12.10.2011 | 10:51
Takk fyrir þetta Steingrímur.
Ég vil gefa Steingrími J. kredit fyrir þessi ummæli. Þarna slær hann á þá réttu strengi sem menn hafa verið að reyna að segja að krónan íslenska er okkar tæki til að ná okkur út úr vandanum.
Hann segir einnig:
" ekkert annað benda til þess en að peningamálastefnan verði áfram sjálfstæð á næstu árum og lagði á það áherslu að gjaldmiðillinn sem slíkur getur aldrei verið orsök efnahagserfiðleika heldur er það efnahagsstefnan sem skiptir máli í þessu samhengi. Minnti fjármálaráðherra Magnús Orra ennfremur á að það virðist vera jafn mögulegt að komast í efnahagsvanda með krónum og evrum"
Þetta er alveg hárrétt. Gjaldmiðill hers lands er besta hagstjórnartæki stjórnvalda. Með sínum eigin gjaldmiðli er hægt að komast yfir erfiðleika með lægra gengi og góðæri með hærra gengi. Með því að tengja sig eða taka upp aðra mynt er þetta ekki hægt og þá gerast hlutir eins og nú eru að gerast í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Portugal og fleiri ríkjum.
Mér finnt þetta afskaplega vel mælt hjá Steingrími og hafi hann þökk fyrir að stíga fram og mæla svo þvert á svartagallsraus Samfylkingarinnar um ónýti gjaldmiðils okkar.
Enginn vafi um að krónan hafi hjálpað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála
Magnús Ágústsson, 12.10.2011 kl. 11:11
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2011 kl. 11:15
Steingrímur verður að reyna að bæta fyrir allt esb-klúðrið til að halda andlitinu. Þetta er prýðilegt skref. En betur má ef duga skal.
Það er órjúfanlegur hluti af sjálfstæði og fullveldi hverrar þjóðar að ráða yfir sínum eigin gjaldmiðli. Jaðarríki Evrulands eru í óbærilegum vanda vegna þess að þau gáfu frá sér fullveldið í peningamálum.
Haraldur Hansson, 12.10.2011 kl. 12:40
Þetta er ótrúlaga mikil skammsýni hjá Steingrími, hann er með öðrum orðum að verja það að með því að krónan hafi fallið um 80-90 % hafi það bjargað íslensku efnahagslífi, þvílík fásinna. Veit hann ekki hvað það kostar fyrir hinn almenna borgara þessa lands þegar gjaldmiðillinn gengisfellur svona..??. Allt matvöruverð, bensín, olía og öll aðföng til heimilisins hafa snarhækkað í kjölfarið en launin nánast staðið í stað eða jafnvel lækkað ef horft er til áhrifa gengisfallsins, með öðrum orðum, það er almenningur í landinu sem borgar brúsann fyrir þessa hjálp hagkerfisins en ekki "blessuð" krónan.
Að þarna skuli tala "vinstrisinnaður" pólitíkus sem að öllu jöfnu ætti að hafa hag lítilmagnans að leiðarljósi er ótrúlegt. Mér sýnist að þarna afhjúpi Steingrímur sig sem talsmaður LÍÚ og bændamafíunnar sem vil ekkert heitar en að halda í "blessaða"krónuna, þeim, LÍÚ og bændasamtakana, til hagsbótar.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 13:36
Rétt er það Haraldur að þetta út af fyrir sig er ekki nóg. En við hljótum að fagna hverju hálmstrái sem yfirvöld grípa í og sanna að við höfum rétt fyrir okkur, þó við virðumst hafa talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár. Þess vegna fagna ég þessari yfirlýsingu frá honum.
Helgi Rúnar þú vilt heldur vera í sporum Grikklands Írlands og þeirra ríkja sem nú ramba á barmi gjaldþrota af því þau töldu eins og þú greinilega gerir að Evran væri öruggari mynt en þeirra eigin. Þessi ríki væru betur komin með sín drökmu, pesóa og pund.
Þessi L.Í.Ú og Bændahræðsluáróður er orðin lúinn.
Og hvort af sínum meiði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2011 kl. 14:06
"Stundum ratast kjöftugum satt af munni" ...en spurning hvað lengi stendur Steingrimur við orð sin? ...þau hafa nú stundum staðið stutt við !! .... en kanski se að renna upp fyrir honum ljós hvaða raunverulega hætta væri fyrir Island að álpast inni ESB !
Ransý (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 15:33
Já Ransý, segi nú bara það sama. Er á meðan er. Þetta var allavega kærkomið breake hjá honum svona til að ylja sér með smástund. Takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2011 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.