23.10.2011 | 14:47
Já er það Álfheiður Ingadóttir.
Þetta er vandamál sem við kannski losnum við á næsta ári, sagði Álfheiður.
Já ég ætla nú bara að segja það að hvort sem ríkisstjórn og alþingi hafa sett sér siðareglur eða ekki, þá fara þau ekki eftir þeim sjálf. Bullið í Birni Val um fosetaræfilinn og nú þetta.
Ég ætla að segja ykkur Álfheiður Ingadóttir að það er móðgun við okkur öll íslendinga þegar þið fólkið sem var kosið til að vinna fyrir þjóðina á alþingi hagar sér eins og verstu götustrákar. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að með svona framkomu lækkið þið einfaldlega siðferðisstandard þjóðarinnar.
Fyrir nú utan Álfheiður að mín persónulega skoðun er sú að ég get varla beðið eftir að losna við þig og þína líka af alþingi, og vona svo sannarlega að við getum kosið um það, áður en forsetakosningar fara fram. Þið eruð ykkur sjálfum og þjóðinni til háborinnar skammar að kunna ekki lágmarks háttvísi. Þið sem ættuð að ganga á undan með góðu fordæmi.
Ég er öskureið yfir svona ummælum, segi og skrifa. Og ég ætla að segja það hér líka að fari svo að forsetinn kjósi að bjóða sig fram aftur mun ég með glöðu geði veita honum atkvæði mitt. Það þarf nefnilega mann á forsetastól sem er með bein í nefninu og vinnur fyrir þjóðina en ekki klíkuna á alþingi. Þið eruð komin langt út fyrir allt velsæmi og ættuð í raun að hafa verið sett af fyrir nokkrum mánuðum.
Það er einmitt við svona ömurlega framkomu ykkar alþingismanna sem maður fyllist vissu um að það verði að losna við ykkur sem fyrst burt úr þinghúsinu. Þið eruð til skammar og ekki þess verð að sitja þarna inni. Enda sést að virðing fyrir bæði ykkur og stofnuninni sem slíkri er í sögulegu lágmarki, og það er einungis ykkar eigin framkoma sem hefur komið ykkur í þann farveg.
Þessi vanmáttarkennd og öfund ykkar út í vinsældir forsetans eru ömurlegar. Hann hefur sýnt og sannað að þegar á móti blés stóð hann með þjóðinni, þó þið séuð enn að reyna að hampa útrásinni og þátttöku hans í henni, eins og þið hafið þar hvergi nærri komið. Málið er að fólk treystir forsetanum þ.e. hinn venjulegi íslendingur, þó ykkar áhangendur og flokksdindlar reyni að gjamma með ykkur í svívirðingum og lítilsvirðingu.
Áfram Ólafur Ragnar ég skora hér með á þig að bjóða þig fram eitt kjörtímabil í viðbót. Það er greinilegt á þessum skordýrum að þau þola ekki að þjóðin fái neitt að segja um framtíð sína og skuldbindingar.
Utanþingsstjórn strax og kosningar fljótlega Takk.
Og bara eitt að lokum; Skammist þið ykkar ef þið kunnið það þá.
Eigum kost á að skipta um forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem betur fer höfum við mann eins og hann Ólaf, sem slær á puttann á þessu liði þegar að það fer gegn alþýðu manna og ætlar sér að leggja þvílíkar ís klyfjar á það, eins og það sé ekki búið að níðast nóg á alþýðunni. Og auðvitað vill þetta lið losna við Ólaf, sem er sú hindrun sem stendur með alþýðu manna gegn ólögum Brusselssleikipinnanna.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 14:58
Nokkurn vegin svona varð mér innanbrjósts þegar Álfheiður kom með þessi ósmekklegu ummæli sín. Takk fyrir góða grein..
Jóhann Elíasson, 23.10.2011 kl. 14:59
Sammála!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2011 kl. 15:08
Heyr heyr !
Jónína Dúadóttir, 23.10.2011 kl. 15:09
Ekki viðhafði hún oprðbragðið skítlegt eðli.
Hver viðhafði það á þingi aftur ?
hilmar jónsson, 23.10.2011 kl. 15:09
Góður pistill og ég mun kjósa Ólaf aftur bjóði hann sig fram, það er á kristaltæru! Þessar lyddur sem sitja við völd núna ættu að hafa vit á því að segja af sér, en þetta er víst verndaður vinnustaður.
Sævar Einarsson, 23.10.2011 kl. 15:12
Vel mælt Ásthildur
Jónatan Karlsson, 23.10.2011 kl. 15:13
Heyr heyr !!!
Jón Á Grétarsson, 23.10.2011 kl. 15:18
Komdu sæl Ásthildur
Takk fyrir þessa grein, Bjöllusauður alþingis er söm við sig sé gert rétt fyrir hin almena íslending þá er það rangt í augum og gjörðum hennar svo einfalt er það, ég mun styðja ólaf ef hann býður sig fram aftur.
Jón Sveinsson, 23.10.2011 kl. 15:21
Hvað er Ríki Komonistinn Álfheiður Íngadóttir að rífa kjaft,er öllum til skammar á þingi.
Vilhjálmur Stefánsson, 23.10.2011 kl. 15:54
Hvar voru siðarreglur Álfheiðar þegar hún og maður hennar settu fiskeldið á hausinn og þjóðin borgað tapið upp á 600 til 800 milljónir.?
Hefur einhver fundið þær ?
Rauða Ljónið, 23.10.2011 kl. 16:00
Takk fyrir innlitið öll. Já Hilmar, það var Ólafi Ragnari ekki til hróss að mæla svo, enda fékk hann skömm í hattinn fyrir. Það samt sem áður afsakar ekki framkomu annara á þingi. Þetta er að mínu mati nauðvörn, þegar svo er komið að menn þurfa að "benda á eitthva verra" til að réttlæta sitt fólk ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 16:03
Alveg er það á tæru að ég mun kjósa Ólaf til forseta aftur ef hann býður sig fram sem hann gerir vonandi. Hins vegar vildi ég losna við þessa kvensnift út úr stjórnmálum og hún má taka Svandísi með sér.
Kidda, 23.10.2011 kl. 16:20
Það er útbreiddur misskilningur að ÓRG hafi forðað þjóðinni frá því að greiða fyrir Icesave með því að vísa lögum um Icesave-samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfir þeim málum hefur forsetinn engin völd og hvað sem honum finnst um réttmæti Icesave-krafna þá er það ekki hans að skera úr um þær. Það sem hann gerði var að neita að skrifa undir lög um samninga við Breta og Hollendinga og þar með var málið tekið úr fasa samninga og sent í dómsmál, gegn eindregnum ráðleggingum samninganefndar Alþingis og yfirgnæfandi meirihluta alþingismanna. Niðurstaða dómsmálsins er enn ekki fengin en yfirgnæfandi líkur eru á að það falli okkur í óhag og þess vegna vildu Alþingi og samninganefndin semja. Ef EFTA-dómstóllinn kemst að því að við verðum að greiða innistæðutryggingarnar, eða alla innlánsupphæðina -- sem við verðum að vona að gerist ekki -- og þá sitjum við í súpunni með engan samning og kannski enn hærri skuldir en við hefðum þurft að greiða ef samningar hefðu staðið. En forseti vor þarf ekki að kljást við þau vandamál, því að hann er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum sínum eins og allir vita. Við skulum því spyrja að leikslokum áður en við dásömum ÓRG fyrir að verja rétt okkar eða fyrir að standa með þjóðinni!
Pétur (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 16:23
Pétur, það er búið að staðfesta neyðarlögin ítrekað. Hæstiréttur og ESA. Væru þau ólögleg þá væri búið að afnema þau og taka af gjaldeyrishöft m.a. Það eru engar líkur á að kröfuhafar vinni þetta mál sitt, þvert ofan í þessar gölnu fullyrðingar þínar. Forgangurinn stendur.
Það hefur enginn sagt að Ólafur hafi forðað okkur frá Icesave. Hann stóð aðeins undir því að sinna embættisskyldum sínum og lýðræðisskyldum. Nokkuð sem fasistaflokkur Samfylkingar er æfur yfir. Jóhanna er örg yfir því að þurfa að lúta Hæstarétti, örg yfir því að vera ekki æðri forsetanum og örg yfir því að þurfa að hafa stjórnarandstöðu til að þvælast fyrir sér. Hún tíundar þetta skýrt í setningarræðu sinni.
Ólafur verður kosinn forseti. Hafðu engar áhyggjur af öðru. Kúlulánadrottningin og styrksukkarinn Álfheiður hefur nú bara styrkt hann í sessi. Ég vil raunar draga hana fyrir rétt og láta loka hana inni, eins og eðlilegt hefði verið í raunverulegu réttarríki.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 16:38
Heil og sæl Ásthildur Cesil - og já; aðrir gestir þínir, einnig !
Pétur (í athugas., nr. 14) !
Jú; reyndar, var það á valdi Ó.R. Grímssonar eins, skv. hinni fornu Stjórnar skrá, að skipa málum með þeim hætti, sem varð, ágæti drengur.
Ég er ekki alveg; að átta mig á röksemdafærzlu þinni, að öðru leyti, Pétur minn.
Hvaða aðrir kostir; voru í boði, fyrir Íslendinga - í ljósi þess mikla tjóns, sem stjórnmála- og fjárglæfra afæturnar, voru búnar að koma landsmönnum í ?
Og munum; Helvítis blaðrið, í Jóni Baldvin Hannibalssyni um árið - þegar hann ló því upp í landsmenn, að Íslendingar fengju allt, fyrir ekkert, með ESS svika- og ólöglega pretta samningnum, sem þau Davíð Oddsson, og snobb kerlingin kunna, Vigdís Finnbogadóttir hjálpuðu J.B. Hannibalssyni, að pretta inn á Íslendinga, gott fólk.
Vitaskuld; hefir Ó. R. Grímsson ýmsa vankanta til að bera, en hann stóð þó í sína fætur - ekki ólukku hjúin Jóhanna og Steingrímur, eins, og við munum öll.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 16:39
Af öllum gegnrotnum spillingarpésum Íslenskra stjórmála, þá á Álfheiður sennilega vinninginn. Það er ekki lítið. Væri hún með siðferðisvitund, þá gengi hún með hauspoka.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 16:41
Trúlega var það ekki ein af embættisskyldum forsetans að "bjarga" þjóðini frá eftirstöðvum Icesave málsins!
Hann nýtti engu að síður þá möguleika sem stjórnarskráin gaf til að almenningur gæti gefið skoðun sína á lausnunum sem ríkisstjórnin valdi í því máli og mér skilst að í því sambandi hafi hann haldið sig innan síns starfssviðs skv. núverandi stjórnarskrá.
Það er ekki hlutverk Forseta Íslands " að verja rétt okkar eða fyrir að standa með þjóðinni" í sambandi við endanlega lausn Icesavedeiluna. Það hlutverk hvílir á öxlum ríkisstjórnarinnar.
Agla (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 16:46
Tek undir með Pétri, ÓRG virðist hafinn yfir gagnrýni hjá mörgum, kannski hefði forseti Alþingis átt að spyrja spurninguna um siðarreglur forsetaembættisins, en hefði svarið orðið annað ? það leyfi ég mér að efast um. Aðdáedaklúbburinn ætti að athuga að ÓRG var ekki kosinn rússneskri kosningu, og það er fullt af fólki sem fær upp í háls að hlusta á sjálfshólið í ákveðinni persónu !!!!!
Snorri Gestsson, 23.10.2011 kl. 16:57
Jón Steinar. Þetta mál snýst ekki um neyðarlögin -- sem ESA úrskurðaði að stæðust EES-samning -- eða forgangskröfur í búið, heldur hugsanlega mismunun á grundvelli búsetu/þjóðernis og vanefndir við innleiðingu laga um innistæðutryggingar. Það er ljóst að enginn dómur hefur fallið enn og því hefur ekki verið skorið úr málinu og enginn veit með vissu hvernig það fellur. Aftur á móti er ljóst að Lee Bucheit, Lárus Blöndal og Bjarni Ben., sem allir lýstu yfir efasemdum um kröfur Breta og Hollendinga, töldu betra að semja því að það væri ekki áhættunnar virði að fara með málið í hart. ÓRG og meirihluti þjóðarinnar var annars sinnis. Við sjáum til hvernig málið fer.
Pétur (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 17:04
Ólafur er alls ekki hafin yfir gagnrýni Snorri, en fólk eins og ég býst til varnar þegar kjörnir fulltrúar landsins eru jafn siðlausir og ókurteisir og raun ber vitni bæði hvað varðar Álfheiði, Jóhönnu, Steingrím og Svandísi, þau ráðast á manninn af því þau þola ekki að þau séu ekki einráð um hvað þau gera.
Hvað varðar Icesave þá er það nauðvörn hvers þjóðfélags að vernda þegna sína, í því skjóli er hægt að skálka gagnvart forgangskröfum og því sem kallað er mismunun.
Mér finnst stundum eins og sumir hér "vilji endilega" að við töpum máli við ESA. Því miður fyrir þá er nokkuð ljóst að málið er í kyrrstöðu og verður það áfram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 17:59
Bottom linið á vondu máli er það að FÓLK TREYSTIR EKKI RÍKISSTJÓRNINNI LENGUR FYRIR FJÖREGGI SÍNU. Enda von því þau hafa sýnt og sannað að það eins sem þau sjá framundan er ESB. Því miður fyrir íslenskan almenning sem vill endurreisn og frjálst Ísland. Ég er ekkert frá því að á sínum tíma muni þetta fólk allt þurfa að svara fyrir sig hjá landsdómi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 18:01
Ég er svo innilega sammála þér Ásthildur..Ég þoli ekki hroka..Álfheiður sýndi af sér bæði hroka og ókurteisi..Ég skrifa nú ekki oft bloggfærslur en mér ofbauð og varð!!!!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.10.2011 kl. 18:21
Þú ert með þetta eins og vanalega Ásthildur.
Það er kostulegt að fylgjast með kjökri vinstri manna yfir forsetanum. Ófarir núverandi stjórnar eru alveg örugglega ekki honum að kenna. Þau völdu sjálf að lýsa yfir stríði við þjóðina með því að semja við ESB/kröfuhafa um skuldir heimilanna og Icesave. En hvað átti forsetinn að gera? Átti hann að hundsa áskoranir 40.000 kjósenda fyrir gamlan kunningskap við útbrunnið Alþýðubandalagsfólk?
Ég gef Álfheiði Ingadóttur og Birni Val ca. 5% möguleika á endurkjöri. Forsetinn ætti að vera nokkuð öruggur um 4 ár í viðbót ef hann kýs að fara sig fram.
Seiken (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 18:28
Verður ekki að liggja fyrir stefna í þessu atriði til þess að hægt sé að dæma Pétur? Þessi meinta mismunun er hvorki meiri né minni en sjálfir Bretar beittu í sínum aðgerðum. Þetta er hluti neyðarlaganna, ef það hefur farið fram hjá þér, að ganga svona frá hlutunum. Ein rölleiðslan, sem Árni Páll sendi til ESA er einmitt varðandi það að í raun hafi engin mismunun átt sér stað. Forgangurinn einskorðaðist ekki við þjoðerni heldur innistæðueigendur án tillits til þjóðernis. Það eru fleiri en Íslendingar, sem eiga innistæður í Íslenskum bönkum, ef það hefur farið fram hjá þér.
Þú ert að bergmála hræðsluáróður Þórólfs Matt og álíka snillinga, sem er löngu orðinn úreltur. Það liggur við að maður skynji einhverja óskhyggju hjá þér að allt fari hér á versta veg, bara svo þið getið sagt "Sagði ég ekki.."
En eins og ég segi, bíðum bara og sjáum. Ástæðan fyrir athugasemd minni er sú fullyrðing þín um að við munum líklega tapa dómsmáli, sem enn hefur ekki verið höfðað. Þú veist bara ekki rassgat um það.
Af hverju hafa bretar og hollendingar ekki enn stefnt okkur? Jú að hluta til vegna þess að allar líkur eru á að það innheimtist fyrir kröfunum, en fyrst og frems vegna þess að þeim hugnast ekki sú niðurstaða að gera ríkið ábyrgt fyrir tryggingasjóðum bankanna. Það kæmi öllum þessum þjóðum afar illa og er risk sem enginn er tilbúinn að taka. Krafan er nefnilega einsdæmi og ástæðan augljós að þetta sé ekki sá háttur sem hafður er á. Tryggingasjóðir í bretlandi eiga ekki nema brotabrotabrot upp í þá upphæð sem inn á reikningum situr og sú upphæð er margföld þjóðarframleiðsla þessara ríkja. Að setja slíkt lagafordæmi þýðir því að kalla yfir sig þjóðargjaldþrot ef einkageirinn spekúlerar sig út úr kortinu.
Ertu að ná þessu?
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 18:42
Innustæðusjóðir í þessum löndum duga fyrir falli eins miðlungsstórs banka. Meltdown eins og nú blasir við myndi þýða raðgjaldþrot þjóðanna og því er það frumskilyrði að bankarnir beri einir ábyrgð á sinni áhættu. Bankar eru í eðli sínu gjaldþrota. Enginn þeirra á fyrir innistæðuunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 18:47
Takk fyrir innlitið SIgurbjörg og þið hin. Mikið skil ég að þú hafir ekki getað setið á strák þínu, Álfheiður misbíður öllu skynsamlegu fólki.
Takk Sheikan við erum nú yfirleitt sammála á þesstum vettvangi,og það er vel.
Vel mælt Jón Steinar eins og þín er von og vísa. Nei hann mun ekki ná þessu, fólkið sem er að verja núverandi stjórnvöld eru bæði með leppa fyrir augum, eyrum og nefi. Eina sem þau eiga eftir er skítkast út í þá sem þeir telja að standi í vegi fyrir þeim. Lýðræði??? hvað er nú það???
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 18:49
Hin kosturinn var að láta allt rúlla hér og þá hefðu allir tapað öllu. Það hugnast þér kannski betur af því að það hljómar einhvernveginn eins og jöfnuður. Allir jafn gjaldþrota.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 18:50
Ástæða neyðarlaganna, hryðjuverkalaga og bankabeiláta var ein og aðeins ein. Ótti manna við að fólk þyrptist í bankana til að taka út sparifé sitt. Peningar sem ekki voru til. Niðurstaðan hefði nánast orðið verri en global kjarnorkustríð. Alger auðn. Algert hrun. Þú hefur náttúrlega enn ekki spekúlerað í þeirri hlið af þér er svo umhugað um að bakka ekki með ógrundaðar fullyrðingar þínar. Þetta er mannlegur brestur, cognitive dissonance. Afar þekkt fyrirbrygði hjá trúarofstækisfólki, sem neitar að horfast í augu við staðreyndir sem ganga gegn sannfæringu þeirra t.d.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2011 kl. 19:01
Hvernig sem þetta Icesave dómsmál fer þá er það bara afleiðing af þeirri vegferð sem mikill meirihluti þjóðarinnar vildi fara í. Það er ekki hlutverk forsetans að reyna að stöðva það ferðalag.
Hins vegar þá erum við svo lánsöm, að jafnvel þó að við verðum dæmd til þess að greiða einhver ósköp af peningum inn í ESB hítina, þá eigum við ennþá slatta af Samfylkingarfólki með óendanlega stóran greiðsluvilja. Þessi mannskapur hefur á öllum stigum málsins verið tilbúinn að greiða allt sem hefur verið upp sett og sjálfsagt að gera ráð fyrir því að við getum kafað í þeirra vasa, ef það er eitthvað sem stendur útaf þegar málaferlum lýkur.
Seiken (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 19:03
Já einmitt Seiken, þeir rífa auðvitað upp veskinn med det samme og borga með glöðu geði ekki satt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 19:26
Álfheiður er hvöss og gekk of langt í þetta sinn. Hvað forsetann varðar má hann gjarnan sitja kjörtímabilið í sátt við mig, en eftir það óska ég honum góðrar hvíldar frá jobbinu .Það er kominn til að skipta þeim báðum út og svo endalaust mörgum öðrum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 23.10.2011 kl. 19:38
Ábending til Snorra Gestssonar hér að ofan!
Á vissan hátt var jú Ólafur Ragnar kosinn sk. rússneskri kosningu síðast. Semsagt sjálfkjörinn án mótframboðs , því slíkan stuðning hafð hann meðal þjóðarinnar ,að enginn treysti sér á móti honum.
Kristján H Theódórsson, 23.10.2011 kl. 19:43
Sammála Bergljót mín eitt kjörtímabil og svo hvíld, á meðan þurfum við að taka allverulega á lýðræðinu og tryggja að það sé virkt.
Var ekki Jóhanna kosin rússneskri kosningu í gær Kristján? Ef til vill af því að engin þorði á móti henni, eða .... var það ef til vill af því að enginn vill koma nálægt þessu ná-pleysi sem Samfylkingin er í dag?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 20:06
Góður pistill Ásthildur ,og það annað sem þið hafið til málanna að leggja her .Eg er bæði hneyksluð og reið og vil bara þetta ömurlega fólk burtu frá Rikisstjórn og Alþingi áður en stórslys verður!! ( nóg er þegar )og fæ ekki skilið hvað gerir að þetta lið er ekki löngu útrekið ??? Eg sver eg skil það ekki ,kanski skiljið þið á hverju það hangir ,ekki vinsældum, ekki vegengni, Er það landsmanna samstöðuleysi ,sem það strandar á?? En forsetann stið eg til næstu 4 ára .............
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 20:18
Komið þið sæl; að nýju !
Ragnhildur H. !
Sofanda háttur Íslendinga; er þeirra alversta helzi - sem fótakefli.
Ég hefi margsinnis; boðið fram liðstyrk minn, á minni síðu, fengist fólk til, að fara að þeim Jóhönnu og Steingrími; persónulega - já; mætti lumbra á Bjarna og Sigmundi Davíð einnig; og berja þau hressilega, sem I. viðvörun, áður en lengra yrði haldið. Undirtektir; við minni hvatningu, voru vægast sagt, dræm ar, gott fólk.
Þannig vinna; og unnu - bræður mínir, Falangistar á Spáni (Francós menn), svo og, í Líbanon (Gemayels menn), þegar á þurfti / og þarf. að halda.
Enda; ALVÖRU Hægri menn, þar á ferð, gott fólk, sem kunnugt er.
Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 21:34
Ragnhildur þakka þér þitt innlegg, já það má spyrja sig af hverju við höfum ekki neitt réttar okkar og komið þessu liði frá. Af hverju enginn í raun og veru stígur á bremsuna, því það er svo augljóst að þau þverbrjóta allar reglur og lög þetta fólk, og svífst enskis.
Óskar minn við skulum ekki að svo komnu máli "lumbra" á neinum, en nota í þess stað sverðið beitta vopnið sem að lokum mun vinna "orðið" höldum áfram að hola steininn, hún stækkar dag frá degi meðan við nennum og viljum segja okkar meiningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 21:47
Sæl; enn á ný, öll !
Ásthildur Cesil !
Ég get ekki að því gjört; þó ég sé ekki al- íslenzkur, að uppruna.
Hið Asíska blóð; sem í mér vætlar, að nokkru, á líkast til sinn þátt, í heipt minni - sem hefnigirni, gagnvart ýmsum óþokka öflum.
Þar; liggur nú megin skýringin, á mínum viðhorfum - örugglega all drunga legum, að ykkur flestum finnst, með réttu, gott fólk.
En; sjáum hverju fram vindur, á komandi misserum, svo sem.
Með; hinum beztu kveðjum - sem öðrum áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 21:56
Óskar ég skil þig vel, ég er svo sem ekkert betri að þessu leyti. Við berum sömu ósk íbrjósti að þessum ósóma ljúki sem fyrst svo heilbrigt samfélag geti myndast og fólki geti farið að líða betur. Það er líka vegna þess að við skynjum það sem aflaga hefur farið, öfugt við fílabeinsturnbúana sem sjá ekkert, heyra ekkert og halda að allt sé bara í fína lagi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 22:07
Jón Steinar minn. Málið er það að Bretar og Hollendingar stefna okkur ekki neitt. Málið er fyrir EFTA-dómstólnum sem sker úr um ábyrgð Íslendinga. Þar er dæmt um hvort Íslendingar hafa brotið EES-samninginn eða ekki. Ríkisstjórnin, og meirihluti Alþingis, vildi semja um málið frekar en fara með málið í hart. ÓRG og meirihluti þjóðarinnar var annarrar skoðunar. Því er málið nú fyrir dómstólum. Meirihluti Íslendinga virðist trúa ÓRG að hann hafi reddað málinu, en það gerðist ekkert annað en það að það fór úr einum fasa (samningaleið) yfir í annan (dómstóla). Á endanum lendir brúsinn á íslenskum skattgreiðendum. Ef búið getur greitt skuldina, fínt, en hvers vegna vorum við þá að eyða tveimur árum í að rífast um það? Hefði þá ekki verið betra að hafa tekið fyrsta Icesave-samningum og snúa okkur að öðru? Vandinn við dómstólaleiðina er sá að ef við töpum málinu þá erum við í mjög vondum málum því að við höfum engan samning og þurfum að leita að leiðum til að greiða það sem á okkur fellur. Fólk sem rífst og skammast um þetta mál í allar áttir virðist ekki hafa hugmynd um hvar það stendur, og það veldur mér áhyggjum.
Pétur (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 22:42
Nei hættu nú alveg Pétur. Málið fór ekki fyrir Efta dómstólinn. Það er ESA sem var að skoða hvort ætti að kæra niðurstöðuna. En þeir sögðu jafnframt að ef eignasafn bankans dyggðu fyrir skuldum þá væri ekki ástæða til málaferla. Með því að hafna Icesave þá höfnuðu Íslendingarþví að gefa ríkisábyrgð á skuldir einkabanka. Þar af leiðandi þá var því hafnað af þjóðinni að fólkið í landinu bæri ábyrgð á skuldum útrásarvíkinga.
Ekki skrifaði ég undir neitt, og sennilega ekki þú heldur. Bretar og Hollendingar ábyrgðust skuldbindingar fyrir sitt fólk, án þess að fá leyfi hjá íslendingum, fólkið í Bretlandi og Hollandi hefur fengið sitt, þó má segja að græðgi hafi leitt þá til að fjárfesta í eins ótryggum banka og Icesave var. Því þeim átti að vera tryggðir hærri vextir en aðrir bankar treystu sér til. Það eitt og sé hefði átt að vera þeim rautt spjald. Talandi um ábyrgðarleysi íslendinga.
Faðir minn tapaði fleiri milljónum á bönkunum, og allir þeir peningar sem ég hélt að myndu falla í minn hlut þegar ég væri orðin gömul brugðust. Faðir minn var heiðarlegur maður, og átti peninga, þeim var stolið af honum af sömu hvötum og útlendinganna sem fjárfestu í Icesave. Hann ætlaði að græða meira rétt eins og þeir, en komst að því að þeir menn sem hann treysti voru glæpamenn. Þetta leiddi raunar til ótímabærs dauða hans. Sem ég skrifa á útrásarvíkinga okkar.
Ef þetta er svona erfitt fyrir ykkur að takast á við, þá vil ég líka að mér sé bættur skaðinn af þeim þjófnaði sem faðir minn varð fyrir. Og auðvitað eruð þið Icesave menn tilbúnir til að draga upp veskið og borga, ég skal setja hér inn bankanúmer og kennitölu þar sem hægt er að borga inn á svo ég geti átt góða daga það sem eftir er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 23:16
Áshildur. Takk fyrir pistilinn. Það þarf að segja sumt á kjarnyrtri íslensku, og dugar þó ekki, til að ná í gegn hjá fólki eins og Álfheiði Ingadóttur. Auðvitað var þessi yfirlýsing hennar í dag góð aðvörun og áminning um að kjósa rétt í næstu forsetakosningum. Ég mun kjósa Óla ef það verður í boði. Ekki vegna þess að ég dýrki hann neitt sérstaklega, heldur vegna þess að hann kann að fara eftir stjórnarskránni og virða lýðræðið. Það er ekki svo lítil ástæða, þrátt fyrir allt sem áður hefur mátt um hann segja.
Minni á það sem Eva Joly ráðlagði íslendingum á sínum tíma um Icesave, að við mættum ekki finna uppá að borga Icesave. Og af hverju skyldi sú ágæta og reynslumikla kona hafa ráðlagt okkur það? Enginn þekkir spillinguna í Evrópu eins vel og Eva Joly. Ekki einu sinni hin freka Álfheiður Ingadóttir, ESB-sinni, sem segist ekki vilja í ESB, en hatast út í forsetann fyrir að fara eftir stjórnarskránni, virða þjóðarviljann og þvælast fyrir ESB-umsókn Álfheiðar gervi-VG-konu.
Pétur. Ágreiningsmál skal leysa fyrir dómstólum. Það er hið eina rétta, en ekki láta tækifæris-skoðanir spilltra stjórnmálamanna og flokka skera úr um svo umdeilt mál sem Icesave er. Til þess eiga dómsstólar að vera. Við hvað ert þú svona hræddur, að láta þetta fara fyrir dómstóla? Treystir þú ekki Evu Joly?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.10.2011 kl. 23:46
Takk fyrir innlitið Anna Sigríður og gott innlegg. Nei Pétur og hans líkar vilja ekki horfast í augu við sannleikann, þar er betra að berja sér í brjóst og verja það sem óverjandi er að annara mati. Ömurleg afstaða satt að segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 23:55
Sammála, Ásthildur
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 12:27
Takk fyrir það og innlitið Gunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 12:28
Þakka þér fyrir greinina Ásthildur, það er sama hvaða skoðun menn hafa á forseta lýðveldisins, það verður að sýna embættinu tilhlýðilega virðingu, og það verður líka að gera þá kröfu til þeirra sem við kjósum á þing að þeir geti tileinkað sér einföldustu mannasiði.
Kjartan Sigurgeirsson, 24.10.2011 kl. 13:00
Já það er mín meining líka Kjartan, þakka þér fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 13:22
Ásthildur! Takk fyrir. Pétur þú þarft að vita um hvað þú ert að tala! Það kemur betur út fyrir þig!
Eyjólfur G Svavarsson, 24.10.2011 kl. 17:32
Já einmitt Eyjólfur. takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 20:13
Sammála, Ásthildur
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 10:11
Takk Helgi gott að vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 10:48
Ef EFTA-dómstóllinn kemst að því að við verðum að greiða innistæðutryggingarnar, eða alla innlánsupphæðina -- sem við verðum að vona að gerist ekki -- og þá sitjum við í súpunni með engan samning og kannski enn hærri skuldir en við hefðum þurft að greiða ef samningar hefðu staðið.
EFTA dómsstóllinn má dæma sig bláan í framan ef hann vill, en staðreyndin er sú að hann hefur ekkert lagalegt gildi hér á Íslandi, EFTA dómsstólinn getur ekki dæmt ríki til að greiða bæturm.
Ef bretar og hollendingar vilja málið fyrir dómsstóla þá þurfa þeir að koma hingað til Íslands, því Íslenskir dómsstólar eru þeir einu sem geta dæmt okkur til að greiða nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að málið tapast fyrir dómsstólum þá værum við samt LANGTUM betur sett með það þó það færi á versta veg heldur en ef við hefðum samþykkt icesave nauðungina, því við gætum greitt þetta í Íslenskum krónum, það yrðu engir vextir, við fengjum allt þrotabúið til að greiða innistæður (í staðin fyrir 51% samkvæmt icesave) og samkvæmt okkar reglum er hámarkið ~20.000 evrur ekki 100.000 eins og bretar og hollendingar vilja tryggja.
Jón Steinar minn. Málið er það að Bretar og Hollendingar stefna okkur ekki neitt. Málið er fyrir EFTA-dómstólnum sem sker úr um ábyrgð Íslendinga. Þar er dæmt um hvort Íslendingar hafa brotið EES-samninginn eða ekki.
Það er nú akkúrat málið, þetta er það eina sem þeir geta dæmt um er hvort við höfum brotið gegn EES-samingnum og það eina sem þeir geta gert í því máli er að segja honum upp, sem væri í raun ekkert vont fyrir okkur þar sem við eigum fyrir fínan viðskiptasamning sem er en virkur,samningur sem var notaður í viðskiptum við ESB áður en EES var tekinn upp.
Icesave skiptir okkur Íslendinga ekki neinu máli í dag, þeir einu sem þurfa að hafa afskipti af vegna icesave er tryggingainnistæðusjóðurinn (sem hvorki Íslendingar né ríkisstjórnin þurfa að bera ábyrgð á) og þrotabú gamla landsbankans.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.10.2011 kl. 13:45
Þakka þér fyrir innlitið og innleggið þitt Halldór.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 14:42
Komdu sæl Asthildur og takka ter fyrir tetta innlegg,tetta er bara sanleikurin,og annad er eg hef fylgst med Evropupolitikini i mørg ar og tad hefur ALDREI svo mikid sem kvarlad ad mer ad Tyskaland og Frakland asamt storum hluta teirra landa sem adild eiga ad Eu muni nokkurntima taka i mal ad far i løgsokn a okkur vegna Icesave,til yess eru upphædirna alt of litlar en ahættan er alt of stor,fyrir evropska fjarmalakerfid,ef farid yrdi i domsmal ta yrdu afleingarnar ju ekki bara her a landi gleimum tvi ekki.
Þorsteinn J Þorsteinsson, 25.10.2011 kl. 16:13
Þorsteinn takk fyrir innlitið, þetta er nákvæmlega mín tilfinning líka. Þetta eru smáaurar í öllu þessu ferli, og áhætta bæði Breta og Hollendinga of mikil, því þó þeir myndu vinna, þá tapa þeir um leið, miklu stærra en sá vinningur yrði nokkurntímann. Enda með þjóðaratkvæðagreiðslunni höfnuðum við þjóðarábyrgð á þessum Icesave samningi. Svo það er út af borðinu.
Það á bara eftir að skoða eftirmálana og gjörðir ráðamanna, ef réttlæti er til, munu þeir verða dregnir fyrir landsdóm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.