30.10.2011 | 21:34
Uppskera og smá hugleiðing í kjölfarið.
Jæja þá er búið að "harvesta" vínberin. Ég fékk krakkana mína til að aðstoða mig við að klippa klasana niður.
Ég á nefnilega frekar óhægt með að "klifra"svona.
Veit ekki hve mörg kíló voru þarna, en það var töluvert, allavega þannig að ég gat ekki lyft balanum.
En blessaðir unglingarnir mínir eru betri en enginn, þannig er það bara.
Ég fékk lánaðan stiga frá vinnufélögunum þeir eru auðvitað bestastir.
Ég ætla mér að prófa að gera úr berjunum rauðvín, hvort það tekst svo kemur í ljós, en það er bara svona tilraun til gamans.
ég er búin að pressa það og setja í bala til gerjunar. Svo er bara að sjá hvort þetta tekst hjá mér. Sá þetta í ferð til Þýskalands, þar sem bóndinn var búin að týna berin og fór með okkur Birgit vinkonu minni gegnum ferlið. Nú er að bíða í hálfan mánuð og þá á að pressa safann frá berjunum.
Já þetta kemur allt saman í ljós í fyllingu tímans.
Ég er annars búin að vera dugleg við að ganga frá garðplöntustöðinni, þó ég eigi ennþá eftir að koma í hús ýmsu sem þarf að hlú að.
En er ekki alltaf eitthvað sem þarf að hlú að? Ég þarf til dæmis að fara að skoða hvort músin er lifandi ennþá, og hvort hún borðar, ef hún til dæmis borðar eitthvað þá er von um að hún hafi slysið af. Mér líður eins og rasista, hef hampað Brandi, Snúð, Píppi og öðrum dýrum, en svo kemur lítil mús, og ég fer svona með hana. Sársaukahljóðið í henni er ennþá í eyrunum á mér. Sumum hlýtur að finnast þetta vera bölvar prump. En það verður þá að hafa það. Ég ét dýr sem hefur verið slátrað. Geri slátur og ýmislegt. Ég ét fisk og finnst hann góður, en þoli ekki að horfa upp á veiðimennsku. Samt veit ég að það er spurningin um að éta eða verða étin, og við þurfum að afla okkur matar.
Ef ég ætti þess kost að geta lifað án þess að borða dýr eða grænmeti, þá myndi ég einfaldlega gera það. Já það kemur meira hér. Ég hef samviskubit yfir að skera niður tómata, og setja kartöflur í pott til suðu. Þetta er reyndar hlægilegt fyrir flesta. En þetta er bara svona, samt lifi ég ágætis lífi tiltölulega hamingjusöm. En það er bara þetta með að lifa og deyja. Að fá allavega að fara með reisn.
Hér áður fyrr þá þökkuðu veiðimenn (indíjánar) fórnardýrum sínum fyrir að fá að eta þau. Þeir sýndu allavega það að þeir virtu fórnarlömb sín og þökkuðu þeim tilveru sína. Í dag sér maður veiðimenn hreykja sér af því að skjóta dýr eins og rjúpur, gæsir og hreindýr. Það er ekki til í dæminu að þeir hugsi fallega til fórnarlambanna, heldur er mest um vert að veiða sem mest og helst að fá myndir af sér og veiðinni í blöðum og sjónvarpi.
Annars er ég alger tvískinnungur í þessu öllu en geri mér grein fyrir því sjálf. En eitt er alveg víst að tilgangslaus dráp erum mér alls ekki að skapi. Þetta hef ég innprentað mínum börnum og barnabörnum alveg frá fyrstu tíð. Hvort sem það eru skordýr, dýr, plöntur eða fiskar, hvað sem er. Að drepa sér til ánægju er hermennska og ekki síður villimennska sem á ekki að líða. Segi og skrifa.
Ég er auðvitað stórskrýtin en þannig er ég bara, og það verður að hafa það. Eða eins og ég segi, ef fólk getur ekki tekið mér eins og ég er, þá verður bara að hafa það. Þá er hvorki ég né þau að missa af neinu. Og ég segi bara góða nótt elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margir veiðimenn eru í góðum tengslum við náttúruna og tel ég mig vera einn af þeim. Ég þekki vel til manna (ég hef ekki enn komist í þennan hóp, það er einfaldlega ekki pláss fyrir mig) Þessir menn fara alltaf í viku ferð upp í fjallakofa sem einn þeirra á en þar er mikið af veiðivötnum og í þeim mikið af fiski. Þarna veiða þeir alla vikuna og svo tína þeir líka b því ein af reglunum er að þeir mega aldrei veiða meira en þeir borðaog ef þeir tíndu ekki ber myndu þeir sennilega drepast úr leiðindum. Mér er sérstaklega minnisstætt fyrsta flugukastnámskeiðið sem ég fór á. Þetta var meira en kastnámskeið því leiðbeinandinn kenndi okkur flest sem maður þarf að vita um veiði og ekki síst umgengni á veiðistöðum. Meðal annars skikkaði hann alla sem voru á námskeiðinu til þess að kaupa "rotara" hann sagði að menn ættu að sýna bráðinni virðingu og gera dauðastundina eins stutta og hægt væri, það væri eitthvað það ömurlegasta sem hann sæi, væri þegar einhver væri búinn að landa fiski og skimaði svo í kringum sig eftir grjóti til að rota fiskinn með. Þetta viðhorf hans vakti mann svolítið til umhugsunar um lífið og tilveruna og ekki síst að við eigum að lifa með náttúrunni ekki á henni. En nú ætla ég að hætta þessu (vona að þessi lestur sé ekki of þreytandi). Eigið góða nótt í kúlunni...............
Jóhann Elíasson, 30.10.2011 kl. 22:36
Þetta er ekki þreytandi Jóhann heldur gott mál. Frændur mínir eru svona líka, Atli og svo veiðibræður sem kalla sig með öngul í rassi, þeir hafa klippt agnhaldið af flugunni svo þeir geti með góðu móti sleppt smáfiski. Auðvitað eru alltaf til menn sem virða náttúruna, en svo eru hinir umhverfissóðarnir sem þarf að brýna fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 22:52
Mér finnst þú frábær eins og þú ert, einmitt vegna þess að þú ert nákvæmlega eins og þú ert
Jónína Dúadóttir, 30.10.2011 kl. 23:21
Æ takk elsku Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:24
aldeilis flott uppskera!
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.10.2011 kl. 23:33
Já Jóhanna mín, ég er búin að eiga þessa plöntu í nú yfir þrjátíu ár, og nú er hún virkilega farin að gefa mér góða uppskeru. Hvernig svo sem ég geri mér mat úr henni, ef til vill er hægt að gera sultu úr berjunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:39
þetta er frábært hjá þér Ásthildur...þó hlítt sé á Eldfjallinu hér í Eyjum vex ekki vínber,en Kerla mín bakar stundum Rúgbrauð í holu þar. Ég verð að virða líf Rúpunar í ár og ég sem ætlaði vestur í Djúp,því ég fékk smá hland fyrir Hjartað segja Doktorarnir hér að ég megi ekki fara til Fjalla,fyrst ég er ekki með Gróðurhús eins og þú þá sætti ég mig við reykkofan sem ég er með og nú hangir þar mikið af Kjöti en engin Vínber....Takk fyrir skemtilega Pisla....
Vilhjálmur Stefánsson, 30.10.2011 kl. 23:41
Vilhjálmur vildi að ég ætti svona reykingakofa afi minn reykti altaf kjöt fyrir fjölskylduna og vini og vandamenn. Það er ekki sama að borða heimareykt kjöt og hangikjöt út úr búð. Ef ég kem til eyja heimsæki ég ykkur og sníki gurme rúgbrauð hjá konunni þinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.