugleiðingar um kyrrðina og fegurðinni í íslenskri náttúru, og svo kisi.

Sigurður Þorsteinsson, 12.12.2011 kl. 16:10

6 Smámynd: Faktor

Flottar myndir og myndefni :)

Faktor, 12.12.2011 kl. 17:14

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fegurðin leynir sér ekki í Vestfirkufjöllonum,og ekki er það amalegt fyrir sálartetrið að hafa fallegan Kött á heimilinu.Njóttu Jólanna fegurð Fjallana...

Vilhjálmur Stefánsson, 12.12.2011 kl. 17:26

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Velkomin vestur,gaman að sjá Baulu,Grábrók og Hraunsnefsöxl,allar frá sama sjónarhorni um há vetur. Kanski lifir maður Dýrafjarðargöng,en Ólína stiður að þau verði næst á dagskrá,þótt líði nokkur ár. Takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2011 kl. 18:20

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurður ég er sennilega skaðræðisgripur, en austurríkismenn bíða átekta, glæta að þeir samþykki að láta ESB hafa yfirráð yfir fjármálum ríkisins, og þeir eru jafnvel að spá í að taka upp aftur sína gömlu mynt.  Þetta er allavega sprengjusvæði svo mikið er víst, þó Össur sé himinlifandi, sá endemis kjáni.

Takk Faktor.

Takk Vilhjálmur minn.

Helga mín hver veit nema Ólínu takist að knýja menn áfram í Dýrafjarðargöngum, það væri samgöngubót sem virkilega er þörf á fyrir byggðalagið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2011 kl. 20:34

10 Smámynd: Ragnheiður

frábærlega skemmtilegar myndir og til hamingju með Lottu :) hún er fín. ...hvar er hvíti kisinn ?

Ragnheiður , 12.12.2011 kl. 21:28

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lotta litla svona líka fallegt og fín. Alltaf flottar þrílitar læður finnst mér. Velkomin heim til íslenzku fjallanna þinna ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2011 kl. 23:20

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Velkomin heim Cesil og takk fyrir sjónarhorn á landið okkar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2011 kl. 01:28

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Æ, hvað kisan er sæt, ég á líka þrílita læðu... Velkomin heim til Íslands aftur...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2011 kl. 02:56

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Flottar myndir Ásthildur og takk fyrir að deila þeim með okkur!

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2011 kl. 09:37

15 Smámynd: Kidda

Fjöllin okkar eru svo sannarlega falleg og tignarleg á þessum árstíma. Þau eru svo falleg með þessu hvíta og verða svo miklu skýrari.

Lotta er æðislega falleg, til hamingju með nýju kisuna.

Knús í kisukúluna

Kidda, 13.12.2011 kl. 10:04

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnheiður mín Snúður minn lenti undir bíl í haust og lfiði það ekki af.  Það var mikil sorg að missa hann blessaðan.

Takk Hrönn mín, já þær eru fallegar þrílitu læðurnar, af hverju ætli það sé bara læður sem eru með þrjá liti?

Mín er ánægjan GMaría mín.

Takk Jóna Kolbrún mín.

Takk fyrir innlitið Gunnar, já það er gaman að deila svona fegurð með vinum mínum hér.

Einmitt Kidda mín það er eins og snjórinn dragi fram hverja línu og skerpi á fegurðinni.  Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2011 kl. 11:48

17 identicon

Æðislegar myndir hjá þér frænka

Þóra Stína (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 11:56

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þóra Stína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2011 kl. 14:32

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er til þess að þú sjáir að þær eru læður ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2011 kl. 17:56

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe trúi því alveg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2011 kl. 18:34

21 Smámynd: Haraldur Haraldsson

velkomin heim vonkona/kveðja

Haraldur Haraldsson, 14.12.2011 kl. 07:02

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Haraldur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2011 kl. 09:08

23 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Það eru bara læður sem eru með þrjá liti. Genitiskt og tengist því að vera XX kisa  . Sé ykkur sem fyrst

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 14.12.2011 kl. 11:25

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir upplýsingarnar Sigga mín, já ég vissi að fress eru yfirleitt ekki nema tvílitir, en læður geta líka verið bæði einlitar og þrílitar.  Knús á þig og það er alltaf heitt á könnunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2011 kl. 11:58

25 Smámynd: Ragnheiður

Doddi minn er fress og hefur þrjá liti - ef ekki fjóra. Rannsaka hann á morgun þegar ég vakna aftur eftir vaktina.

Ósköp er sorglegt að heyra með Snúð. Þeir eru þá alveg 3 hjá þér sem lent hafa undir bílum, Brandur og Snúður og gæsin sem allir fylgdust spenntir með.

Knús á þig

Ragnheiður , 15.12.2011 kl. 04:23

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Falleg ung kisa. Ég ætla að leyfa minni gömlu að lifa jólin.  Mér þykir óskaplega vænt um þetta skynsama dýr sem gekk að því sem vísu að fá að borða rækjur með okkur hinum á aðfangadagskvöld við jólaborðið. Er ekki viss um að hun muni það lengur. Þannig er lífið.

Sigurður Þórðarson, 15.12.2011 kl. 06:34

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já Ragnheiður mín, það mætti halda að við byggum í Síkákó eins og einn garl hér sem ók líkbílnum sagði, þegar ungur maður var að sækja um aksturinn, og spurði hvort það væri mikið að gera við þetta; Hvað, heldurrðu að Þetttta Sé Síkakó eða hvað? 

En með dýrin mín, ég sakna þeirra allra og mun ekki gleyma þeim.  Vona að Lotta litla fari sér ekki að voða. 

Takk Sigurður, já svona er lífið.  Það gengur víst sinn gang eins og himintunglin, dagurinn og nóttin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2011 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2023416

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband