Allir fyrir einn.

Ég er eiginlega á hálum ís að fara að skipta mér af formannskjöri Sjálfstæðisflokksins, af því að mér er hreinlega sama um hver þar situr.  En málið er að núna horfir fólk til Hönnu Birnu eins og stjörnu sem  þeir hafi misst af og eru sárir.

Ég man nefnilega svo langt aftur að það var rætt um Þorgerði Katrínu sem væntanlegs formanns og voru margar væntingar bundnar við að  hún myndi gefa kost á sér til formanns.  Man eftir setningum eins og framtíðar foringi Sjálfstæðisflokksins og fleiri slíkar. Nú hefur þessu verið snúið upp á Hönnu Birnu.  Málið er að á sínum tíma áður en Þorgerður Katrín varð kúludrottning, þá var hún miklu flottari en Hanna Birna í útliti( sem virðist skipta miklu máli í pólitík) Og óskrifað blað í viðsksiptunum. 

Það er alltaf verið að dreyma um framsæknar konur og flottar til að taka við karlaveldinu, en það er borin von í flokki þar sem "miðaldra hvítir karlmenn" ráða öllu.  Eins og frú Þorgerður benti sjálf á á sínum tíma.

Þær geta orðið varaformenn og þykir afskaplega gott hjá viskýþambandi ýstrubelgjum... svona upp á útlitið, en lengra nær það ekki. 

Þetta stjórnmálaafl er í sjálfu sér íhaldsamt og formfast og ef menn halda að þeir geti verið þarna innanborðs og breytt einhverju, þá er það borin von. 

Þarna er lagt út frá allt öðru en málefnum, þ.e.a.s. út frá málefnum per ce.  Þarna ríkir karlaveldi sem vill deila og drottna, og mér er alveg sama hvað hinir frjálslyndu félagar segja, það hefur verið reynt gegnum árin að breyta innanfrá, en menn hafa ekki erindi sem erfiði.  Samt er þráast eins og rjúpa við staur að vona að  NÚNA breytist þetta allt.

Málið er að fjórflokkurinn eins og hann leggur sig er komin að endimörkum.  Fólk er að vakna, þ.e. almenningur og sjá að þetta er bara plott hjá gömlu pólitíkusunum, og þá á ég ekki bara við þá sem hafa setið á alþingi frá sautjánhundruð og súrkál, heldur arftökum og erfðarprinsum sem fá að vera mem.  Hinum er hleypt mátulega langt meðan þeir gelta eins og þeir eiga að gelta.  Og ef þeim dettur í hug að gera eitthvað annað, þá eru þeir pent settir af, rétt eins og Papandreo og Berlusconi. 

Allt skipulagt í þaula og séð til að skiptin haggist ekki. 

Ég satt að segja get ekki gert upp við mig hvort er ömurlegra, sjálfkjörin Jóhanna eða rússneskt kjörinn Steingrímur, eða 55%kjörinn Bjarni Benediktsson.  Því allt þetta var plottað fyrirfram og matreitt fyrir landsmenn, svo það liti sem best út.

Öll þessi fjórflokkapólitík er bara liður í að halda völdum, og þá er allt lagt í að reyna að koma okkur til að trúa því að hér eigi sér stað alvöru barátta. 

Það er einfaldlega bara ekki þannig, því á milli þess sem þetta fólk gjammar á þingi og eys skömmum yfir hvort annað eru þau bestu vinir og hygla hvort öðru, mest þegar þau hafa þurft að hverfa af þingi.

Skömm þessa fólks er svo mikil að hún er æpandi, og því fyrr sem almenningur gerir sér grein fyrir því að þetta er allt sama súpan, og því algjör óþarfi að reyna að verja "sinn mann" því betur gefst okkur kostur á að hreinsa til og koma á alvöru lýðræði, eins og flest fólk á Íslandi vill í raun og veru og þráir af heilum huga.


mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hálum ísköldum klaka,,, kanski, en ég er orðin einnar stefnu-atkvæði,nái ég að kjósa. Góðar stundir Ásthildur mín (-:

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2011 kl. 01:14

2 identicon

Æi já það er sami rassin undir þessu öllu!   Nú fara sjálfstæðismenn mikinn og þykjast vera á móti aðild að ESB og fylgjandi niðurfærslu lána, það er bara ekki orð að marka þetta.  Nú er bara verið að slá pólitískar keilur svona til að láta ríkisstjórnina líta sem verst út (sem er í sjálfu sér ekki erfitt).  Þær skoðanir eru viðraðar sem menn álíta að gagni í fólk en enginn veit svo hvað er, eða verður ákveðið í reyklausu bakherbergjunum. Ekki frekar en ESB baktjaldamakk Steingríms fyrir kosningar. Fólkið gleypir svo áróðurstöflurnar án þess svo mikið sem ropa!  Þetta er hálf Berluskónískt allt saman, eða kanski að andi Mússolínis svífi yfir vötnunum en hann á að hafa sagt; "lýðurinn er hóra og hún vill láta taka sig" Afsakið orðbragðið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 02:30

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Áshildur mín, þetta er allt sami grautur í sömu skál. Flokkseigendur nota alla sem þeim dettur í hug, til að vinna skítverkin fyrir sig, og þræla kjósendum sínum út fyrir sérhagsmuni klíkunnar. Þetta pólitíska klíkukerfi er viðbjóðslega spillt og rotið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Kidda

Sami gruggugi grauturinn í öllum skálum. Hef það á tilfinningunni að fólk sé orðið þreytt á svikum þessarra fjórflokka og fólk er farið að hafa mikinn áhuga á að hafa persónukjör og landið eitt kjördæmi. Hef heyrt á nokkrum að það sé gott fyrir D flokkinn ef Bjarni næði kjöri, þá myndi flokkurinn tapa vel í næstu kosningum.

Merkilegt með þessa pólítík að fólk er til í að svíkja allt sem það lofar fyrir kosningar til að fá stóla annað hvort sem ráðherra eða þingmaður. 

Kidda, 21.11.2011 kl. 09:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svoleiðis endar það alltaf Helga mín fólk gefst upp. 

Bjarni það er nú einmitt málið, við getum ekki treyst þessu fólki fram yfir fingurgómana á okkur.

Nákvæmlega Anna Sigríður,  ég hef einmitt séð slíkt gerast og það er sóun á góðu fólki.

Sammála þér Kidda mín.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 10:24

6 Smámynd: kallpungur

Síðan hvenær var hægt að treysta pólitíkusum? Eins og einhver vitur maður sagði þá er ríkið af hinu illa en nauðsynlegt. Vald spillir, algert vald spillir algerlega. Því minna ríkisvald því minni spilling. Það sem er að keyra Evrópu á hliðina núna er yfirbyggingin. Pólitíkusarnir og möppudýrin eru að sliga hinn vinnandi mann, en fitna á meðan eins og púkinn á fjósbitanum forðum. Aldrei að treysta pólitíkusum, allra síst þeim sem vilja allt fyrir þig gera. Því meiru sem þeir lofa því verri eru þeir. Best væri að fá pólitíkusa sem lofa engu og gera sem minnst. því minna sem pólitíkusarnir eru með puttana í lífi almennings því betra er aða vera til. Ekki reynast amatörarnir betur en atvinnupólitíkusarnir. Þeir eru ekki fyrr sestir í stólana, en þeir eru orðnir atvinnupólitíkusar og hlaupnir í gömlu flokkana.

kallpungur, 21.11.2011 kl. 10:59

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefði verið gaman að sjá Hönnu við völdin um tíma, en eins og þú segir, karlaveldið vann í þetta skipti eins og flest önnur.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2011 kl. 11:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Karlpungur það er vísts vandlifað í heimi hér.  Og mikið rétt hjá þér því minna sem pólitíkusar eru með puttana í atvinnulífinu því betra.  Þeir eiga að setja umgjörðina og reglurnar og sjá svo um að eftir þeim sé farið.  Annað á ekki að vera þeirra hlutverk í málunum, nema auðvitað að gera kerfið það vistvænt að frelsi til athafna og samkeppni sé markmið og viðhöfð. Þeir eiga ekki að vera á kafi í að ráðskast með hverjir fá bitlinga og hverjir ekki.

Allt eins Ásdís mín.  En ég segi nú bara ef hún ætlar að lúpast niður við fyrsta mótbyr, þá verð ég að segja að slíkur einstaklingur er ekki það sem við þurfum á að halda í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 15:55

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ásthildur mér finnst þessu karlmanns-kvennmannsumræða frékar klén. Vil láta kjósa formenn í flokkunum eftir að hafa skoða málefnalegt framlag þeirra, reynslu, þekkingu og getu. Mér virðist margir á blogginu vilja kjósa formenn eftir gerð kynfæranna. Kaupi það ekki.

Annars fór þessi umræða í gang í kaffistofunni hjá okkur í morgun. Honum fannst allir í öðrum flokkum vilja hafa áhrif á það hver yrði formaður Sjálfstæðisflokksins. Persónulega vildi hann að froskur tæki við af Jóhönnu Sigurðardóttur. Fulltrúi Samfylkingarinnar var að setjast að borðinu og svaraði. ,, Það eru margir í þingflokknum okkar sem koma til greina"

Við hlustuðum ekki á eftiráskýringar hans, að hann hefði ekki heyrt hvað sagt var. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.11.2011 kl. 18:58

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Froskur hahahaha

Eins og ég sagði hef ég ekki mikinn áhuga á formannsefnum flokkanna. þ.e. fjórflokksins, en í ljósi sögunnar þá sést að hingað til hefur enginn kona náð því að verða formaður flokksins.  En það er svo sem svipað í öðrum flokkum, nema þessari samfylkingu, sem er hvort sem er úti á túni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 19:04

11 identicon

Ásthildur . Þú staglast alltaf á því að það þurfi að stofna nýjan flokk fyrir fólkið í landinu.Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fólksins í landinu . Er reynsla síðustu áratuga þú manst svo langt aftur svo góð með alla þá flokka sem hafa verið stofnaðir og keyrðir áfram af hatri öfund og sumir með það markmið að gera vel við fólkið í landinu ALLT ÞAÐ HEFUR MUSTEKIST ekki vegna þess að fjórflokkurinn svonefndi hafi lagt stóra steina í götu þeirra .Heldur vegna þess að þeir hafa ekki getað komið sér saman allt hefur splundraðst og hvert og einn hlaupið út og suður. Við þig vil ég segja aðeins eitt kondu aftur í Sjálfstæðisflokkinn þar áttu heima þar er frelsi til að hafa skoðanir og lúta vilja meirihluta félagsmanna það er hið eina sanna líðræði.

Guðmundur Gunnar Þórðarson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 21:50

12 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þó svo ég sé Flokksbundin Sjálfstæðismaður,þá er það eina sem ég get sagt.Guð hjálpi okkur nú,ekki lýst mér á að hafa þennan gulldreng sem veit ekki hvernig er að vinna fyrir því sem menn eignast.Snobbliðið fór með sigur á Landsfundinum og hinn vinandi maður lýður fyrir þetta hiski ekki verður hjálp í þessu Liði.Bjarni Vafningur Ben er tvöfaldur í því sem hann tekur sér fyrir hendur..

Vilhjálmur Stefánsson, 21.11.2011 kl. 23:15

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðmundur Gunnar, ég mun aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur.  En ég vona að grasrótin muni ná að koma sér saman um að skipa nýtt samstarf, ekki endilega nýjan flokk, heldur bandalag grasrótarinnar, þar sem fólkið sem hefur verið að mótmæla fjórflokknum muni takast að koma sér saman um heildstæða stefnu með vilja fólksins í fyrirrúmi.  Það er borin von að Sjálfstæðisflokkurinn muni koma þar að verki.  Hann er gjörspilltur með leiðtoga í baksætinu sem ræðúr ennþá því sem hann vill  Og það er bara hrollvekjandi. 

Ég vona að við séum að upplifa nýja tíma loksins, þar sem fólkið í landinu er að átta sig á því hverslags ráðslag hefur verið í stjórnsýslunni og þvílík samantekið ráð og leiksýningar hafa verið haldnað í leikhúsinu við Austurvöll, sem ættu í raun og veru að fá Grímuna, eða jafnvel Óskarinn.

Vilhjálmur minn, málið er nefnilega það.  Að það er að renna upp fyrir fólki hverslags skrípaleik við höfum orðið vitni að undanfarinn mörg mörg ár.  En vonandi er nú mál að linni.  Vaknandi manni er best að lifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 23:38

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég ætlað mér ekki að koma inn í þessar umræður, en Vilhjálmur ég tók þátt í umræðum með nokkrum lögfræðingum úr a.m.k. 3 stjónmálaflokkum. Það sem menn voru sammála um að þetta vafningsmál, stafaði af vafningi í höfðinu á ákveðnum fjölmiðlamanni. Taka átti Bjarna niður, sennilega með stuðningi eins útrásarvíkingsins. 

Vil segja ykkur sögu af þessum sendiherra ykkar Vestfirðinga hér á mölinni. Í eitt skipti var ákveðið að taka niður ákveðna konu. Þá var skrifað um hana níð, dag eftir dag. Þar sem ég þekkti aðstæður afar vel, þar sem ég var að vinna að stefnumótun í því sveitarfélagi, hringdi ég í blaðamanninn og vildi benda honum á í fullri vinsemd að aðeins ein hlið á sögunni var sögð og oft stórlega ýkt. Þá var mér bent á að ef ég héldi mig ekki frá þessu máli þá yrði eitthvað grafið upp um mig til að taka af mér æruna, og ef ekkert finndist yrði það búið til. 

Ég kvaddi snarlega, en þurfti að fara á lítinn fund þar sem á vöru m.a. tveir af okkar alfremstu fjölmiðlamönnum. Þeir hlógu og vissu strax hver blaðamaðurinn var. 

Þessi kona mátti þola níðskrif í fleiri mánuði, sem m.a. höfðu mikla röskun á hennar högum. Hún veiktist síðna og dó. 

Ég hef spurt mig dapur, í nokkur skipti hvort ég hefði átt að taka slaginn, en hafði í huga að ef ég fer í slag við óþokkann, dregur hann mig niður á sitt plan, og þar sigrar hann auðveldlega. 

Vilhjálmur Stefánsson þú velur þér að taka málflutning þessa blaðamanns, og það er þitt val. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.11.2011 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband