Family Park.

Ég get nú eiginlega ekki yfirgefið Austurríki án þess að fara í Family Park.  En það er skemmtigarður í smáþorpi ekki langt frá Fortenschtein. 

_Z1F4297

Komin á staðinn og þá er bara eftir að fara í þau tæki og tól sem áhuginn leiðir mann.

_Z1F4299

Ágætt að setjast aðeins niður og skoða hvað er skemmtilegast að byrja á.

_Z1F4305

Hér eru allskonar skemmtileg tæki sérstaklega fyrir unga fólkið og smáfólkið.

_Z1F4306

Þessi er rosalega spennandi fuglahræðan.

_Z1F4307

Viðurkenni að ég fór ekki í þetta tæki, þar sem ég er yfirþyrmandi lofthrædd, en hér eru krakkarnir búnir að koma sér vel fyrir.

_Z1F4309

Og svo fer maður upp....

_Z1F4311

Og niður, til hliðar og ég veit ekki hvað.

_Z1F4314

Svo eru lesin ævintýri með fígúrum á mörgum stöðum, hér má sjá margar ævintýrasögurnar leiknar af brúðum til mikillar ánægju fyrir minnsta fólkið.

_Z1F4315

Svo getur maður farið riðandi á grísum, og allskonar kvikindum.

_Z1F4316

Við fórum svo í Old Mc Donalds farm á traktor, nema hvað.

_Z1F4317

Svona grís á grís Cool

_Z1F4318 

Af því að það var helgi og veðrið var svo gott voru margir í garðinum með börnin sín að skemmta sér.

_Z1F4319

En svo kom röðin að okkur að fara í traktorinn.

_Z1F4320

Undir dillandi spili Old Mc Donald had a farm, þar sem öll dýrin sungu með.

_Z1F4322

Hæ þið þarna!!!

_Z1F4323

Jamm það var sungið og leikið.

_Z1F4325

Þessi gaur vakti mikla athygli með sinni hljómsveit, þetta er samt ekki Roskildehátíð eða þannig....

_Z1F4327

Fjölskyldan mín í AusturríkiHeart Eru stelpurnar okkar ekki orðnar stórar?

_Z1F4329

Sannarlega Family Park.

_Z1F4330

Og hér er hægt að fara yfir á smáferju.

_Z1F4336

Fengum okkur að borða og hér eru tvær sætar saman. Heart

_Z1F4341

Og önnur ekki síðri.

_Z1F4344

Ferjan var vinsæl.

_Z1F4345

Þetta var líka rosalega vinsælt hjá krökkunum.

_Z1F4351

Aftur og aftur.....

_Z1F4356

Ekkert smáfjör. Þurfti samt að ná í pabban því sú litla mátti ekki fara með unglingunum, það varð að vera einhver fullorðin.

_Z1F4357

Næst ætla ég að drífa mig í þessa rennibraut.

_Z1F4359

Fór í rússíbanan í fyrra og ætla aldrei aftur í svoleiðis. InLove

_Z1F4364

Þetta er svo sem voða flott, en rússíbanar eiga bara ekki við mig.

_Z1F4368

Þau fóru samt aftur og aftur og aftur ....

_Z1F4369

Þá er nú betra að standa bara bak við myndavélina.

_Z1F4375

Risaruggubátur.

_Z1F4382

Og krókódílar á hvolfi.

_Z1F4383

Mikið um vatnatæki hér vegna hitans, þá er gott að hafa smá kælingu.

_Z1F4386

VÍÍÍ!!!

_Z1F4388

Það er óhætt að segja að öll börnin hafi skemmt sér vel í tækjunum.

_Z1F4391

Það er svo notalegt þegar unglingarnir leyfa sér að vera bara börn og skemmta sér sem slík.

_Z1F4391

Upplifa galsa og barnslega gleði.

_Z1F4392

Öll þurfum við að fá að vera börn.

_Z1F4394

Það er gott fyrir sálina.

_Z1F4403

Þetta er alt dálítið romarlegt, en hér er mikið um rómverskar minjar.  Stórt svæði hér rétt hjá með risaminjum sem hefur verið nýtt sem hljómleikasalur út undir beru lofti. Og mikið um rómveskar minjar til dæmis í miðri Vínarborg.  Hér mættust leiðir þeirra um Evrópu.

_Z1F4405

Já hér er margt um skemmtileg tæki sem gaman er að fara í.

_Z1F4412

ég er hins vegar hæstánægð með að taka bara myndir af því sem fyrir augu bar.

_Z1F4422

Svo eru allskonar klifurgrindur fyrir börnin.  Mæli með þessum skemmtigarði ef fólk fer þarna með fjölskylduna.

_Z1F4426

Mæðgur Heart

_Z1F4428

Hanna Sól.

_Z1F4430

Bumbumynd af fallegu stelpunni minni. Heart

_Z1F4431

Kríli í búri.

_Z1F4432

Og fjölskyldan saman. Heart

_Z1F4433

Smá sull svona í lokin.

_Z1F4434

Já einmitt allir að sulla.

_Z1F4435

Allt í gamni.

IMG_4142

Já og næst verður það ferðin okkar til Osló aftur.  Og svo ferðin heim.  En ég segi bara góða nótt.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Frábærlega skemmtilegar myndir.  Takk fyrir að deila þeim með okkur.

Jens Guð, 11.10.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 00:22

3 identicon

Alltaf jafn gaman hjá ykkur. Jú, stelpurnar eru orðnar stórar, passar við kenninguna mína um að börn eldast tvöfalt hraðar en foreldrarnir, en barnabörn þrefalt hraðar.

Dísa (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 09:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir elskan það er svo gaman að sjá elskurnar þínar hvað þær hafa stækkað og þroskast maður er búin að fylgjast með þeim í nokkur ár.

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.10.2011 kl. 10:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Milla mín, þær hafa aldeilis stækkað og þroskar, eru samt ennþá sömu ljúflingarnir.

Já Dísa það er alveg satt, og eins það sem mamma þín sagði um aldurinn, þegar maður þarf að fara að spyrja hver er langamma þín til að þekkja til, þá finnst manni að sennilega hafi það eitthvað með manns eigin aldur að gera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 10:27

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært að vanda, flott kúlan á dóttir þinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2011 kl. 12:13

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, þetta er strákur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband