11.11.2011 | 12:45
11.11.11.11.11.
Vissuð þið að á hverju ári þennan dag er karnivalstemning í Köln í Þýskalandi. Þetta sagði mér vinkona mín sem þar býr. Í ár er þetta alveg sérstakt því nú er 11.11.11. kl. 11.11. Sem sagt nýbyrjað. Þá skreyta íbúar fyrir utan húsin sín með allskonar skemmtilegum fígúrum, og allir skemmta sér hið besta, þegar líður á fara konur saman í hópum út að skemmta sér og þær verða að hafa með sér skæri, því leikurinn hjá þeim er að klippa af bindum herramanna sem þær rekast á, og sú vinnur sem hefur safnað flestum bindisendum.
Þetta er saklaus en skemmtileg upplifun. Ef til vill fer ég einhverntíma og stíla upp á þennan tíma að dvelja hjá henni vinkonu minni. Þá verður sko klippt!!! og ef menn eru ekki með bindi??? þá tja klippir maður eitthvað annað
En þennan dag 11.11.11, er hér næstum sumarveður, og búið að vera í nokkra daga.
Ótrúlegt en satt. Allur snjórinn farin úr byggð.
Ár og lækir skoppa niður fjallshlíðar með galsa vorsins. Smæstu lækir verða að ófærum ám á augabragði.
Grasið er meira að segja grænt.
Og lauf ennþá á trjám og runnum. Eikin mín er reyndar alveg græn ennþá þessi kjáni, ég vona að hún fari að vetra sig upp á kal og frost.
Og geimskipið tilbúið til flugs
Rauðblaðarósin mín lítið farin að láta á sjá blessunin. Enda kúrir hún í skjóli við stóra furu.
Sjálfsmynd af stubbnum mínum. Hann er venjulega ekki svona ábúðarfullur, en nú er hann að taka mynd
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk,þegar stjórnin er fallin,ég er við suðumark.
Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2011 kl. 12:54
Það er líka dálítið stuttur á mér kveikurinn þessa dagana Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 12:57
Yndislegt að fá svona sumarauka og geta verið tiltölulega léttklæddur úti. Flottur svona ábúðarfullur táningurinn þinn. Orðinn fullorðinslegur í meira lagi. Eigðu góðan dag og góða helgi vinkona.
Dagný, 11.11.2011 kl. 15:40
Takk Dagný mín, já hann er að fullorðnast þessi elska, og svo líkur pabba sínum að það kemur smá kippur í hjartað. En ég er svo þakklát syni mínum fyrir að "gefa" mér tækifæri til að hafa drenginn hans að láni og hjálpa honum út í lífið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 17:39
Gott að þið séuð laus við snjóinn.
Stubburinn þinn er heppinn að eiga svona yndislega ömmu og afa eins og öll ömmu og afabörnin ykkar
Knús í geimskipið
Kidda, 11.11.2011 kl. 20:32
Flottar myndir, það er einhvernvegin þannig að manni finnst gróðurinn og náttúran alltaf falleg á hverjum tíma fyrir sig, ég elska bæði þegar hún er að lifna við á vorin og sölna á haustin og allt þar á milli.
Knús í kúlu ljúflingarnir mínir
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2011 kl. 22:33
Takk Kidda mín.
Það er rétt Milla mín, hver árstíð hefur sinn sjarma. Takk sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 00:52
Já, ótrúlegt að sé svona hlýtt undir miðjan nóvember. Gaman eins og alltaf að sjá myndirnar þínar að heiman .
Dísa (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 14:05
Já Dísa mín þetta er ótrúleg tíð á þessum síðustu og verstu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.