Gott mál Lilja og Atli.

Mér sýnist einhvernveginn að Samfylkingarmenn séu að fara á límingunum yfir þessum fréttum.  Ef til vill sjá þeir sína sæng útbreidda.  Því ef Lilja og Atli standa fyrir nýju framboði, þá gæti svo farið að þeim myndu fylgja nokkrir fleiri, eins og Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja og Ögmundur, sem öll hafa á einn og annan hátt orðið fyrir barðinu á Elítunni innan VG.  Bjóðist þeim að komast í samstarf við fleiri aðila sem bera hag landsmanna fyrir brjósti og standa við gefinn kosningaloforð, er aldrei að vita hvað gerist.  Reyndar segir eitthvað mér að nú sé borin von að ríkisstjórnin geti losað sig við Jón Bjarnason, eins og þau langar svo mikið til.  Ekki er að stóla á rithöfundinn eins og síðasta uppákoma hans sýndi, þegar hann gekk gegn flokksmönnum sínum og gekk í lið með andstæðingum. 

Já ég segi eins og Þorgerður Katrín; það eru spennandi tímar framundan fram eftir helgi. 


mbl.is Lilja og Atli segja sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Ásthildur. Það er nú nokkuð ljóst að nýr flokkur kemur fram. Guðmundur Steingríms, Besti flokkurinn og einhverjir úr Samfylkingunni eru  í undirbúningi með flokk sem hefur fengið vinnuheitið Gums. Þessi nýji flokkur verður að læra af mistökum nýrra flokka síðustu árin og byggja á sterkari hugmyndafræði. Ef Lilja og Atli Gísla koma með er nokkuð ljóst að um afar sterkan flokk getur verið að ræða.

Sigurður Þorsteinsson, 29.10.2011 kl. 09:08

2 Smámynd: Kidda

Þetta er mjög gott hjá þeim, framtíðin verður svo að skera út um hvað kemur í framhaldinu .

Kidda, 29.10.2011 kl. 09:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Lilja og Atli fara ALDREI í "drullupyttinn" hans Guðmundar Steingríms,  fyrir það fyrsta þá eru þau ekki "Evrópudindlar" svo virðist ekkert vera á stefnuskrá þess framboðs nema "innlimun", sem getur nú ekki verið að skapi mikið fylgi til lengri tíma litið. 

Jóhann Elíasson, 29.10.2011 kl. 09:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður ég hef litla trú á að Lilja og Atli fari fram með Guðmundi og có. Í fyrsta lagi þá er þeirra framboð myndað utan um ESB inngöngu.  Það myndi aldrei ganga upp við Lilju og Atla.  Í öðru lagi er ég dálitið hugsandi yfir þessari tiltrú á Guðmund Steingrímsson, því það litla sem ég hef séð frá honum um stefnumál, en nákvæmlega þetta ESB og búið.  Allt hitt er bara almennt tal um frelsi og ný vinnubrögð.  Ekki orð um hvernig eigi að haga þessu.  Og þegar þar á ofan bætist að þetta er hugsanlega plott hjá Össuri, þá finnst mér framboðið ekki kræsilegt.  Ég vil þá allavega sjá og heyra afdráttarlausa yfirlýsingu frá Guðmundi um að þetta sé ekki rétt.  En ég hvergi séð neitt slík. Ég hef miklu meiri trú á að þau fari fram með Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni og jafnvel fleiri slíkum og jafnvel Frjálslyndaflokknum, og svo grasrótinni sem verið hefur að mótmæla undanfarið.  Hef ekkert fyrir mér í því annað en að það er að verða til afl meðvitað eða ómeðvitað, sem gæti orðið sterk hreyfing fólk sem við vitum fyrir hvað stendur. 

Ég held að við séum búin að fá nóg af svona prumpframboðum þar sem foringinn er aðallega að sækjast eftir þægilegu þingsæti, en hefur ekki mikið meira fram að færa.  Svo sagði við mig maður um daginn; það er eiginlega eins og hann nenni þessu ekki.  Og ég hallast að því að það sé rétt, sem aftur rennir stoðum undir kenninguna um plott Össurar.

Já Kidda mín ég vona svo sannarlega að eitthvað gott komið út úr þessu öllu hjá okkur, þ.e. land og þjóð.  Við erum að fara í gegnum hreinsunareld sem er ekki þægilegur, en vonandi bíður grænt gras og gullnir hagar handann við hornið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 09:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú tókst orðin út úr munninum á mér Jóhann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 09:54

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Ásthildur.......  Við erum greinilega á svipuðum slóðum...................................

Jóhann Elíasson, 29.10.2011 kl. 10:16

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur og Jóhann þetta er sennilega hárrétt hjá ykkur.

Sigurður Þorsteinsson, 29.10.2011 kl. 10:55

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það  er stitra í kosningar en þið haldið.....

Vilhjálmur Stefánsson, 29.10.2011 kl. 11:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að þau viti það líka, nú þegar frú Jóhanna af öllum er lögst í ferðalög.  Þetta hefur verið vitað meðal þeirra sjálfra nú um nokkra hríð, ég held að ég merki það á ýmsu smálegu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 11:56

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ánægð með þau

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2011 kl. 12:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Loksins er eitthvað af viti að fara af stað, kvarnast daglega úr fjórflokknum, vonandi veit þetta á gott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 13:04

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábært hjá þeim og ég mun styðja þá sem þora.

Sigurður Haraldsson, 29.10.2011 kl. 22:35

13 identicon

Vil sjá Hreyfinguna, Hagsmunasamtök heimilanna, Frjálslinda, þjóðarflokkinn og Lilju,sameinast fyrir næstu kosningar.

Það mun ekkert breytast nema fólk taki höndum saman, því fjórflokkurinn ræður yfir miklu fjámagni, og öllum helstu fjölmiðlum í landinu.Þannig að það er við ofurefli að etja fyrir alla sem reyna framboð.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 22:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál Sigurður.

Jón mikið er ég sammála þér með þetta.  Það væri það besta sem gæti komið fyrir okkur öll sem viljum breytingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 23:19

15 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég ætlaði til Rjúpna vestur í Djúp..En er hættur við og fer á smkundu hjá VG á Akureyri og athuga hvort selt sé veiðleyfi á Steingrím og c/o.þetta er meiri glæpaspírurnar sem hópuðust um Steingrím.Landráða Fólk sem heillast af manni sem vill þjóðinni alt hið vesta.

Vilhjálmur Stefánsson, 29.10.2011 kl. 23:35

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er bara ótrúlegt sem maður er að heyra.  En svo skrýtið sem það er, þá kemur þetta bara alls ekkert á óvart.  Þessi maður er fyrir löngu síðan búin að rústa öllum trúverðugleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 23:47

17 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil - sem og aðrir gestir, þínir !

Ásthildur !

Því miður; hafa þau Lilja og Atli gefið, nákvæmlega sömu forsendur, til tortryggni, sem aðrir samþingmanna þeirra.

Því; skyldum við ekki, ganga að neinu gruflandi, um þeirra meintu afrek - á komandi tíð, svo sem.

Ekki; lét Atli sjá sig, á fundi starfsmanna, Réttargeðdeildarinnar að Sogni, á Fimmtudaginn var, einungis 4 Suðurkjördæmis þingmanna mættu, ásamt örfáum sveitarstjórnarmanna, úr nágrenninu - enginn, úr Hveragerðis- og Kotstrandar skírum, en Guðfinna Þorvaldsdóttir úr utanverðu Rangárþingi mætti, við annan mann, þó svo enginn starfsmanna Sogns, búi austan Þjórs ár.

Hafði verið; gerður góður rómur, að komu þeirra Guðfinnu - sem og tölu hennar, á fundi þeim.

Þannig að; þið sjáið í hendi ykkar, Ásthildur mín - að lungi ísl. stjórnmála manna, hugar einungis, að eigin bakhluta, og þörfum hans.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /   

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 00:10

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er að vísu mikið til í því Óskar minn.  En einhversstaðar þarf að byrja þetta bara gengur ekki lengur.  Ekki þar fyrir að ég mun halda mig við minn flokk, því ég veit að þar fara öðlingar sem ég þekki og veit að vilja vinna að hag samfélagsins, en ekki bara sínum eigin rassi.  Og þó það leynist eitthvað slíkt þá mun það bara ekki ganga lengr, ég mun aldrei styðja fólk sem svíkur gefin loforð.  Það er álveg á hreinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 00:20

19 identicon

Sæl á ný; gott fólk !

Vopnaðir Byltingarverðir; í anda bræðra minna Hvítliða í Rússlandi - svo og Kuomingtang í Kína, eru einu raunhæfu svör Íslendinga, eftir spellvirki stjórnmálamanna - persónulega; vil ég útrýma ísl. stjórnmálamönnum, með varanlegum útlegðardómum, þeim; til handa.

Byltingarverðir; aftur á móti, skipuðu sér í ráð og nefndir, á eigin forsendum - ekki flokka, eða klíkuhópa, af öðru tagi.

Þannig; sæi ég fyrir mér, mögulega endurreisn, íslenzks samfélags, kæra Ásthildur.

Með; ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 00:31

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hér er allt komið sem ég vildi til málanna leggja,þá segi ég bara.flokkur að nafni Þjóðarflokkurinn auglýsir oft á Útv. Sögu. Ekki man ég allar heitstrengingar hans,en minnist samt að hann vill afnema verðtrygginguna svo og er á móti ESB. Í hjarta mínu kýs ég alla flokka sem eru á móti ESB,en ég ætla að hafa atkv. mitt löglegt,fái ég upplifað þá "innstu þrá" eins og B.G.og Ingibjörg sungu um árið,en hún er að sjá þessa stjórn út í móa.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2011 kl. 01:19

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessari færslu átti að fylgja kærar kveðjur og góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2011 kl. 01:21

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðan daginn Helga mín og Óskar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband