5.11.2011 | 15:49
Kúlulíf.
Hér gengur lífið sinn vanagang. Allt á fullu Hér eru nokkrir unglingsstrákar að "Lana" ætla að vera hér yfir helgina, það er stór helgi því það er vetrarfrí í skólanum.
Það er leikið sér fram á kvöld og svo er sofið í hrúgu á gólfinu, og allir ánægðir. Ekki síst ég, það er bara gott að vita af stubbnum heima hjá sér og ekki sakar að hafa vinina líka.
Að vísu eru svona vanhöld á að ég komist á netið, en það eru líka til góðar bækur að lesa, svo þetta gengur upp.
Mestar áhyggjurnar af Alejöndru, en hún tekur þessu með stóískri ró, og fer í heimsókn til vinstúlkna sinna, þær eru að sinna lærdómi og undirbúa sig. Stelpur eru miklu samviskusamari en strákar. Það er nokkuð ljóst.
En svo má segja líka að einmitt svona tölvuleikir og slíkt þjálfi unglinga upp á framtíð sem fer að miklu leyti fram í tölvum og tækni. Enda eru flestir 15 ára guttar löngu orðnir sérfræðingar í tölvu og tækni málum.
Það er allavega gaman að fylgjast með þeim.
Í dag komu svo blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gehrmann með ljósmyndara með sér. Þau komust loksins vestur með flugi.
Stillt upp fyrir myndatöku.
Svo ég er búin að vera að sitja, standa fyrir framan myndavélar núna í einn tvo tíma eða svo, mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera bak við myndavélina. En svona er þetta nú. Tímaritið heitir GEO article og er þýskt, en þeir skrifa mikið um aðrar þjóðir, síðasta blaði var um Scotland. Þessi grein kemur samt ekki fyrr en næsta sumar. En þetta viðtal er vegna bókarinnar sem hún gaf út í fyrra, þá vildi þetta stóra forlag fá meiri pistla og myndir af íslenskum arkitektúr og íbúum öðruvísi húsa.
Bauð þeim auðvitað upp á kaffi og brauð, og svo skoðuðum við myndirnar, þær voru flestar mjög fínar.
Alva áritar bókina sína fyrir vini sem ég ætla að gefa hana, bæði dóttur minni og austurrískum vinum.
Síðustu sólargeislarnir þetta árið eru þessa dagana, bráðum kemst sólin ekki upp fyrir fjöllin, og þá verður enginn gleðigeisli næstu vikurnar. En við lifum það af. Tökum bara lýsi og Dvítamín.
Ég hugsaði oft um það þegar ég var yngri hvort ekki væri hægt að saga aðeins ofan af fjöllunum, til að sólin næði uppfyrir.
En svo fór ég í garðyrkjuskólann í Hveragerði og uppgötvaði dálítið sem ég vissi ekki af.
Af því að það er ekki vandamál hér, en í skammdeginu er sólin alltaf beint í augunum á manni við akstur.
svo nú er ég bara ánægð með að hún hvíli sig svona yfir bláveturinn. Og þegar hún fer að læðast niður hlíðina mína hér fyrir ofan á vorin, þá er það ákveðin tilhlökkun að sjá hana færast neðar og neðar með hverjum deginum sem líður.
Uns hún loksins kemst alla leið niður í Sólgötu,og þá drekkum við sólarkaffið með rjómapönnukökum. Það er hátíðleg stund get ég sagt ykkur sem ekki þekkið til.
En það er svona aðeins farið að bætast í ruslið hjá strákunum Veit ekki hvernig þetta verður á mánudaginn. En svona til foreldranna, þeim líður vel og eru í góðum höndum.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022165
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki vantar fegurðina í Vestfisku Fjöllin okkar..Ég fer altaf í Sólarkaffi þó ég sé búsettur á Skeri fyrir Sunnan Land.Ég er Vestfiskur og fæddur og uppalin í Djúpinu og hef í heiðri Vestfiska siði..
Vilhjálmur Stefánsson, 5.11.2011 kl. 16:33
Alltaf jafn yndislegt hjá þér, bæði mannlíf og landslag
Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2011 kl. 18:53
ÞAu vilja ekki kíkja á marglitu húsin mín á Sigló?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 19:25
Láttu guttana taka til eftir sig sjálfa. Þeim líður miklu betur á eftir. Svo má líka benda þeim á að ef þeir eru strand í einhverju tölvuvandamáli, þá klikkar það ekki að fara í göngutúr og anda að sér fersku lofti. Þá leysist vandinn eins og salt í vatni.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 19:30
Satt segir þú Vilhjálmur þau eru glæsileg fjöllin okkar.
Takk Ásdís mín.
Jón já þeir fóru út í kvöld, eru til í að skemmta sér blessaðir, og þeir aðallega Úlfur tóku allt til eftir sig, svo nú er allt í fína lagi.
Húsin þín á Sigló eru afar flott, ég hef skoðað teikningar hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 20:22
Flottar myndir og fallegar Tad er greinilega gott ad vera hjà tèr ì kùlunni
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 20:36
Er alveg á því að engum gæti liðið illa í kúlunni, hvort sem það er mannfólkið eða dýrin.
Knús í lankúluna
Kidda, 5.11.2011 kl. 21:03
Kósý myndir úr Kúlu og landslagið er bara flott að vanda,
Það verður gaman að fá þetta blað er þar að kemur út.
Knús í gleðihelgi í Kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2011 kl. 21:55
Góð kveðja í Fjörðin fallega og kúluna.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.11.2011 kl. 00:12
Þér kæra sendi kveðju,,,
Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2011 kl. 04:15
Friðsælt og notalegt. Gaman að sjá gaurana njóta sín og ég get ímyndað mér að heyrist skvaldur og hláturrokur. Fæ stundum svona gaura í heimsókn sem borða flest sem á vegi verður en eru kátir og tala í blárri bunu. Þeir eru líka mjög þakklátir fyrir það sem þeir fá. Þínir fá ekta kósí kvöld. Hlýjar kveðjur í snjóinn
Dísa (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 09:26
Það þyrfti að klóna svona konur eins og þig Ásthildur mín, - sem leyfa unglingunum að leika sér saman, eða lana eða bara hvað sem er til að hjálpa þeim að feta sig í lífinu. Samveran er gulls ígildi. - Ruslið er smáatriði.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2011 kl. 10:25
Takk Birna Dís mín, já þau hafa það gott hér einhverra hluta vegna.
Takk Kidda mín.
Einmitt Milla mín, við eigum þennan fallega fjörð og litirnir eru aldrei fallegri en í skammdeginu. Já ég er spennt að sjá útkomuna. Gæti ef til vill stolist til að setja inn nokkrar myndir, ljósmyndarinn lofaði að senda mér nokkrar.
Takk Guðrún María mín.
Takk sömuleiðis Helga mín.
Innilega takk fyrir þessi orð Jóhanna mín. Ég hef bara svo gaman af að sjá þau glöð og innileg, það er svo mikið gott í þessum unglingum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 11:06
Flottar myndir /Kveðja
Haraldur Haraldsson, 6.11.2011 kl. 11:59
Takk fyrir innlitið Haraldur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 14:14
Lanið er gott - maður veit þá hvar maður hefur strákana. Veit reyndar ekki hvort þetta fer vel með heilann á þeim - en varla þó verr en öll ólyfjanin sem jafnaldrarnir eiga það til að láta ofan í sig sér til skemmtunar. Sendi þér hlýjar kveðjur í kúluna. Gaman að fá umfjöllun um ykkur í bók :o)
Dagný, 6.11.2011 kl. 18:14
Takk Dagný mín, jamm þeir slógust og ærsluðust svona inn á milli, en allt í góðu drengirnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 18:55
Gaman að fá að kíkja svona í "heimsókn" til þín... takk fyrir mig
Jónína Dúadóttir, 6.11.2011 kl. 23:53
Já verst að geta ekki boðið þér upp á kaffi Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.