10.10.2011 | 14:14
Ofbeldi - Einelti.
Undanfarin sólarhring hafa þessi orð bergmálað í huga mér. Eftir að ég tók upp hanskann fyrir þingkonu í Framsóknarflokknum, þegar mér fannst eiginlega verið komið nóg af því sem ég vil kalla einelti. Margir brugðust ókvæða við og sögðu að; hún ætti þetta skilið, að ég og fleiri værum að gjaldfella orðið Einelti og svo framvegis.
Einelti og Ofbeldi eru orð sem ekki er hægt að gjaldfella. Þau bera í sjálfu sér svo mikla andstyggð að við vitum alveg og gerum greinarmun á alvarleika þeirra. Þó þau séu notuð í mismunandi alvarlegum málum.
Fólk notar líka tækifærið og talar um að við sem höfum gagnrýnt ríkisstjórnina, höfum ekki efni á að tala um Einelti, því þau Steingrímur og Jóhanna hafi orðið fyrir miklu meira einelti.
Þarna finnst mér menn ekki gera greinarmun á því að setja saman ambögur og mismæli konu til að gera grín að henni, eða að gagnrýna stjórnsýsluna og reyna að benda á mistök sem ráðamenn þjóðarinnar gera. Auðvitað mætti fólk orða hlutina betur og sleppa uppnefnum og skætingi það er mikið rétt.
En málið er að langflestir landsmenn eru orðnir þreyttir á embættisfærslum þeirra Jóhönnu og Steingríms og láta það í ljós bæði með skrifum og mótmælum. Sem núna nótabene eru allt í einu orðin skrílslæti og uppgerð í boði Sjálfstæðisflokksins að mati þeirra sem vegsömuðu búsáhaldabyltinguna. :
http://smugan.is/2011/10/eggin-a-sverdinu/
Málið er hins vegar að ég og flestir sem þarna eru að mótmæla er sama fólkið sem var að mótmæla í búsáhaldabyltingunni fyrir utan Vinstri Græna og Samfylkingarfólk, þ.e.a.s. þá rétttrúuðu sem verja sitt fólk út í eitt.
Einelti er ekki orð sem hægt er að gjaldfella eins og ég sagði áðan. Og nú hefur sérfræðingur í einelti kveðið upp úr með það að einelti sé algengt á alþingi.
http://www.dv.is/frettir/2011/10/10/sterkur-grunur-um-einelti/ Get því miður ekki sett inn alla greinina því ég er ekki með aðgang að DV.
En þarna kemur fram að einelti sé nánst daglegt brauð á alþingi, sér í lagi innan flokka. Tekið er dæmi um Atla Gíslason sem hafi verið markvisst brotinn niður og í tilfelli Lilju Mósesdóttur hafi verið um að ræða gróft einelti. Þessu fylgdumst við með nánst í beinni útsendingu, uns þetta fólk gafst upp og yfirgaf Vinstri græna ásamt Ámundi Daða. Og þar dönsuðu margir með og hvöttu eineltismennina áfram í illvirkjum sínum.
Hér er svo annað dæmi:
http://eyjan.is/2011/10/04/tveimur-thingkonum-refsad-fyrir-ohlydni-vid-sigmund-david-mjog-osattar/
Þetta sáum við líka í beinni útsendingu þegar Eygló Harðardóttir fékk "ámininningar miða" frá einum af sínum flokksmanni, og það var auðséð að henni dauðbrá.
Það er örugglega hægt að telja upp fleiri dæmi um slík eineltistilbrigði. Á hinu HÁA alþingi. sic.
Einelti og Ofbeldi eru misalvarleg. En það er miklu frekar hægt að segja að verið sé að gjaldfella orðin með því að banna notkun á þeim við þeim brotum sem ekki eru jafnalvarleg og einelti sem enda með skelfingu eða ofbeldi sem endar með morði eða álíka. Þessi orð eiga líka við um það þegar fólk þarf að sitja undir stöðugum háðsglósum og illkvittni hvar sem það ber niður á vefnum. Það er ágætt að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir slíku. Bendi á að viðkvæði kvalara eineltis nota einmitt þá afsökun gjarnan að fórnarlambið eigi þetta skilið af því að það sé svo heimskt eða vitlaust.
En að bera það saman við mótmæli og leiðindi við ríkjandi stjórn og stjórnarandstöðu um málefni á ekki við rök að styðjast að mínu mati.
Hér áður og fyrr var sagt að áróðurinn frá Sjálfstæðisflokknum væri hannaður úr Valhöll, meðan sá flokkur var og hét. Núna sé ég ekki betur en áróðursmeistararnir komi frá stjórnarliðum, hvar sem þeir annars eru hannaðir.
Mótmælin á Austurvelli eiga að vera að undirlagi L.Í.Ú. Og Sjálfstæðisflokksins. Það gæti verið að mótmælin séu þeim þóknanleg, en alls ekki á þeirra vegum. Rétt eins og búsáhaldabyltingin var með vitund og vilja þáverandi stjórnarandstöðu en ekki á þeirra vegum, þó sumir þingmenn styddu með ráð og dáð. Fólki er einfaldlega ofboðið bæði þá og nú.
Og nú er nýjasta mýtan; Sjálfstæðismenn eru að fara á límingunum vegna þess að ríkisstjórnin er að ná tökum ástandinu, og þá missa þeir vonina um að fá aftur inni við kjötkatlana.
Ég hef ekki séð þess nein merki að ríkisstjórnin sé að ná tökum á ástandinu því miður, daglega eru uppboð og eignarmissir, fólk borið út úr húsum sínum, missir vinnuna og fyrirtæki fara á hausinn. Engum er bjargað nema vogunarsjóðum og bankafyrirtækjum og ríkisbubbum.
En Steingrímur og Jóhanna tala endalaust um að nú sé þetta allt í góðu lagi nú liggi leiðin bara upp á við(vildi að svo væri) En það sjást ekki nein merki þess. Tala um að þau séu að redda ja hef heyrt töluna 30.000 störfum sem séu í farvatninu, séu á leiðinni næstu vikur eða nú sé þetta alveg að koma, en svo bólar ekki á neinu.
Svona er nú mín sýn á þessi mál. einelti er einelti hvar sem það birtist, þegar einn verður fyrir atgangi margfalt fleiri aðila. Ofbeldi er líka ofbeldi þó það sé bara að kvelja samþingmenn sína til að framkvæma eitthvað sem er þeim á móti skapi, eða skikki þá til að dansa á flokkslínunni til að rugga ekki bátnum.
Gjaldfelling þessara orða getur bara orðið með einum hætti, og það er að fjargviðrast út af því að glæpurinn verði að vera svo og svo stór til að leyft sé að nota þessi ógnvænlegu orð.
Að lokum ég er innilega sammála Styrmi Gunnarssyni um að ef flokkarnir fari ekki að taka til í sínum ranni, með hreinsun á öllum flokknum frá innviðum til þingmanna, þá verður þeim öllum einfaldlega ýtt út.
Fólk vill breytingar, vill sjá nýja stjórnsýslu, nýjar áherslur og fyrst og fremst að það geti treyst stjórnvöldum til að vinna að hagsmunum þjóðarinnar, og að ráðamenn tali ekki niður gjaldmiðil né sjálfstæði þjóðarinnar. Við erum frjáls fullvalda þjóð, með allt sem þarf til að vera það áfram, og meirihluti þjóðarinnar vill halda því til streitu. Þess vegna megum við ekki vera hrædd við nýjar kosningar og verðum að bera skynsemi til að verja atkvæði okkar þannig að spillingaröflin hverfi úr stjórnsýslunni.
Til þess er bara ein leið og hún er alveg augljós.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bölvað eineltið er víða
Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2011 kl. 15:50
Já og allt of of dulið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 16:44
Góð færsla hjá þér að venju. Þegar búsáhaldabylting varð, læddist Steingrímur J Refsson um mótmælendur með blik í augum og glottandi yfri því ástandi sem hann hafði náð að skapa ásamt sínu fólki. Það var meira að segja gefið frí í skólum til að mæta. Í dag eru öll mótmæli runnin undan rifjum sjálfstæðiflokksins, LÍÚ og Davíðs Oddssonar og svo koma skrifberar beggja flokka VG og Samfó og fagna á bloggsíðum hversu fáir mættu á mótmælin 1.okt sl. Einnig brá svo við í yfirlýsingargleði þessa hamfaraflokks að kvartað var yfir því að engin skyldi hafa verið handtekin..Man ekki betur en allt ætlaði að verða vitlaust út af 9 menningunum.. Þetta er dæmigert fyrir vinstristjórnir hvar sem er í heimunm. Algjör glundroði og alltaf öllum öðrum að kenna. Hvers vegna voru svo fáir við mótmælin...?? Engin þessara bloggara pældi í því að um 20.000 manns eru farnir. Þessi stjórn gerir sér greinilega ekki grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar þessi brottflutningur mun hafa á Íslenskt þjóðfélag, enda kemur það þeim ekki við vegna þess að allt þetta pakk er búið að gulltryggja sér góða eftirlaunapakka á kostnað okkar almennings. Hagstofunni er bannað að birta réttar tölur vegna þess að það hentar ekki stjórnvöldum, en það vantar alltaf þann fjölda sem er farin og ekki búin að skipta um lögheymili ennþá. Þess vegna eru mótmælin orðin svona fámenn, vegna þess að Ísland er búið að missa heila kynslóð frá sér í boði Skjaldborgar. Öll mótmæli og skrif á þessa ríkisstjórn er ekki einelti, heldur endurspeglun á þeirri óánægju sem störf þeirra hafa komið til leiðar. Ég er þér svo sannarlega sammála að þau systkynin "ofbeldi og einelti" verða ekki gjaldfelld vegna skoðanna stjórnmálamanna. Við þurfum breytingar og nýtt hugarfar. Flokkakerfið er búið að bregðast okkur og ekki treystandi framar.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 16:59
Ásthildur. Góð Greinargerð og ég tek undir að flokkarnir verða að gera hreinsun. Nota rauða spjaldið eins og lög gera ráð fyrir. Menn verða að fá vítur. Menn verða líka að fylgja flokks samþykkt í einu og öllu. Ég meina kosningaloforðum. Komi fram á flokksfundum að þingmenn eru á móti loforðum og samþykktum þá eiga þeir að tilkynna það og gefa flokknum tækifæri á að setja varamenn inn sem eru samþykkir.
Valdimar Samúelsson, 10.10.2011 kl. 17:18
Þakka ykkur innlitið Sigurður og Valdimar.
Þessi ríkisstjórn gerir sér enga grein fyrir þeim skaða sem hún hefur valdið. Og þá er ég ekki bara að tala um brottflutta, heimilin og skuldirnar. Heldur hafa þau gjaldfellt alla siði og venjur, lög og rétt. Og samskipti manna. Þau koma sér undan öllu slíku og grafa þar með undan stjórnsýslunni, því það sem höfðingjarnir hafast að, hinir halda þeim leyfist það.
Einhvernveginn þarf að koma þeim frá með góðu eða illu. Svo hægt sér að leiðrétta kúrsinn og reyna að koma á jafnrétti, heiðarleika og opinni stjórnsýslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.