10.12.2011 | 13:56
Komin heim, síðustu dagarnir í Austurríki.
Já þá er ég komin heim í heiðardalinn. Það var erfitt að vakna hálf fjögur að morgni, ég sem er búin að kúra frameftir eins og sætt er Tengdasonurinn var svo elskulegur að skutla mér á flugvöllinn, ég dáist alltaf að olíuhreinsunarstöðinni þegar ég ek þangað og þakka mínum sæla fyrir að við vestfirðingar sluppum við þá mengun, bæði sjónmengun og lykt sem þessu fylgir.
En ég svaf af mér alla leiðina til Kaupmannahafnar. Þar var stopp, um hríð, ég vildi ekki trufla systur mína í þessa skipti, og ákvað að eyða þessum degi í mínum eigin félagsskap. Fyrst fór ég inn á glopetrotter og fékk mér pizzusneið og stóran bjór. Svo þvældist ég dálítið um það er búið að breyta miklu þarna, ég var nefnilega búin að ákveða að koma við á Heresford og fá mér góða nautasteik. Það tók mig smátíma að finna staðinn aftur. En steikinn brást ekki.
Skál bræður og systur.
En þetta var nú svona útúrdúr.
Það eru nefnilega fleiri myndir frá Austurríki.
Ömmusósa er góð líka hjá Trölla. Púma langar líka að smakka.
Á hvað ertu eiginlega að glápa???
Við vorum að fara á litlu jólin í skólanum. Við áttum að mæta kl. hálf fjögur, fyrir hádegi var ungfrú Ásthildur bún að klæða sig og mála og gera alveg klára að fara í veislu.
Svo vildi hún láta taka myndir.
Hún er svo flott.
Og yndisleg.
En loks var svo tímin komin að fara í veisluna.
Veislan var haldin utandyra á skólalóðinni. Það var ágætis veður en svo fór að rigna.
Börnin skemmtu með söng og hljóðfæraslætti og upplestri, foreldrar stoltir að fylgjast með.
Hér er kórinn.
Hljóðfæraleikarar.
Hanna Sól er í kórnum.
Þetta var afar hátíðlegt.
Jólalög leikin og sunginn.
Búið að skreyta stóra tréð sem stendur á skólalóðinni.
Svolítill galsi í börnunum eftir skemmtunina.
Ásthildi var orðið dálitið kalt og langaði í heitt kakó. En slíkt var ekki á boðstólum en hægt var að kaupa barnaglögg, og svo fullorðins glögg Hún fékk svo barnaglögg en amma fullorðins, og sumir voru orðnir bara nokkuð "glaðir" þarna á skólalóðinni, enda kostaði glöggið bara 2.5 evru. Og ég er ekki að meina mig, ég fékk mér bara eitt glas.
Inni í skólanum var hægt að skoða og kaupa muni sem börnin hafa föndrað á aðventunni.
Margt ansi fallegt og vel gert hjá krökkunum.
Og auðvitað keyptu flestir foreldrar eitthvað fallegt.
Þessi fallegu kertastandar kostuðu 3 evrur, þau eru sennilega gerð úr hengibjörk, börkurinn er svo hvítur og fallegur. og svo þetta fína kunstverk.
Hér má sjá jólakort og mýs með sælgæti í.
Ætli svona skylti sjáist hér í skólum? Hér er mikið reykt úti á götum og allstaðar. Sá nokkrar konur á síðasta mánuði reykjandi með jólaglögg á markaðnum á Ráðhústorginu. Ég verð að viðurkenna að ég varð rosalega hneyksluð, mig langaði að hrista svona manneskju til og hundskamma.
Elgir gerðir úr sleifum.
Mamma og pabbi skoða.
Ásthildur búin að velja sér hlut.
Og borgar sjálf.
Komin tími til að fara heim.
Amma og litli maðurinn.
Mamma og litli maðurinn.
Við pottana að gera sósu.
Sósusmakkari númer eitt.
Já í lagi er úrskurðurinn
Hér er svo búið að skreyta höllina.
En næsta morgun er ég komin á leiðina heim, það er söknuður í hjartanu yfir að kveðja þessa litlu yndisleg fjölskyldu.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott myndir velkomin heim!!!7Kveðja
Haraldur Haraldsson, 10.12.2011 kl. 14:23
Velkomin heim kæra vinkona, mér sýnist á síðustu myndum að þú hafir hreinlega yngst upp við dvölina hjá fólkinu þínu. Hvernig gengur stelpunum með málið? hef alveg gleymt að spyrja um það. Takk fyrir mig og hjartans kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 14:54
Velkomin! Þú færð aldeilis vetrar veðrið. Var einmitt að hugsa til þín í gærkvöld,þegar Ísfirðingar unnu í ,,Útsvari,,.
Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2011 kl. 16:44
Yndisleg myndin af þér og litla trítli ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 17:00
Velkomin heim, þér hefur örugglega verið fagnað af þeim sem heima biðu . Mér sýnist þú hafa slakað vel á þó nóg hafi verið að gera og haft gott af dvölinni ytra. Þau eru öll frábærlega sæt og fín systkinin.
Dísa (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 20:48
Æ hvað þetta er yndislegt allt. Eigðu góða heimkomu Ásthildur mín.
Dagný, 10.12.2011 kl. 21:53
Næst fréttir maður af þér í Nepal!!!!! það er best að vera heima...
Vilhjálmur Stefánsson, 11.12.2011 kl. 08:36
Velkomin heim, þó svo að kuldinn hafi líka tekið á móti þér. Veit hins vegar að þó nokkrir hafa beðið heimkomu þinnar með eftirvæntingu heima fyrir. Þetta eru fallegir munir sem krakkarnir hafa gert í skólanum. Held svei mér þá að Ásdís hafi rétt fyrir sér enda ekkert skrýtið að þér hafi liðið vel hjá fjölskyldunni þinni.
Knús í kúluna þína
Kidda, 11.12.2011 kl. 11:25
Innilega takk fyri rmig og mína. Þið eruð öll yndæl. Ég er að koma mér niður á jörðina, á eftir að búa til jólakortinn og vinna upp það sem dregist hefur hjá mér hér heima. En mér líður mjög vel hress og endurnærð eftir þessa dásamlegu dvöl hjá dóttur minni og fjölskyldu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2011 kl. 12:31
Skemmtilegar myndir af fallegri fjölskyldu :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.12.2011 kl. 03:52
Takk Jóna Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2011 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.