28.10.2011 | 21:32
Svona smáhugleiðing um hvað er að gerjast í þjóðfélaginu okkar í dag.
Frá 15. október mynd frá Rakel Sigurgeirsdóttur.
Fólk segir að það breytist ekkert, er vonlítið um að ná fram réttlæti og sanngirni í þjóðfélaginu. Ég hef verið að hugsa aðeins um þetta. Og verð að segja að það kemur upp í huga minn dropinn holar steininn.
Það hefur eitthvað gerst. Ég held helst að það hafi byrjað þegar kárahnjúkavirkjunin var á dagskrá, sérstaklega þegar Ómar Ragnarsson leiddi 12.000 manns niður Laugaveginn. Það var fyrsta sprungan. Síðan hefur smátt og smátt verið að opnast gátt, þrátt fyrir einlægan vilja forystumanna í pólitík til að halda flóðbylgjunni í skefjum.
Bara fyrir nokkrum árum gagnrýndi enginn opinberlega forystumenn stjórnmálanna, allavega ekki þá sem mest höfðu völdin. Það var hvíslað í hornum og eldhúskrókum, en enginn opnaði sig upphátt, nema einstaka fólk sem þorði að tala upphátt. Þá var hægt að koma fram sumstaðar undir dulnefni. Þannig byrjaði gagnrýnin fyrst. Þá opnaðist önnur flóðgátt.
En fólk talaði ennþá fyrir daufum eyrum og fílabeinsturninn hækkaði eins og nefið á Gosa við hverja atlögu almennings sem var gerð að ímynd þeirra háu herra og frúa sem þar voru innanborðs.
En það sat í fólki þessi 12.ooo sem gengu niður Laugaveginn. Og þegar Búsáhaldabyltinginn fór af stað, eða öllu heldur Hörður Torfason, og síðan búsáhaldabyltinginn þá var rofið skarð í vegginn. Meira að segja stjórnmálamenn létu sjá sig, að vísu andstæðingar stjórnarinnar, en takið eftir líka stjórnarsinnar sem komu gagngert til að egna til óeirða og skapa óróa svo lögreglan gæti skorist í leikinn. En þá voru líka fjölmiðlar með í leiknum, það voru beinar útsendingar af mótmælafundum og ræðurnar í beinni fyrir okkur hin sem heima sátum og áttum þess ekki kost að komast. Stemninginn skilaði sér beint í hús.
Mynd frá Guðna Karli Harðarsyni, frá mómælastöðu við Hörpuna.
Það sem gerðist var að ríkisstjórnin féll. Það var auðvitað ekki bara út af mótmælum, heldur hafði komið alvarlegt babb í bátinn, þar sem bankahrunið var skollið á.
Þeir stjórnmálamenn sem mest höfðu haft sig í frammi, þá er ég ekki að tala um Hreyfinguna, heldur Vinstri græna komust þá til valda með aðstoð Framsóknarflokksins.
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að berjast fyrir því að við gengjum í ESB. Þetta voru mestu pólitísk mistök nýju ríkisstjórnarinnar, því ekki bara að annar flokkurinn var yfirlýstur andstæðingur ESB og hafði í kosningabaráttu fullyrt að aldrei gengju þeir í ESB, og neituðu líka aðkomu AGS, heldur var þjóðin klofin í tvennt um það hvort hún ætti að afsala sér frelsi sínu til erlendra yfirvalda.
Þvínæst kom skollaleikurinn um að "kíkja í pakkann" sem var ekkert nema lygi, það var nefnilega ljóst frá upphafi þeim sem voru í forsvari fyrir ferlið að það væri ekki í boði að "kíkja" í neinn pakka, heldur um að ræða aðlögunarferli. Hvernig forystumenn þjóðarinna héldu að þeir gætu klórað sig út úr því veit ég ekki. Sennilega máltækið Den tid den sorg.
Svo fór smátt og smátt að renna upp fyrir fólki að stjórnvöld voru að vefa sér klæði úr engu. Þetta var einhvernveginn happa og glappa aðferðir sem slysast var til að gera stundum rétt og stundum rangt. Og nú mátti ekki senda út beint frá mótmælum, það var skrúfað fyrir allt svoleiðis og ekki einu sinni fréttir af útifundum.
Nú hafa stjórnvöld þurft að éta ofan í sig beiska köku í sambandi við Icesave og neyðarlögin. Nú mæra þau aðstöðuna eins og þau hefi hvergi nærri komið. Segjast allan tíman hafa vitað að þetta færi svona.
Það ætti eiginlega að spila aftur vælið og hrakspár þessa fólks, svo menn myndu hvernig þau töluðu allt niður, sniðgengu kosningar og reyndu að fá fólk til að annað hvort samþykkja eða sitja heima. Kúpa norðursins og o.s.f.v.
Nú er svo komið að hvað sem þetta fólk segir þá má það þakka þjóðinni og forsetanum fyrir að hafa haft vit fyrir þeim.
Neyðarblys, mynd frá Guðna Karli Harðarssyni. Mótmæli við Hörpuna.
En það eru sem sagt að verða þáttaskil. Raddir sem reyndu að telja okkur trú um að okkur bæri skylda til að borga Icesave, við værum svikarar og níðingar á gömlu fólki og hjálparstofnunum og ég veit ekki hvað, hafa þagnað smátt og smátt, nema einstaka sem reyna af veikum mætti að segja okkur hinum óupplýstu og vitleysingum að við verðum að ganga í ESB, það sé eina leiðin til bjargar. Meira að segja verkalýðsforkólfur hefur margmisnotað aðstöðu sína við að básúna þetta og níða niður íslensku krónuna.
Svo kom þessi ráðstefna, Þar sem ég held að forsvarsmenn þjóðarinnar hafi haldið að þeir myndu fá klapp á bakið, því þau eru sjálf svo sannfærð um að þau hafi unnið svo vel að allt sé á uppleið efti ræðum þeirra að dæma.
Þau urðu að hlýða á það af hendi útlendra sérfræðinga að þetta hefði mistekist að hluta til, og að draumurinn um evruna og ESB væri rugl. Eftir því sem mér skilst þá voru sumir þeirra sem töluðu digurbarkalega um góða aðkomu AGS en voru kveðnir í kútinn af gestum ráðstefnunnar sem komu vel undirbúnir til leiks. Og ekki bara það, heldur stendur einn ráðherrann upp og segir að hann viti betur en nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Man einhver eftir orðinu "endurmenntun" þegar verið var að gagnrýna of stjóra banka?
Mynd frá Guðna Karli, maðurinn er eyland.
Ef við skoðum hlutina nokkur ár aftur í tímann, þá sjáum við að það mátti til dæmis ekki ræða um kvótamálin, það mátti ekki minnast á að í þeim fælist lögbrot og landeyðingarstefna. Það mátti ekki tala um bankastjóra og ofurlaun. Morgunblaðið bar höfuð og herðar yfir öll dagblöð og þar fengust ekki birtar greinar sem ekki voru hagkvæmar stefnu flokksins. Svo var líka um mörg önnur þjóðþrifamál. Ritstjórar voru einvaldar og gátu sorterað úr hvað væru "fréttir" og hvað ekki.
Með tilkomu almennrar internetsnotkunnar, þá smám saman breyttist þetta, umræðan varð opnari og líka harðari. En samt var sterkur varnarmúr um stjórnmálamennina, allan fjórflokkinn.
Í dag skynja ég að þetta er að breytast, þeir eru komnir í bullandi vörn, og í stað þess að standa keikir og segja okkur það sem þeir vilja að við heyrum, er komin vælutónn í þá og vörn. Þeir eru farnir að átta sig á því að fólkið getur hvenær sem er tekið völdin. Og það sem meira er að það er að renna upp fyrir fólkinu líka. Það eigum við forsetanum fyrst og fremst að þakka, því eftir að hann hætti að mæra útrásarvíkingana, snéri hann sér að því að velja lýðræðið og fólkið fram yfir pólitíkusana. Til þess hafði hann rétt sem hann notaði til skelfingar stjórnálamönnunum. En síðast og ekki síst okkar grasrótarfólki sem hefur unnið þrekvirki bæði með mótmælum, borgarafundum og samstöðu, en líka samtök eins og Hagsmunasamtök Heimilanna sem hefur reynst betri en enginn.
Þess vegna hatar elítan forsetann og telur sig geta sýn honum alla þá óvirðingu sem það á til, en virðist ekki átta sig á því að hver sem situr á forsetastóli er þjóðkjörinn fulltrúi fólksins í landinu og með því að úthrópa hann, úthrópar það okkur líka sem þjóð.
Það er margt ágætt sem þessi ríkisstjórn hefur gert að mínu mati, hún hefur stöðvað álvitleysuna, og sett útgerðarmennina í grátkór, og ótta við að missa réttindi sem þeir hafa aldrei átt að fá. Sláturleyfishafar eru af sama meiði, þar þarf að vera óhræddur að skera upp það kerfi og leyfa bændum að slátra og fullvinna afurðir sínar.
Hins vegar hefur hún á sama hátt lagt dauða hönd á alla aðra fjárfestingu og ný sprotafyrirtæki með skattabrjálæði sínu, svo engum heilvita manni dettur í hug að auka við fyrirtæki sitt, fjölga starfsmönnum eða byrja nýja starfssemi.
En ég segi við getum séð ef við lítum til baka að við höfum náð árangri, við erum búin að sýna tennurnar og hramminn og þetta fólk er farið að ugga um sinn hag. Sem það má svo sannarlega því það er löngu kominn tími á suma þeirra að draga sig í hlé.
Núverandi ríkisstjórn hefur verið óspör á að segja okkur að hér hafi orðið hrun og það sé allt sjálfstæðismönnum að kenna. Skauta yfir hverjir voru með þeim í stjórnum og hverjir það hafa verið sem hvað lengst hafa verið við kjötkatlana í lykilhlutverkum. Þess vegna fannst mér svo frábært svar sem ég sá á einu blogginu hér, sem ég hef fengið leyfi til að birta hér. Innleggið er eftir Benedikt V. Warén
Og hljóðar svo:
"Það er með ólýkindum hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus og eru iðnir við að kenna Sjálfstæðis- og framsóknarflokknum um að bera einir ábyrgð á einkavæðingu bankanna.
Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingarinnar velja að fara fram með í þessu máli. Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.
http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html
"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."
Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?
http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25
Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991 voru ekki bara framsóknar menn þar mátti einnig finna:
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, á taflborði stjórnmálanna?
Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið. Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut.
Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni.
Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995) voru m.a. kratarnir:
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993)
iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?
Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.
Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri. Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.
Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið?
Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata.
Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð. Þegar sagan er skoðuð í samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.
Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt.
Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna sem skipta máli, ekki hvaða kennitala flokkarnir bera í dag.
Það eru líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á brúnni."
Svo mörg voru þau orð. Svo það er ekki hægt að segja að það hafi bara einn eða tveir flokkar staðið að þessu hruni sem hófst fyrir svo löngu síðan og þarna eru lykilpersónur sem eru við stjórnvölin enn þann dag í dag, OG ERU EKKERT Á FÖRUM SAMANBER FORSÆTISRÁÐHERRA SEM VAR KLÖPPUÐ UPP EINRÓMA Á LANDSFUNDI UM DAGINN.
Það hefur margt áunnist þó það sjáist ef til vill ekki með berum orðum. En það sést ef maður skoðar málin vel og hlustar á það sem menn segja, hvernig þeir segja það og helst hvað þeir segja EKKI.
En nú er þetta orðið alltof langt og enginn nennir að lesa svona langan pistil. En hversu mikið hefur áunnist kemur í ljóst á næstunni hef ég trú á. Eigið notalegt kvöld.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Notalegt kvöld??? Sveitungar mínir að tapaí Útsvari!!Akueyringar góðir. Ég heyrði ekki betur en Steingrímur segði að hann og V.G. vildu ekki í Esb. eitthvað vefst sá málflutningur fyrir mér.
Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2011 kl. 22:10
Það er hægt að segja um þann mann með sanni; Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Hann var líka ánægður með að neyðarlögin héldu, maðurinn sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um þau á sínum tíma. Hann kann greinilega ekki að skammast sín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 22:31
Góður pistill hjá þér Ásthildur eins og venjulega...nema....að ég sé að þú ert í þessum VG og Samfylkingarhópi í atvinnumálum um að vilja "eitthvað annað"?? Veistu hvað virkjanirnar og álversmiðjurnar hafa skapað okkur miklar tekjur og eiga eftir að gera.? Ég skil aldrei þetta hatur og ofstopa út í þessar framkvæmdir. B.kv.
Aðalbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 00:43
Fyrir mér er það ekki hatur og ofstopi Aðalbjörn. Málið er að rafmagnið og jarðhitinn eru takmörkuð auðlind, og þess vegna þarf að nota hana skynsamlegar. Ég er nefnilega á því að það sé hægt að nota hana með meiri skynsemi. Þá vil ég til dæmis benda á að lækka rafmagn til garðyrkjubænda til að rækta grænmeti og ávexti sem er alveg kjörið hér á okkar landi. Það myndi spara gríðarlegan gjaldeyrir, því við gætum ræktað mikinn hluta þess grænmetis sem við neytum sjálf hér heima. Þetta er flutt með flugvélum langt að, og enginn veit hvaða eiturefni notuð hafa verið á ökrum. Einnig bendi ég á ýmsan iðnað, eins og hér er að fara í gang verksmiðja við að herða ál, hlutir sem hafa verið framleiddir hér fyrir vestan, síðan sendir til Þýskalands í þessa herðingu og til baka aftur til frekari vinnslu.
Það er margt hægt að gera. Mest liggur á að stjórnvöld skapi skilyrði fyrir áhugasamt fólk til að skapa framleiðslu og atvinnu, og láti síðan markaðinn í friði. Eins og er, þá vilja þessir aðilar hafa allt í sinni greip deila og drottna, og þar af leiðandi vill enginn byrja á neinu nýju svo heitið geti. Þau verða annað hvort að skilja að svona yfirgangur skilar engu og beinlínis drepur allt niður, eða bara viðurkenna að þau ráði ekki við verkefnið og fari frá, sem væri reyndar það besta í stöðunni. Þakka þér annars hlý orð og innlit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 03:20
Kæra Ásthildur. Frábær skrif hjá þér og orð í tíma töluð. Hér í Washington fylki voru meir en 40 álver. Þeim hefur öllum verið lokað, nema einu, sem enþá skrimtir. Ástæðan var að álver eru ekki arðbær atvinnurekstur. Hér eru Boeing flugvélaverksmiðjurnar stór atvinnuvegur með yfir 100þúsund manns í vinnu. Microsoft stækkar og stækkar og allt í kringum það fyrirtæki. Sjúkrahús má nefna sem stóratvinnuveg. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á því sviði. Ný sjúkrahús rísa, allt háhýsi, 12 hæðir eða meir. En það sem ég vildi segja en ekki þegja, að þrátt fyrir allt þetta vesin er landbúnaður langstærsti atvinnuvegur fylkisins. Grænmeti er þar efst á baugi, bæði tómatar oa. Grænmetisrækt er ein stærsta og elsta atvinnugrein mannkyns. Auðvitað erum við að tala um stórframtak til útflutnings og gleði fyrir alla landsmenn. Hræddur er ég um að þessir blessaðir ferðamenn, sem allt virðist snúast um, liði betur í gróðurlindum náttúrunnar en við reykspúandi mengandi álver, í eigu úitlendinga.
Björn Emilsson, 29.10.2011 kl. 17:08
Gott hjá þér Asthildur að rifja upp söguna. Gamli blogg DV ritstjórinn heggur í sama farið. Allt Davíð og Geir að kenna. Með aðkomu Davíðs í islensk stjórnmál upphófst mesta framfaratímabil í sögu þjóðarinnar, þrátt fyrir þvæling vinstri og framsóknarmanna.
Björn Emilsson, 29.10.2011 kl. 17:15
Takk fyrir innlitið Björn. Já ég er alveg viss um að ef betur færi hlúð að landbúnaði, og þá á ég ekki við styrki, heldur að gefa bændum meira svigrúm til að hantera og selja sjálfir afurðir sínar hvort heldur kjöt eða grænmeti, þá gæti það skapað mikinn gjaldeyri og gert landið sjálfbærara.
Sammála þér með álverin og aðrar reykspúandi risaverksmiðjur. Þær eru banabiti inn í framtíðina. Okkur ber að virða landið og vernda fyrir komandi kynslóðir.
Og já það er ekki allt satt sem gjammað er þegar menn eru að reyna að troðast fram fyrir og sitja við kjötkatlana, þá er gripið til upphrópana. Oft er gott að skoða það sem raunverulega gerðist, og hverjir voru þar að verki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 18:26
Ágæta Ásthildur. Ég er að mörgu leyti sammála þér, en bendi þér og öðrum á grein í Mbl laugardag 29.okt eftir Jakob Björnsson fyrrv. orkumálastjóra sem ég er mjög sammála. Sem sagt, það er nóg orka til á Íslandi.!
Aðalbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 02:06
Er það ekki eftir því hvernig við lítum á hvað er orka Aðalbjörn. Ég man eftir konu sem kom í veg fyrir að Gullfoss yrði seldur. Þá ætluðu "framsýnir" menn Einar Ben til dæmis að virkja þann foss.
Ég held að við þurfum aðeins að staldra við og skoða málin, þú fyrirgefur en ég gef ekki mikið fyrir álit og skoðanir þeirra sem hafa verið í forystu í orkugeiranum, þeir hafa yfirleitt viljað virkja allt sem hreyfist, án tillits til náttúrunnar sjálfrarl.
Þakka þér annars þitt innlegg og innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 10:21
Mér skilst að ég hafi síst efni á að kvarta undan löngum pistlum ;-) þannig að ég læt það vera og læt nægja að þakka þér gagnmerk skrif sem ég vona að þú eigir eftir að harma svolítið duglega á. Bæði það sem varðar að hlutirnir hafi breyst og svo það sem þú minnir á yfirlitið undir lokin.
Svo er ég virkilega sammála þér um þennan vælutón og þessa vörn sem er komin í valda- og eignastéttina! Þau vilja ekki horfast í augu við staðreyndirnar en þau finna þefinn af endalokunum...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.10.2011 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.