Skondin frétt um frændur vora skota.

Svona til gamans af því að það er oft gantast með að ameríkanar séu rugluð þjóð og hugsi mest um naflann á sér.  Sem reyndar er ekki rétt af þeim kynnum af fólki sem ég hef umgengist, bæði ættingja, vini og ókunnugt fólk sem maður hittir á förnum vegi.

Þá er þessi frétt alveg drepfyndin, en þarna eru í aðalhlutverki frændur okkar Skotar.

 

 

Halda að slátur sé lifandi skepna

Slátur eða haggis. Mynd: www.shutterstock.com

Slátur eða haggis. Mynd: www.shutterstock.com

Einn af hverjum fimm Bretum telur að skoska slátrið haggis sé dýr sem ráfi um hálönd Skotlands. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var fyrir breska matsölufyrirtækið just-eat og voru birtar í dag. Ríflega 1600 Bretar tóku þátt í könnuninni. 15 % telja haggis vera skoskt hljóðfæri og fjögur prósent telja það persónu úr Harry Potter bókunum. Jafnvel 14% þeirra nærri 800 Skota sem tóku þátt vissu ekki hvað haggis er.

 

http://www.ruv.is/frett/halda-ad-slatur-se-lifandi-skepna


Vissulega lítur sláturkeppur út eins og eitthvað furðudýr úr Harrý Potter sögu LoL  en að fólk skuli virkilega halda að sláturkeppur sé dýr er fyndið.  Og að skotar skuli ekki vita hvað haggis er, sýnir bara að þeir eru ekki að viðhalda gömlum og góðum siðum eins og að borða slátur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nokkuð mögnuð frétt...   Annars heyrir maður margar flottar sögur um svona lagað   Það er ein rosalega góð sem ég verð nú eiginlega að segja þér:  Allir þekkja nú "bátakjötið" fræga.  Þannig var að á togara, sem ég var á, að kokkurinn setti náttúrulega "kostlista"frá sér þegar við komum í land og þar pantaði hann, meðal annars, tvo skrokka af kjöti.  Svo áttum við að fara í næsta túr en vegna bilunar var brottför frestað um einhvern tíma.  Og fyrst kokkurinn var á annað borð mættur fór hann bara í að ganga almennilega frá "kostinum".  En þegar kom að kjötinu blöskraði honum alveg og sem dæmi voru í pokanum 14 banakringlur og eitthvað fleira var nú skrautlegt að finna í þessum "tveimur skrokkum".  Hann safnaði öllum bitunum saman í poka, fór með pokann til kaupmannsins og spurði hann hvort hann vildi ekki sýna sér mynd af þessari skepnu.............

Jóhann Elíasson, 13.10.2011 kl. 12:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahah!!!

Ég er vélundamanneskja og sníki mér alltaf vélundu frá bændum í kring um mig.  Eitt sinn var ég á Hellu yfir sláturtíðina, mér var sagt frá ungum bónda sem væri með sérlega góðar kjötafurðir.  Ég falaðist því eftir vélundum af þessum góða bónda.  Þegar ég fékk "vélundun" í hendurnar brá mér heldur því í pokanum voru barkar og lungu.   Ekkert vélunda var þar að finna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2011 kl. 14:47

4 Smámynd: Kidda

Skil þetta vel, hef einu sinni smakkað fyrir mörgum árum síðan og mér fannst haggis vera hreint út sagt ógeðslegt á bragðið Gaman að sögunum fyrir ofan

Kidda, 13.10.2011 kl. 14:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá er nú slátrið betra en haggis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2011 kl. 17:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtileg niðurstaða úr skoðanakönnun.  Mér dettur helst í hug að Englendingar þekki almennt lítið til Skota.  Englendingar hafa löngum hlegið á kostnað Skota,  eins og hinir frægu Skotabrandarar vitna um.  Þeir ganga flestir út á meinta nísku Skota.  En Englendingar hæðast líka að sekkjapípunni,  skotapilsinu,  skoskum framburði o.s.frv.

  Meinta nísku Skota má í raun frekar skilgreina sem sparnað og útsjónarsemi fátækrar þjóðar.  Þvers og kruss um Bretaveldi er klukkan 12 á hádegi skotið 12 skotum úr fallbyssu,  drottningunni til heiðurs og til að tilkynna að klukkan sé 12 (almenningur átti ekki úr né klukku fyrr en á síðustu öld).  Í Skotlandi er hinsvegar ekki fyrr en klukkan eitt skoti hleypt af.  Og aðeins einu skoti,  drottningunni til heiðurs og til að láta vita að klukkan sé 1.

  Á þennan hátt spara Skotar töluverðar fjárhæðir á ársgrundvelli.  

  Í fyrsta skipti sem ég fór til Skotlands,  1980-og-eitthvað,  þurfti ég um langan veg að fara til að sækja húsbíl.  Og varð svangur.  Á vegi mínum varð pylsuvagn.  Ég fékk mér matmestu pylsuna í brauði ásamt meðlæti.  Mér varð heldur en ekki brugðið þegar í ljós kom að pylsan var í raun blóðkeppur.  Ég hafði aldrei heyrt á haggis minnst og hélt að heiðnir Íslendingar væru einir um að búa til slátur úr blóði.  Samkvæmt Biblíunni má ekki neyta blóðs.  

Jens Guð, 13.10.2011 kl. 20:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha góður, já skotar eru besta fólk ég bjó í Glasgow í nærri tvö ár, og líkaði vel við þjóðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2011 kl. 01:41

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

En vissir þú það Ásthildur að Hollendingar eru afkomendur Skota????????  Þannig var á tímum Krossferðanna, að það þurfti ekki að greiða neinn ferjutoll, þegar farið var yfir Ermasundið FRÁ Englandi.  Svo þegar Skotarnir komu til baka og ætluðu yfir Ermasundið TIL Englands, þurfti að greiða ferjutoll svo þeir settust að í Hollandi..................

Jóhann Elíasson, 14.10.2011 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband