Mýs og menn.

Já ég hef orðið vör við mús, eða mýs, vonandi bara mús í húsinu mínu.  Hún hefur verið að skjótast hér og þar, nú eru hvorki Snúður eða Brandur til staðar, svo það eru góð ráð dýr.

Ég vildi fá lánaðan kött systur minnar, en þar sem tengdadóttir mín átti þessar fínu gildrur bauðst hún til að koma þeim fyrir á góðum stöðum í húsinu.  Ég sagði henni að ég gæti ekki vitjað gildranna, því ég get bara ekki horft upp á svona dráp. Blush Nú vantar tilvinnanlega eiginmanninn til að bjarga þessu, því það er eiginlega dálítið óþægilegt að hafa þessi blessuð dýr upp um allt og inn um allt.

Nema gildrurnar hafa verið hér um hríð, og ég bað Úlf að líta eftir þeim.   Og svo í morgun kom hann inn til mín og sagði; amma það var mús í annari gildrunni, og hún er ekki dáin, hún er slösuð hvað á ég að vera við hana. Ég er búin að gefa henni ost.  Ég heyrði hana veina og fór að gá, hún er örugglega brotinn eða eitthvað. 

Ég hafði reyndar líka heyrt þessi vein, þegar ég skrapp niður í morgun og datt svo sem í hug að það væri mús, en hugsaði með mér, mýs veina ekki.

Nú var mér allri lokið.  Settu hana í kassa, sagði ég, svo sjáum við til.

Og nú er músin komin í kassa með kodda og sæng og ost.  InLove

250PX-~1

Ég veit að mér er ekki við bjargandi.  En svona er þetta bara.  Nú hef ég mestar áhyggjur af að hún þjáist, og hvort ekki ætti að fá dýralækninn tengdadóttur mína til að koma og líta á hana. 

Það sem ég er ánægð með er hvernig drengurinn brást við.  Með kærleika og umhyggju, þó það væri "bara" mús sem ætti í hlut.  Eitthvað hef ég gert rétt í uppeldinu.

Annars er ég að fara að klippa niður vínberin mín.

IMG_0101

Þau eru girnileg, ég er að spá í að reyna að gera úr þeim rauðvín.  Veit ekki hvort það tekst.

IMG_0102

Ætla allavega að prófa. Ef einhver er með góða ábendingu verður hún vel þegin.

IMG_0103

Fékk líka þessar fínu perur, rosalega safamiklar og góðar, en bara tvær, enda er tréð ekki gamalt.

IMG_0100

Og squas svona líka flott.

Jæja við sjáum hvað setur með músarræfilinn.  'Eg veit ekki hvort ég vil heldur að hún lifi eða deyji.  En ég ætla allavega að taka niður gildrurnar.  Nógu slæmt er að drepa þessi dýr með einnu snöggu höggi, en að særa þær svo að þær þurfi að liggja og veina af sársauka, þagnað til einhver kemur og bjargar þeim er of mikið fyrir mig.  Þannig er það bara. 

Eigið annars góðan dag elskurnar.Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Sæl Ásthildur.

Líkar vel mest af skrifum þínum og oftast sammála.

Hógværð og kurteisi kemur góðum málum áfram.

Bestu kveðjur Kári. 

K.H.S., 30.10.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottir ávextir hjá ykkur.  Væri gaman að smakka vínberin.  Vona að ræfils músin komi sér bara út, gæti ekki drepið mús, elska dýrin of mikið til þess.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2011 kl. 13:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir orð þín Kári, þau gleðja mig.

Já Ásdís mín, vínberin eru sæt og góð.  Ef til vill full seint týnd, en vonandi tekst mér að búa til úr þeim rauðvík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 13:54

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já nú vantar Brand alveg sárlega.  Þú hugsar til mín þegar þú færð þér rauðvín, osta, rifsberjasultu, kex og vínber...

Jóhann Elíasson, 30.10.2011 kl. 14:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhann ég skal meira að segja skála fyrir þér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 15:56

6 Smámynd: Kidda

Ég gæti ekki verið með músagildru, jafnvel ekki setja Ljóna í að veiða mús. Vínberin virka æðislega góð, vonandi gengur vel með rauðvínsframleiðsluna úr þeim. Ég væri búin með þau það er sem sé góð ávaxtarækt hjá þér.

Knús í ávaxtakúluna

Kidda, 30.10.2011 kl. 16:03

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín þetta er allt að koma út betur ogbetur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 16:08

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff já - ég setti einu sinni músagildru í kjallarann og svo þegar ég heyrði smellinn gat ég ekki á heilli mér tekið. Mér fannst hræðilegt að vera búin að drepa músina.

Vildi samt alls ekki hafa hana í kjallaranum. Þær eru skaðræði þessi grey þegar þær eru komnar inn. Bezt væri ef maður gæti hengt mynd upp úti við af dauðri mús í gildru og þær myndu átta sig á skilaboðunum...... 

Hrikalega eru þetta girnilegir ávextir hjá þér.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2011 kl. 16:29

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það kom einu sinni mús inn til Dóru minnar á Húsavík, nú það varð að fá lánað búr sem ekki drepur þessar litlu sætu, en óhafandi í húsum mýs, hún kom í búrið svo ók amma þeim upp í fjall til að hleypa henni út, segi eins og þú elskan, svona er þetta bara, yndislegt er börnin eru svona góðhjörtuð.

Glæsilegir ávextir hjá ykkur.
Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2011 kl. 17:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið.  Já Hrönn mín ég er með rosalegt samviskubit yfir ræflinum, veit ekki hvernig hún hefur það, og því síður hvað ég geri ef hún lifir af og verður til dæmis lömuð eða eitthvað þannig. 

Ég átti svona gildru Milla mín, fékk hana hjá músavinafélaginu hans Magnúsar Skarphéðinssonar.  En er búin að týna henni, ég fór með þær upp á lóð þegar þær komu inn var búin að útbúa holu með matarforða.  Já ég veit mér er ekki viðbjargandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband