Nokkrar myndir og nýtt barnabarn.

Já hér koma algjörlega nýjar fréttir, það er fæddur drengur í dag, Bára mín eignaðist dreng núna fyrir stuttu.  Hann gat ekki beðið eftir að amma kæmi út til að hjálpa til.  Heart

Sama blíðan hér eins og undanfarið.  Það er gott styttir veturinn.

14.11.11 021

Sólin er hætt að geta kíkt almennilega yfir fjöllinn, nema rétt aðeins í Engidalnum þar sem þau eru lægri.

14.11.11 024

Var með lítinn engil hjá mér um daginn, það var voða notalegt, og hann er svo góður.

14.11.11 025

Þetta er hann Trítill, hann er afskaplega góður hundur.  Hann missti annað augað og ég held að það hafi átt að lóga honum, en mamma hans dýralæknirinn ákvað að gefa honum líf og hann er hamingjusamur hundur í dag.

14.11.11 027

Tjörnin stendur alltaf fyrir sínu.

14.11.11 028

Já Trítill er eðalhundur.

14.11.11 029

Aldrei eru þau fegurri ljósbrotinn en einmitt á þessum tíma. 

14.11.11 031

Og Ísafjarðarlognið er ósköp notalegt.

14.11.11 032

Hér voru grallarar líka um daginn og þeir fengu að baka sér pizzur alveg sjálfir.

14.11.11 033

Já strákar geta líka bakað. Smile

14.11.11 034

Myndarlegir piltar.

14.11.11 035

Nei Jóhann minn þetta er ekki Brandur, þetta er Branda, ég fékk hana lánaða, músagangurinn er farin að verða dálítið helst til mikill.  Þegar þær eru farnar að leika sér við fæturna á mér þegar ég sit í tölvunni.LoL En vonandi flýja þær bara út.  Það er best fyrir þær, eftir að Branda er komin.

Alfur5

Svo er það barnabarnið mitt hún Sóley Ebba, hún teiknaði blómálfana sem eiga að vera í næstu jólasögu barnanna.  Hún er frábær teiknari.

Alfur3

Þarf annars að fara að drífa í að semja hana. Tounge

En eigið dásamlegt kvöld elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Mikið teiknar hún flotta blómálfa.

Vonandi hefur húsbóndinn komist heim  í kvöld.

Knús í kúlu

Kidda, 14.11.2011 kl. 21:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stelpan er algjör snillingur Kidda mín.  NEi Elli minn komst ekki heim í kvöld, vegna þess að hann fékk óvænt tíma hjá augnlækni í fyrramálið, en ég bíð róleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Dagný

Til hamingju með nýja barnabarnið. Mikið held ég að litlu ráðskonurnar séu ánægðar með litla bróður.

Myndirnar þínar alltaf svo fallegar Ásthildur mín og listfengið liggur greinilega í fjölskyldunni. Eigðu svo gott kvöld og góða nótt mín kæra.

Dagný, 14.11.2011 kl. 23:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín, já þær eru örugglega í sjöunda himni.  En málið var að það var búið að skipuleggja þetta allt saman, fyrst átti veturinn að koma, svo amma og svo barnið svo sofa einu sinni og þá voru jólin. Þannig að þetta hefur ruglast smá, því fyrst kom litli bróðir, svo amma og svo veturinn, ekkert í réttri röð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 23:17

5 Smámynd: Laufey B Waage

Innilegar hamingjuóskir elsku Ía mín. Ætlarðu út til þeirra fljótlega?

Laufey B Waage, 14.11.2011 kl. 23:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætlaði að koma áður en barnið fæddist, fer út þann 17. nóv.  En strákurinn gat ekki beðið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 23:26

7 Smámynd: Faktor

Innilegar hamingjuóskir með nýjasta barnabarnið :)

Gaman að fylgjast með fjölskyldunni í kúlunni ;)

Faktor, 15.11.2011 kl. 00:11

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

TIl hamingju með nýja barnabarnið ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2011 kl. 06:39

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og ég get nú ekki staðist að nefna hvað hann er mikil dúlla þessi drengur. Þar er alltaf sami krúttstuðullinn ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2011 kl. 06:41

10 Smámynd: Kidda

Var ég blind eða hvað.

Til hamingju með nýja ömmuprinsinn Þær systur eiga örugglega eftir að njóta þess að eiga lítinn bróður til að dekra við.

Knús í ömmukúlu

Kidda, 15.11.2011 kl. 08:42

11 Smámynd: Dagný

Dagný, 15.11.2011 kl. 09:12

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega til hamingju með litla prinsinn, það er sko örugglega mikil sæla á þeim bæ.

Sóley er algjör snillingur vonandi virkjar hún þessa hæfileika sína.

Flottar myndir eins og ævilega og maður fær bara sting í hjartað sitt við að horfa á fjöllin sem ég elska.

Kærleik í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2011 kl. 09:20

13 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með nýja ömmudrenginn. Sendu kveðjur á þau þarna úti frá mér.

Kv. 

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 15.11.2011 kl. 09:21

14 identicon

Innilega til hamingju með litla prinsinn, við eigum sameiginlegan afmælisdag, í gær voru 45 ár frá því við giftum okkur. Ömmugarar eiga þetta til að flýta sér og vilja ráða, ég á einn sem meira að segja er ári eldri en hann ætti að vera, fæddist 21. des í stað 4. feb. Skilaðu kveðju minni til "stóru" fjölskyldunnar og hamingjuóskum. Nú verður beðið í ofvæni eftir ömmu.

Flottar álfamyndirnar hennar Sóleyjar Ebbu. Knús

Dísa (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 09:40

15 identicon

Átti að vera ömmugaurar.

Dísa (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 09:43

16 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með nýja ömmustrákinn þinn :) Hlakka til að sjá myndir af honum. Knúsaðu Báru frá mér þegar þú ferð til þeirra.

Glæsilegar teikningar hjá Sóley Ebbu, greinilega mikil listakona þar á ferð :)

Vonandi hefur Branda fælt mýsnar frá svo þær hætti að narta í tærnar á þér. Knús í Kúlu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.11.2011 kl. 09:43

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með litla drenginn, mikið verður gaman hjá systrum að dúlla með hann. Teikningarnar hjá ungu stúlkunni eru frábærar, greinilega listakona á ferð.  Hjartans kveðja til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:35

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk mínar elskulegu.  Já það ríkir gleði í kúlu og í Austurríki.  Hrönn mín já Sigurjón er fallegt barn bæði að utan og innan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:41

19 Smámynd: Jóhann Elíasson

Innilega til hamingju með "nýjasta" barnabarnið.  Barn er mesta blessun sem hægt er að hljóta og er ég þess fullviss að þetta barn á eftir að færa ykkur marga geislana í ykkar líf.  Veistu ef þú hefðir ekki skrifað að kisan héti BRANDA hefði ég verið alveg viss um að þarna væri "gömul" mynd af BRANDI.  Bestu kveðjur í kúluna

Jóhann Elíasson, 15.11.2011 kl. 15:59

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vissi það Jóhann minn.  Og já börnin okkar eru blessun fyrir framtíðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 17:48

21 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með nýju ömmustelpuna!

Jens Guð, 15.11.2011 kl. 21:57

22 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir Ásthildur mín og góða ferð. Það eru ekki aldeilis allir sem eiga ömmu sem jafnast á við þig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.11.2011 kl. 22:58

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn. 

Takk Bergljót mín.  Ég hlakka til að sjá litla krílið og ekki síður stelpurnar mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2011 kl. 10:27

24 identicon

Til hamingju með nýja barnabarnið.

Kveðja,

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 16:50

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Drenginn Jens, drenginn, fylgjast með :P

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2011 kl. 21:29

26 Smámynd: Kidda

Góða ferð til Austurríkis

Kidda, 17.11.2011 kl. 09:51

27 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Til hamingju með nýja barnabarnið.

Sá hinsvegar hvergi hvað teiknarinn er gömul?

Guðni Karl Harðarson, 17.11.2011 kl. 12:48

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Teiknarinn er 15 ára Guðni minn,  takk öll, ég er komin til Austurríkis, og mun skila öllum góðu kveðjunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2011 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband