7.11.2011 | 14:34
Ólafur H. Þórðarson.
Ég er búin að finna það sem þú varst að spyrja mig um. Og þá er ég auðvitað búin að týna miðanum sem ég skrifaði niður símanúmer og email En þú getur hringt í mig. Ég legg nefnilega ekki í að hringja í að minnsta kosti 3 Ólafi Þórðarsyni með bjánalega spurningu. En þá er ég búin að beita útilokunaraðferðinni á hina 20... eða svo.
En ég hef verið að grúska í pappírunum hans tengdaföður míns, og er með flest lögin hans á nótum og í upptalningu. Nokkur samt sem hafa ekki verið opinberuð og skrifuð með hans eigin hendi.
Eitt þessara ljóða eða texta samdi hann í Vestmannaeyjum. En Elli minn bjó þar um tíma fyrir gos. Hann hafði nýlega keypt sér hús á Brekkugötunni og faðir hans kom til að hjálpa honum að setja húsið í stand. Þá var bræðsla á fullu og sennilega hefur gamla manninum ekki fundist lyktin góð. Því hann kvað svo:
Í Vestmannaeyjum eru hús
orpin aur og sandi.
Þar er bæði lundi og lús
og lyktin óþolandi.
Hér eru nokkrar stökur handskrifaðar eftir hann:
Vondur finnst mér veturinn
með veðurofsa sínum.
Í fyrrinótt í fyrsta sinn,
fraus í koppnum mínum.
Til að þekkja þingeying
þarf ei mikil kynni.
Hann gumar allann ársins hring
af ættartölu sinni.
Skafti eða Náttfari eins og hann kallaði sig var þingeyingur.
Komin er í varpa vor
vermir sólin bjarta.
Örvar mátt og eykur þor
enginn þarf að kvarta.
Eftir langan ævidag
er mér ljúft að segja.
Ég vil senn um sólarlag
sæll og glaður deyja.
Alltaf stökur ein og tvær
upp úr manni renna.
Ef að ríma ekki þær,
er það mér að kenna.
Vissulega veit að ég
vonda hef ég galla.
Einna lakast er nú það
að ég hafi skalla.
Þessi er örugglega ort um einhvern vin sem var farin.
Mig, þig vantar vinur minn.
vandi er nú að lifa.
Því þú hafðir alltaf af
svo undurmörgu að gefa.
Við Skafti vorum miklir vinir, ég hafði líka gaman af að dunda mér við að semja svona eitt og eitt. Þó ég komist ekki í hálfkvisti við hann. En hann var ótrúlega skemmtilegur og lifandi maður. Blessuð sé minning hans.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022165
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær kveðskapur!!!Kveðja
Haraldur Haraldsson, 7.11.2011 kl. 17:41
Takk fyrir það Haraldur minn. Held að tengdapabbi hafi ekki farið hátt með þetta. En þær eru flottar stökurnar hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 17:45
Erum við að tala um Ólaf H. Þórðarson þingmann Framsóknar á Vestfjörðum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2011 kl. 21:17
Afsakaðu Ásthildur, ég áttaði mig á því rétt þegar ég hafði ýtt á enter að Ólafurinn sem ég var að hugsa um var auðvitað Ólafur Þ. Þórðarson.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2011 kl. 21:22
Já okkar ágæti Óli H hjá vegaeftirlitinu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 22:54
Umferðarstofu öllu heldur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 23:05
Mig, þig vantar vinur minn.
vandi er nú að lifa.
Því þú hafðir alltaf af
svo undurmörgu að gefa.
Þetta er svo undurfallegt... svo einfalt... en segir allt sem segja þarf...
Eins og ég vildi geta sagt... en hef ekki það sem þarf til þess...
Takk fyrir að deila þessu...
Jónína Dúadóttir, 7.11.2011 kl. 23:24
Takk Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 23:31
Takk ljúfust, yndislegt að lesa þetta
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2011 kl. 08:47
Gaman að þessu, verð að stela þeirri þingeysku og setja á feisið hjá mér hvert er fullt nafn höfundar?
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:26
viltu láta mig vita?
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:27
Takk Milla mín.
Ásdís mín hann hét Skafti Sigþórsson, var hljóðfæraleikari í symfóníuhljómsveit Íslands. Orti undir nafninu Náttfari, Dísu í dalakofanum, og fleiri slík.
Jamm ég skal láta þig vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 12:08
Takk fyrir þetta mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2011 kl. 12:20
Flottar vísur- fæ gæsahúð !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.11.2011 kl. 19:57
Takk Erla mín
J_Knúr Ásdís mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 20:02
Frábærlega skemmtilegar vísur.
Jens Guð, 8.11.2011 kl. 22:07
Takk Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 23:19
Frábær kveðskapur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2011 kl. 01:44
Takk Jóna Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 11:15
Meira af svona flottum vísum kæra bloggvinkona ég er fyrir þessu
Frábær kveðskapur og á heima í einhverri sérstakri útgáfu! Þú ættir að finna leiðir til að gefa þetta út í einni lítilli bók. Ég kannast tildæmis við konu sem hefur samið vísur og sett á litla bók og er að selja sjálf á mínum vinnustað í Mjóddinni.
Ég gæti tildæmis spurt (ef þú hefðir áhuga) hana að því hvernig hún hafi farið að þessu. Þegar að hún kemur aftur í næstu viku? Bara svona hugmynd frá mér
1. Ljóð og lausavísur
2. Fleiri Ljóð og lausavísur
3. Fáein lög og ljóð
(eftir Ólafíu Margréti Ólafsdóttur) konu sem ég dáist að fyrir kraftinn í henni með handverkið sem hún er að búa til og selja þrátt fyrir veikindin sem hún hefur staðið í.
Tildæmis þetta:
Vorbæn:
Er vorsól hækkar, vetur flyr,
og vaknar aftur gróður nýr,
ég bið að rætist bænargjörð
um betra líf á jörð.
Já, viltu Guð þeim geislum sá
að glampi aftur hjörtum frá.
Þá eignums við þá ást og trú+sem öllum býður þú.
Algóði GUð,
gef oss kærleikans yl.
Guðni Karl Harðarson, 10.11.2011 kl. 01:00
Afsakaðu það vantar línuskiptinguna. Bloggið tók hana einhvern veginn út við innsetninguna.
Hvert erindi endar á punkti.
Fjórar, fjórar og svo tvær síðast.
Guðni Karl Harðarson, 10.11.2011 kl. 01:02
Vorbæn:
1. Er vorsól hækkar, vetur flyr,
og vaknar aftur gróður nýr,
ég bið að rætist bænargjörð
um betra líf á jörð.
2.
Já, viltu Guð þeim geislum sá
að glampi aftur hjörtum frá.
Þá eignums við þá ást og trú
sem öllum býður þú.
3. Algóði Guð,
gef oss kærleikans yl.
Guðni Karl Harðarson, 10.11.2011 kl. 01:04
Já þetta er flott vísa Guðni Karl minn. Já ég ætla að spá í þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 01:12
Alltaf gaman að lesa flottar vísur
Kidda, 10.11.2011 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.