Austurríki.

Ég er feginn að við komum heim áður en vegirnir urðu leiðinlegir, með hálku og krapi. Við komum heim daginn áður en veðrið versnaði.  Ókum í sumarblíðu heim. 

Vaknaði í morgun og allt er hvítt úti, ég hugsa að ég verði bara inni í dag og hygge mig og hangi í tölvunni eins og krakkarnir. LoL 'Eg er viss um að það koma góðir dagar í október sem hægt er með góðu móti að vinna úti og ljúka haustverkunum sem urðu eftir þegar ég fór. Þarf samt að fara út og gefa hænunum og kaupa rjóma í réttin sem ég ætla að búa til í kvöld.

En í Austurríki var tími uppskerunnar þegar ég var þar. Eplin, perurnar og plómurnar fullþroska og fólkið að tína uppskeruna sína annað hvort til að búa til eitthvað sjálf eða selja hana í nærstu verksmiðju.

Einyrkjarnir með litlu skikana voru á fjölskyldubílnum á akrinum með fjölskylduna og tíndu vínberin, þar sem annarsstaðar eru þeir annað hvort að búa til sín eigin vín til heimabrúks eða selja til stærri bænda eða verksmiðja. 

Vinalegt að sjá gamla konu labba niður götuna við húsið hennar Báru með tvær fullar emileraðar fötur af eplum af akrinum sínum, sem hún ætlaði áreiðanlega að gera eitthvað úr, eplamauk eða slíkt.

Þeir sem áttu stærri akra og eru stórtækari voru með traktor með kerru aftan í og nokkra ungverja eða rúmena með hjólbörur að tína berin og safna þeim saman í kerruna.  Upp í landinu eru berin ræktuð í rauðvín.  En neðar við vötn og ár eru ræktuð berin sem fara í hvítvínin.  Þau þurfa meiri jafnan hita og vindkælingu.  Jafnvel eina frostnótt, en þá verða efnaskipti í berjunum og menn fá það sem er kallað sped vín, kann ekki að stafa þetta, en það er seinni uppskera eða eitthvað slíkt.  Þau vín þykja afar góð, en eru þó sætari en önnur hvítvín.  En það var gaman að sjá allt svona á fullu í uppskeru erfiðis sumarsins.  Og sjá að hér eru ekki notaðar allar fullkomnustu græjur heldur hjólbörur, mannskapur og traktor.  Reyndar eru sumir ræktendur byrjaðir að fara aftur til fortíðar, til dæmis bóndinn kunningi okkar frá því í fyrra haust, Fuck í Blau Frankis, þaðan sem bestu austurrísku vínin koma.  Hann er farin út í að handklippa sínar plöntur og notast við traktorinn og mannaflið.  Með sinn risa akur.

Hér eru smávandamál á ferðinni á þessum tíma, því dádýr og önnur slík pota sér inn á akrana og borða berin ef ekki eru enhverjar varnir, svo sem eins og viðvörunarbjöllur og slíkt. Vonlaust er að girða akrana af vegna stærðarinnar.

Reyndar er mikið um að ungverjar og rúmenar sér ráðnir til vinnu hér á ökrum og slíku, sem austurríkismenn vilja ekki vinna við, líka þar sem margir þeirra eiga sinn eigin skika sem þeir vinna við.

Ungverjar sækja líka hingað í skemmtanir eins og Family Park og Oberla og fleiri sundstaði sem hér eru, en austurríkismenn eiga nokkrar heitar laugar sem eru mikið sóttar.

Hér má líka sjá ungverja og rúmena bíðandi í röðum eftir að ruslahaugarnir opni á morgnana, til að tína upp það sem austurríkismenn henda. Þeir kaup líka gömlu aflóga bílana þeirra og gera þá upp.

Það er nefnilega mikill munur á efnahag í Austurríki eða Ungverjalandi hvað þá Rúmeníu. 

Á móti kemur svo að austurríkismenn fara yfir til Ungverjalands til að versla ódýrt, bæði matvöru og fatnað.  Þeir fara ti Sópron til læknis eða tannlæknis og kaupa meðulin sín.  Sópron er gömul höfuðborg í Ungverjalandi rétt við landamærin og var aðalflutningamiðstöð á tímum Rómverja, enda mikið um gamlar rómverskar minjar þar og gaman að skoða þessa fallegu borg.

Heyrði í fréttum frá Þýskalandi þar sem einhver óprúttinn þjófur stal 3 tonnum af vínberjum af einum bóndanum.  Mér er sagt að sumir stundi þetta ef eitthvað brestur í uppskerunni hjá þeim, þá reyni þeir að klóa í ber frá öðrum bændum.  Ljótt ef satt er.

En við ætlum að bregða okkur í hesthúsið.

_Z1F4436

Hér er Birta.  Góð reiðmeri, sem nú hefur verið leidd undir graðhest og mun því eiga von á folaldi næsta sumar ef allt gengur vel.

_Z1F4440

Strútur kallinn.

_Z1F4441

Ég er alveg viss um að þau þekktu mig frá því í vetur.  þeim finnst gott að fá epli og ekki er það erfiðleikum bundið, því þeim er alveg sama þó maður tíni upp eplin sem hafa dottið af trjánum, þau eru bara góð.

_Z1F4444

Alejandra mín dálítið varfærin enda ekki vön hestum hér klappar hún Björt.

_Z1F4447

Þetta er hún Björt glæsimeri.

_Z1F4451

Stelpurnar eru aldar upp með dýrum, hestum, hundi Trölla, og kisunum svo þær eru alvanar að fást við all sem lítur að dýrahaldi.

_Z1F4457

Strútur, Björt amma og Ásthildur á góðri stund.

_Z1F4463

Man aldrei hvað hann heitir þessi minnir að hann heiti Sleipnir, en hann kom seint í janúar í fyrra, og þurfti að venja sig við fóðrið hérna, því grasið hér er miklu grófara en það íslenska, sé samt ekki betur en hann þrífist bara vel. 

_Z1F4468

Í Austurríki er mikið um íslenska hesta.  Hér eru mörg svona Hof sem kölluð eru, þar sem eingöngu eru íslenskir hestar.  hér eru nokkur hundruð hesta í hverju svona Hofi og annað hvort er einn eigandi sem leigir út bása, eða margir sem hafa tekið sig saman.  Í þessu Hofi er ein fjölskylda sem á og rekur Hofið.  Hér er svo fólk mest ungar stúlkur og eldri konur, sumar sem ekki hafa mikið umleikis aukalega geta fengið að vinna upp í leiguna með þrifum og umhirðu.  Hér er þrifið allt út úr dyrum á hverjum morgni, og hestunum gefið og þeir settir út í gerði, þ.e. á veturna, á sumrin eru þeir í hagagöngu í girðingu rétt hjá. Allir hestarnir bera íslensk nöfn.  Og hestamennirnir eiga íslenskar peysur og þykir vænt um landið okkar og menningu. 

Hestar hér eru járnaðir á 28 daga fresti, og hafa sum Hofin járningamenn á sínum snærum sem sjá um þá hlið.  Tengdasonur minn er með nokkur svona Hof á sinni könnu og mikið að gera.  Núna til dæmis eiga öll hross að vera komin á vetrardekkinn, svo það er mikið að gera við járningar.

_Z1F4473

Eftir daginn var komin galsi í þá stuttu.

_Z1F4475

Og þá er nú gott að eiga stóran bróður/frænda.

_Z1F4482

Hér erum við komin til Maria Ellend.  En þar segir sagan að María Mey hafi stigið á land upp frá Dóná og gert kraftaverk.  Þetta er lítið fallegt þorp á bökkum Dónár.

_Z1F4486

Hér búa Heidi og Samúel ásamt börnum sínum Kay og Miriam. Yndislegt fólk, þau eru búddatrúar, og hafa stundað sínar möntrur í vinsemd og virðingu við allt í kring um sig.  Enda eru flestir nágrannar þeirra komnir með þeim.  Sér til heilsubótar og ánægju. 

_Z1F4501

Því miður var Heidi ekki heima, hún er kennari inn í Vín og þurfti að vinna frameftir.  En Samúel eldaði fyrir okkur góðan hádegismat.  Sem við nutum vel.

_Z1F4502

Hér er einn af nágrönnunum, sem var illa farin andlega, en hefur nú öðast trú á sjálfan sig og það sem hann er að gera.  Hann sýnir okkur stoltur handverk sem hann er að vinna að.

_Z1F4503

Ekkert smáflott sem hann hefur gert.

_Z1F4504

Krakkarnir léku sér í garðinum, enda veðrið upp á það besta, rétt eins og allan tíman í Austurríki, og reyndar allri ferðinni.

_Z1F4505

Og þau dunda sér vel.

_Z1F4507

Hér er Miriam með föður sínum.  Hún fékk arf eftir gamla frænku minnir mig einhvern smáhlut í regnskógi, og nú hefur hún vakið athygli á honum með því að setja af stað verndaráætlun, hún er að gera allskonar hluti og safna til verndar regnskóginum og nú er kommúnan komin í lið með henni, sannarlega flott af 9 ára gömlu barni.  En sýnir vel hve ljúft og yndislegt þetta fólk er og fallega þenkjandi um veröldina. Heart Sagði ég ykkur nokkuð að Samúel er borin og barnfæddur í Ísrael?

_Z1F4511

Við ætlum í göngutúr niður að Dóná.

_Z1F4514

Þar eru göngustígar niður að ánni, og fólk gengur hér mikið, sérstaklega með hundana sína.

_Z1F4517

Hér er gríðarlega fallegt landslagið og gróðurinn. 

_Z1F4519

Friðsældin algjör, hér er brú, en hún gæti lika verið froskagöng, því hér er mikið um froska.

_Z1F4526

Ykkar einlæg að njóta sín.

_Z1F4532

Það þarf mikið að skoða og jafnvel reyna að ná í frosk.

_Z1F4536

Gólda undir sér vel, samt held ég að hún hafi ekki skilið af hverju vinur hennar Trölli kom ekki með fólkinu sínu.  En hann var auðvitað að vinna með pabba sínum við járningarnar.

_Z1F4541

Og hér er svo Dóná svo blá.  Netin hanga hér ennþá, en það er enginn fiskur lengur.  Hann er horfinn.  Hvað? spyr einhver er Austurríki ekki í Evrópusambandinu? Og er ekki svo mikil verndunarstefna þar að passa upp á mengun og ofveiði?Smile

Nei því miður fiskurinn er horfinn og netin hanga bara svona af gamalli venju til að minna á aðra tíma.  En eftir Dóná sigla flutningaskip og ferjur frá Slóvakíu niður til Vínar og lengra. 

_Z1F4543

En Dóná er ekki alltaf svona friðsæl og ljúf.

_Z1F4544

Þar getur ýmislegt gerst.

_Z1F4546

Til dæmis á vorin í leysingum og mikilli rigningu.

_Z1F4547

Þá getur hún flætt yfir bakka sína allt upp í þessa hæð, og það væri ekki gott að vera hér þá.

_Z1F4549

Hér koma litlu stúkurnar mínar hlaupandi eins og litlir blómálfar. Heart

_Z1F4562

Og hér hefur Úlfur veitt frosk.

_Z1F4565

Sá var nú samt ekki alveg á því að láta handsama sig svo auðveldlega.

_Z1F4568

Hér mætti spyrja hvað sjáið þið marga krakka?.... Þeir eru reyndar þrír.

_Z1F4556

Hér Hér er sú þriðja. LoL

_Z1F4573 

Já mikið rétt núna sést hún vel.  En það fer að bregða birtu og best að koma sér heim á leið.

_Z1F4590

Maríe Ellend kirkjan rís hér við kvöldsólareld.

_Z1F4593

Við erum búin að pakka öllu okkar dóti niður, því á morgun þurfum við að yfirgefa þetta fallega land og fjölskylduna okkar og fara aftur til Oslóar.  En það er líka gaman að hitta þau aftur fólki mitt þar.

_Z1F4598

ég get ekki að því gert en í hvert sinn sem ég ek fram hjá þessari hörmungar olíuhreinsunarstöð, þá þakka ég mínum sæla fyrir að við losnuðum við slíkt skrímsli við Dýrafjörð eða Arnarfjörð.  Þetta er bæði sjónmengun og ekki síður lyktarmengun. 

_Z1F4603

Þá er nú nær að nota vistvænni orku eins og vindmyllur, gas eða það nýjasta sjómyllur sem settar eru niður í sjóinn og mynda rafmagn úr sjávarföllum.  Þess er ekki langt að bíða.

En við höldum til Noregs, og ég get lofaði ykkur krassandi sögu um heimferðina með Iceland Express. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf gaman að fylgjast með þér og þínum ,mín kæra :)) Mbk. Steini Árna Selfossi.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 14:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið minn kæri og hlý orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 15:48

3 identicon

Austurríki er í Evrópusambandinu, en ekki fljótið Dóná (nema að hluta). Þjóðverjar eru búnir að vera með harðar aðgerðir gegn "skítuga" stóriðnaðinum til að "endurlífga" fljótin sín (Mósel, Rín Elbe ofl.). Nú eftir 15-20 ára baráttu teljast fljótin hrein, þ.e. óhætt að synda í þeim og veiðar eru stundaðar af kappi.

Stöðugt fleiri leita til fortíðar, það er satt og rétt. Ekki bara vínbændur. Vonandi taka sér flestir þennan hugsunargang sem fyrirmynd.

Mjög skemmtileg frásögn og fallegar myndir, takk.

Valgeir (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Valgeir og innlegg þitt.  Já það er rétt að Dóná er bara að hluta til í Evrópusambandinu, en nú er til dæmis Serbía að ganga inn líka, og Dóná rennur þar í gegn.  Ungverjaland er líka í Evrópusambandinu og Dóná er afar mórauð þar.  Að vísu eru strendur við Dóná við Vín sem hægt er að baða sig í og synda.  En menguninn stafar fyrst og fremst af þeim skipum sem sigla um hana. 

Tek undir með þér að vonandi taka menn sér til fyrirmyndar afturhvarf til náttúrunnar.  Við erum um það bil að kæfa okkur sjálf í mengun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 10:43

5 identicon

Alltaf svo gaman að fylgjast með hjá þér. Var að koma heim sjálf frá Svíþjóð í nótt eftir skemmtilega ferð með gömlu vinnufélögunum.

Dísa (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 11:15

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að vanda

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2011 kl. 11:58

7 Smámynd: Kidda

Alltaf jafngaman að ferðast með þér og þínum. Bíð spennt eftir sögunni um heimferðina

Knús í kúlu

Kidda, 10.10.2011 kl. 12:31

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flottur ferðasöguritari. Mæli með bók.

Kv V

Valdimar Samúelsson, 10.10.2011 kl. 13:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já Valdimar ef til vill kemur eitthvað svoleiðis nú þegar ég er sest í helgan stein. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband