22.11.2011 | 00:10
Lífið í Austurríki.
Já hér er ég í Austurríki, hér býr yndælt fólk. En það er samt sem áður öðruvísi en heima. 'Eg held stundum að við séum ofdekruð. Það sem aðrar þjóðir láta bjóða sér er bara ekki upp á borði hjá okkur. Hér til dæmis með fullri virðingu, þá er svo dýrt að kynda með olíu að mitt fólk sér sér ekki fært að borga það sem þarf fyrir slíka. Þá er gripið til þess ráðs eins og reynda ég hef séð gegnum alla Evrópu að kynda með timbri. Bæði einn ofn í kjallaranum og svo litla ofna í stofum og rýmum. Það má auðvitað segja að hér sé nóg um tré. En mengunin er líka slæm. Ég hef séð á morgnana bæðí hér og í Noregi leggja yfir bæi og borgir reykslægjur þar sem stígur reykur upp af hverju húsi. Allstaðar niður eftir allri Evrópu má sjá timburstafla að hausti þar sem menn safna saman timbri til að kynda húsin sín á köldum vetrarnóttum. Og já það er svolítið svoleiðis að þeir sem kynda með timbri, eiga jú ofna í kjallaranum þar sem hægt er að kynda upp með timbri m.a. til að fá baðvatn og heitt vatn í krana. Myndum við láta okkur nægja slíkt?.... Nei ég held ekki.
Og svo hef ég fyrir satt að Austurríkismenn eru að spá í að taka upp sína gömlu mynt aftur. Þeir virðast uggandi um þetta evrusamstarf, og þar sem þeir eru fyrirhyggjusamir, þá eru þeir einfaldlega farnir að spá í hvað tekur við.
En þetta átti nú eiginlega að vera svona fjölskylduvænt blogg.
Skotturnar mínar að leika sér á Leikjaneti.is. Það er spennandi fyrir stelpur í dag, hér áður þá lékum við okkur að dúkkulísum, en í dag er þetta allt á netinu.
Og svo auðvitað að föndra í höndunum, það er ennþá gilt.
Þær eru bara svo flottar þessar elskur.
Hver á sinn hátt. Reyndar eru þær búnar að vera með skarlatssótt og þess vegna verið heima. En ótrúlega duglegar og góðar.
Svo eru teknir upp smá gamlir taktar eins og gengur. þær hafa engu gleymt.
Og hér er stóra systir með litla bróður sinn.
Og sú stutta með.
Já hér sést hann betur.
Ég var að passa hann í dag. Mamma hans fór til að skrá hann inn í kerfið. Vissuð þið að hér gilda þau lög að ef móðir hefur ekki tilkynnt um nafn barns innan mánaðar frá fæðingu, fær bæjarstjórinn að ákveða nafnið...... Mannanafnanefnd hvað!!!
En AU-pairammann sem sagt var með myndavélina á lofti til að taka myndir af prinsinum sínum.
Talandi um prinsa og prinsessur, jú sú litla klæðir sig upp, en hún klæðir líka gæludýrin sín í svona prinsessuföt
Meðan sú eldri ergir sig á ónýtum spilaborgum, ja svona eins og Hanna Birna,
Svo fengu þær að poppa..
Og þá er að fylgjast með örbylgjuofninum.
Þá að fá lánaða myndavélina hennar ömmu og taka myndir, hér er Carlos,alveg svona ef ég bara loka augunum og læst ekki sjá eða heyra þá slepp ég sennilega
Já það gæti virkað....
Hér er Púma, rosalega hætturlegur.... eða þannig
En svona er lífið hér. Dásamlegt ég sakna auðvitað Ella míns, Úlfs og Alejöndru. En ég er samt svo ánægð með að vera hjá þessum elskulegu börnum. Og segi bara Góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þakka fyrir blogg !og góðar myndir! og hafðu það gott þarna/kveðja
Haraldur Haraldsson, 22.11.2011 kl. 00:28
Fallegir krakkar eins og hin heima. Við höfðum sumstaðar fjósið undir íbúðunum til sveita,þannig fékkst hlýja. Það eru fáránlegar kröfur hérna á Íslandi,ég geri nú litlar,bara að stjórnin fari frá og göngum ekkií E-ið. Nú skal fara að halla sér. Góða nótt kæra.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2011 kl. 01:31
Takk fyrir skemmtilegar myndir og frásögn :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2011 kl. 02:45
Mikið er þetta fallegur barnahópur , yndisleg . Já, manstu eftir öllum dúkkulísuleikjunum, þær voru svo ódýrar að maður gat fengið nýjar endrum og sinnum og leikið lengi með þær ef vel var með farið.
Ég man vel eftir reykjarmekkinum heima í gamla daga þegar kynt var með kolum.
Knús í hús.
Dísa (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 10:03
Já Dísa Og lyktin sem kom frá kolakyndingunum og svo auðvitað Bjartur sópari hahaha.... Dúkkulísurnar voru skemmtilegar, sumar alveg frábærar sumar meira að segja með fötum sem var smeygt yfir þær. Takk fyrir mig, já þau eru bæði falleg og yndæl.
Jóna Kolbrún mín er ánægjan.
Helga mín já þannig var það í gamla daga. Sem betur fer þurfum við þess ekki í dag, lyktin hefur sennilega verið dálítið ýkt stundum
Takk fyrir innlitið og góðar óskir Haraldur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 10:48
Yndislegt, mér líður alltaf betur þegar ég er búin að skoða myndir og lesa hjá þér. Já, við Íslendingar erum ofdekruð viljum helst ekki hafa fyrir neinu, held að fólki mundi reynast erfitt að hafa ekki rennandi vatn eftir pöntun ofl. ofl. ofl. hér eru allsnægtir út um allt. Kær kveðja á yndislega fólkið þitt, heldurðu að ungu dömurnar séu farnar að gera sér grein fyrir hvað við erum mörg sem höfum fylgst með þroska þeirra, mér finnst ég alltaf eiga pínu í þiem
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2011 kl. 11:18
Takk Ásdís mín, ég veit ekki, en ég segi oft við þær að þær eigi vini hér sem fylgjast með þeim og þykir vænt um þær. Þær eiga allavega eftir að skilja það. Í sumar koma þær í heimsókn í Kúlu og þá verður fjör.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 11:27
Frábært, hafið það sem allra best, ávallt.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2011 kl. 11:28
Já, við erum nokkuð mörg hérna sem teljum okkur eiga soldið í þinni fjölskyldu, sérstaklega barnabörnunum.
Hrædd er ég um að við myndum ekki láta bjóða okkur upp á hitakerfið sem viðgengst í útlandinu. Það er einn galli á hitaveitunni hja okkur, Finnur Ingólfs fær í hverjum mánuði frá okkur leigugjald fyrir mælana sem hann á víst.
Við erum orðin góðu vön og viljum halda í það.
Knús til Austurríkis
Kidda, 22.11.2011 kl. 14:18
Sömuleiðis Ásdís mín.
Takk Kidda mín, það er voða notalegt að vita það. Þetta með rafmagnsmælana er eiginlega ólolandi að einn maður hafi slíka einangrun, hvar er samkeppnisstofnun í því dæmi? eða er þessi maður hafinn yfir allt slíkt.
Knús á móti ljúfust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 14:29
Þarna átti að koma
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 14:30
Yndislegar fjölskyldumyndir.
Og við Íslendingar megum sko vel við una þegar kemur að húshitum - heitt vatn eða niðurgreitt rafmagn til húshitunar. Það eru ekki margar þjóðir svo heppnar.
Dagný, 23.11.2011 kl. 14:51
Víst áttu falleg börn, enda verða þau arfleið ykkar hjóna og til hamingju með það ! En þú átt líka fallega ketti, Carlos og Púmu, sem bæði eru líka gullfalleg. Við hjónin áttum líka 2 ketti, Óla og Loppu. Við áttum Óla í tæp 18 ár og þá þurfti að svæfa hann (v.nýrnarýrnunar) frú Loppa varð undir bíl rétt áður og dó í fangi mér á leið til dýraspítalans af losti vegna slysins (fætur margbrotnir).
Hvers vegna er ég að segja þér frá þessu ? Líklega vegna þess, að við lestur blogga þinna og athugasemda, hefur fundist þú bæði hlusta og mælast vel ! Þú ert hvorki prestur né sálfræðingur (garðyrkjufræðingur ?, ef ég man rétt ?). Þínir hæfileikar á nefndum sviðum eru dýrmæt gjöf, hvaðan sem hún kemur.?
Ég þakka þér að lokum fyrir gott blogg, bæði fjölskylduvænt og upplýsandi ! Eigðu góðar stundir í ríki Dolla gamla.
Með góðri kveðju úr Fjallabyggð, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 23.11.2011 kl. 16:38
Einmitt Dagný mín, við vitum stundum ekki hvað við erum heppinn, en það er gott að heyra það af og til.
Takk fyrir þitt hlýlega innlegg Kristján minn. Ég er reyndar mest bara með brjóstvitið með mér,
Er svona með í huganum hvernig ég vil láta koma fram við mig, það gefst allaf best. Kettir eru frábær dýr og hundar líka. Eiginlega öll dýr sem maður kemst í samband og tæri við.
Takk fyrir fallega kveðju og velkominn í hópinn minn. Góð kveðja til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 20:03
Ja - mer finnst stundum Evrópubúar svolítið fáfróðir um að koma hita í hús sín. Eins og Englendingar- arinn og kol og timbur notað sem veldur reyk- sem mer finnst raunar gaman að sjá og mynnir á gamla daga- þegar hús höfðu skorstein og reykurinn liðaðist upp í loftið á hverjum bæ.
Sonur minn sem byr í Scotlandi fór nútímaleiðina- keypti það sem kallað var í gamla daga KOKSVEL He he af óðalsbóndA OG LAGÐI FRÁ HENNI MIÐSTÖÐ UM ALLT HÚSIÐ- VAR ÁÐUR MEÐ ARINN Í STOFUNNI.
Fólk í Evropu er með styttri vetur og vant því að bæta bara á sig peysum- en helv. er það ónotalegt !
Þú átt falleg barnabörn og tekur góðar myndir !
Erla Magna Alexandersdóttir, 23.11.2011 kl. 20:53
Takk Erla mín. Já ég bjó í Glasgow og nágrenni í tvö ár 162-4 Þá voru bara arnar og húsin óeinangruð. Fólkið var blátt að aftan og bleikt að framan við að sitja við arna í ísköldum húsum. 'Eg þurfti bæði ullarpeysu og sokka til að skríða upp í rúmið á kvöldin, sængurnar voru rakar af kuldanum.
Hjá einni fjölskyldunni var gasofn í herberginu en ég þurfti að setja pening í hann til að hann virkaði.
Svo bjó ég lengi í Newton Mearns hjá læknishjónum, þau voru með central heating, sem var örugglega hinn mesti lúxus.
Já fólk á hlýrri svæðum en okkar leggur meira upp úr góðum garði og viðveru í honum, á kostnað hlýs heimilis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.