Að breytast í óargadýr.

Ég skoða mig vel í speglinum á hverjum morgni núorðið.  Fyrst athuga ég ennið vel, sértaklega ofarlega yfir gagnauganu.   Síðan fer athyglin á eyrun, hvort lögun þeirra hafi hreyst.  Því næst tékka  ég gaumgæfilega á augntönnunum, er að spá í að fara að mæla þær, því það er erfitt að ákveða hvort þær hafi lengst svona sjónrænt. 

Því næst kíki ég á fingurnar og sérstaklega neglur, hvort þær séu ennþá neglur eða farnar að líkjast klóm.

Ég sagði manninum mínum að ég þyrfti að fá spegil í fullri líkamsstærð.  Hann leit undrandi á mig, til hvers ?

Nú ég þarf að fylgjast með því hvort það verður einhver hnúðmyndun við rófubeinið svaraði ég varlega.

Svo athuga ég öklana og sérstaklega tærnar.  Ef mér fara að vaxa hófar, þá þarf ég líklega minni stærð af skóm.  Því það er með þessi leiðinlegu númer 39-40, sem koma aldrei í útsölum og klárast alltaf fyrst þegar koma nýjir flottir skór. 

 Þessar skoðanir mínar eru nauðsynlegar mér hefur nefnilega skilist að á einhverjum tímapunkti hafi ég breyst í óargadýr.  Ég hef ekki orðið vör við það sjálf, en ég les það allstaðar að fólkið í Frjálslynda flokknum sé hræðilegt og stórhættulegt öðrum íslendingum.

Enn sem komið er get ég gengið út á meðal f´ólks falið mig í fjöldanum og látið sem ekkert sé.  Hversu lengi verður bara að koma í ljós.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL.  Kannski leitar þú ekki á réttum stöðum hafandi í huga horn og hala *glott*

Btw til hamingju með bloggið þitt en ein flott kona sem ræðst fram á ritvöllinn.

Halla Th (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þú meinar það  Verð að taka mig á.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband