18.10.2011 | 12:44
Bloggpistill frá Ástu Hafberg og snjóamyndir frá Ísafirði teknar í morgun.
Ég ætla að birta hér frábæra bloggfærslu frá Ástu Hafberg með hennar góðfúslega leyfi.
Um hvað snýst gjáin?
Við höfum öll heyrt og talað um gjánna á milli þings og þjóðar og hvernig hún virðist bara breikka og breikka.
Við tölum um að þau skilji ekki hvað almenningur sé að vilja með því að standa og mótmæla fyrir utan alþingishúsið trekk í trekk. Þau tala sjálf um að þau skilji það ekki og fara beint í flokkstúlkanir á því hvers vegna við stöndum þarna.
Ég hef sjálf verið að hugsa mikið um það undanfarið. Um hvað snýst þessi gjá og getum við brúað hana.
Að mínu mati er hún tvískipt. Í fyrsta lagi snýst hún um að ákvarðanir inn á þingi eru illa að þjóna hagsmunum almennings á þessum samdráttartímum. Svo virðist sem að tölur þær sem þingmenn eru að vinna eftir séu allt aðrar en við sem búum út í þjóðfélaginu erum að spila með til framfærslu bara til að taka dæmi. Samkvæmt línuritum sjáum við að hér allt á uppleið, en ég hitti fáa sem virkilega finna fyrir því að svo sé. Við höfum horft upp á niðurskurð og skattaækkanir á aðra höndina og svo undarlegar ákvarðanir eins og hátæknisjúkrahús meðan að sjúkrahúskerfið er skorið niður í ekki neitt. Sem sagt það er ekki neitt rökrétt samhengi sýnilegt í því sem er verið að gera.
Á hinn bóginn snýst þessi gjá meira og meira um það að eftir hrun varð viss hugarfarsbreyting hjá almenningi. Hún kom ekki strax en hefur verið að fæðast í rólegheitunum og er farin að taka á sig skýrari mynd.
Sú hugarfarsbreyting hefur gert það að verkum að erfitt hefur verið að skilgreina hverju er verið að mótmæla undanfarið. Málið er nefninlega það að í samfélaginu eru hugmyndir á sveimi um breytt kerfi hvað varðar stjórnsýslu og fjármálakerfi. Þær fæðast ekki fullmótaðar heldur sveima um og taka breytingum eftir því sem við höldum áfram að tala um þær.
Við héldum líklega flest öll að þegar að ný stjórn tók við yrði eitt af hennar verkum einmitt að gera kerfisbreytingar. Breytingar sem myndu setja bönd á bankana, gefa almenningi beinna lýðræði og stokka upp í stjórnsýslunni. Þetta gerðist ekki og þar með hefur almenningur fengið að þróa þessa hugmyndafræði í friði og spekt í næstum 3 ár.
Það eru til hugmyndir um breytt fjármálakerfi.
Það eru til hugmyndir um hvernig við eflum lýðræði og gefum almenningi meira vægi í þeim málum. Það eru til hugmyndir um hvernig við breytum stjórnsýslunni.
Það er eðlilegt að samfélagið standi á krossgötum og sé að þreifa sig áfram um það hvernig eigi að byggja upp þetta Nýja Ísland sem við töluðum svo mikið um.
Ég tel að ef þingmenn gæfu sér tíma til að hlusta og lesa eitthvað af þeim ótalmörgu bréfum sem þeir fá send færu þeir að skynja hvað það er sem er að gerjast í samfélaginu.
Ég vil endilega heyra ykkar skoðun á þessum hlutum og ykkar hugmyndir. Ég vil einnig benda ykkur á að verið er að opna Grasrótarmiðstöð þar sem við munum efla umræðuna um hvað það er sem er hægt að gera og hvernig.
Sjá hér: www.facebook.com/pages/Grasr%C3%B3tarmi%C3%B0st%C3%B6%C3%B0in/161862977231521
http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/1198625/
Annars er afar fallegt veður á Ísafirði í dag, og ekki sakar hin hreina nýfallna mjöll.
Sólin skín, reyndar á hún ekki langt eftir þetta árið að ná niður í byggð blessunin.
Ég þurfti að koma rauða bílnum niður á götu, en sat föst, sem betur fer komu vinnufélagarnir mínir og drógu mig út. Takk drengir mínir og takk Hjálmar líka.
Þetta er virkilega fallegt veður.
Eigið góðan dag elskurnar.
Ég tek undir hvert orð í pistlinum hennar Ástu.
Áfram Ísland - áfram íslenska þjóð.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað þetta eru flottar myndir hjá þér
Þóra Stína (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 13:15
Takk fyrir það Þóra Stína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 14:26
Dásamlegar myndir og góður pistill hjá Ástu
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2011 kl. 14:46
Já það finnst mér líka Ásdís mín mér finnst eins og þetta sé einmitt það sem við erum að hugsa svo mörg. Og takk fyrir að hrósa myndunum mínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 16:56
Daníel Örn er að koma vestur og getur ekki beðið eftir að komast í snjóinn :)
Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 17:55
Skil hann vel þessa elsku, það verður gaman að hitta hann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 18:47
Komin mikill snjór í Naustakviltina frekar snemmt, flottar myndir að vanda Ásthildur mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2011 kl. 11:29
Já Milla mín þetta er fullsnemmt, en ég hef grun um að þessi snjór fari nú fyrir næstu helgi vegna hlýjinda. Ég vil reyndar bara hafa hann áfram fyrst hann er komin. Takk Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.