7.10.2011 | 21:35
Seinheppin forsætisráðherra.
Stundum læðis að mér sá grunur að frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé ekki mjög vel gefin. Nú eða þá að aðstoðarmaðurinn hennar semji ræðurnar og leggi áherslupunktana.
Þetta hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir frá henni halda opnunarræðu sína á tækni og hugverkaþingi sem haldið var í dag var og mér var eiginlega brugðið. Og það er eins og blessuð konan komi hvergi nærri stjórn landsins. Hvernig hún talar er eins og það séu einhverjir aðrir sem hljóti að taka af skarið og gera hlutina, eins og til dæmis þegar bankarnir eiga að skammast sín og gefa þjóðinni meira af gróða sínum.
Þarna talaði hún um krónuna og sagði: Króna, innpökkuð í gjaldeyrishöft og varin af verðtryggingu, er ekki góður kostur til framtíðar. Slíkt fyrirkomulag getur valdið landflótta íslenskra fyrirtækja.
Veit blessuð manneskjan ekki að landsflótti bæði fólks og fyrirtækja stendur yfir með sístækkandi hópi? Og hver skyldi nú hafa aðstöðuna til að breyta þessu? Ef ekki forsætisráðherra landsins?
Síðar segir hún: það er vænlegra fyrir íslenskt atvinnulíf, að taka upp annan gjaldmiðil. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru er að mínu mati besti kosturinn í þessum efnum og felur jafnframt tvímælalaust í sér sóknarfæri fyrir íslensk sprotafyrirtæki.
Jahá þar lá að. Les hún ekki blöðin? Það er sístækkandi krísa í Evrópulöndunum og ESB, sem enginn sér fyrir endan á. Bretar vara við dýpstu kreppu í heiminum hingað til verri en sú dýfa sem varð hér um árið þegar allt rúllaði og féll.
Hefur hún heldur ekki lesið um Írland, Grikkland og fleiri þjóðir sem höfðu tekið upp evruna og eru þess vegna í óleysanlegum hnút.
Hefur hún ekki heldur lesið áróðurinn sem er að verða í Þýskalandi þar sem meirihluti þjóðarinnar vill taka aftur upp þýska markið? Og ekkert langt í kosningar þar? http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1196507/ Hér er linkur frá Gunnari Rögnvaldssyni um þetta.
Nei konan er bæði blind og heyrnarlaus, með þráaeinkenni einhverfu, búin að bíta í sig ESB og björgunina sem þaðan kemur og sér hvorki né heyrir neinar viðvörunarbjöllur. Ég segi að það er hættulegt að hafa þjóðhöfðingja sem er svona takmarkaður og ósveigjanlegur að tekur ekki mið af því sem er að gerast í kring um hana.
Hér er fréttinn um ræðu hennar. http://www.ruv.is/frett/kronan-gaeti-flaemt-burt-fyrirtaeki
Ég er nú bara fáfróð alþýðumanneskja, en mér myndi aldrei láta mér detta í hug að láta svona út úr mér, bæði vegna þess að þetta stenst engan veginn, við getum ekki tekið upp evru svona á næstunni, og svo í annan stað þá gæti farið svo að þetta Evrópusamband yrði ekki til þegar við loksins gætum siglt inn í sæluríkið.
Og annað sem er að því miður fyrir hana þá er ekki meirihlutavilji þjóðarinnar fyrir því að ganga í ESB. Stjórnvöldum væri nær að einbeita sér að því að laga umhverfi atvinnulífsins og fólksins í landinu svo það gæti verið hér áfram. Það er ekki hægt að rúlla þessu á undan sér eins og stjórnin hafi hvergi nærri komið, eða geti ekki ráðið við neitt.
Gott ráð Jóhanna; farið þið að vinna vinnuna ykkar, þessa sem þið lofuðuð fyrir kosningar, að slá skjaldborg um heimilin og setja regluverk um fyrirtæki landsins svo þau geti farið af stað. Farið að huga að fjölskyldunni og heimilunum og gleymið augnablik peningaöflunum og vogunarsjóðunum.
Þið eruð ekki í stjórnarandstöðu, heldur ríkisstjórnin, hættið að kenna öllum öðrum um hvernig komið er, og snúið ykkur að því sem þið eigið að gera. Sem sagt að koma hjólum atvinnulífsins í gang og gera almenningi kleyft að búa í landinu.
Eða ef þið getið það ekki, þá vinsamlegast farið og segið af ykkur. Það er komið nóg af þessari vitleysu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur. Þetta er nokkuð góð grein hjá þér.
En Jóhanna er ekki seinheppin og sennilega heldur ekki illa gefin. Hún er einfaldlega þrjósk, hún vill ekki viðurkenna mistök sín eða rangar ákvarðanir. Því stendur hún nú og lemur hausnum við stein.
Þeir sem ekki hafa þá gáfu að geta metið stöðuna hverju sinni og hagað sínum gjörðum samkvæmt því, á ekkert erindi á Alþingi og alls ekki í stól ráðherra.
Það má lýsa framferði hennar við þann sem kemur að keldu. Í stað þess að stoppa og skoða hvort keldan er ófær og velja þá aðra leið framhjá henni, þá æðir hún áfram án þess að skeita um eitt né neitt og æðir út í ófæra kelduna. Þar stendur Jóhanna nú, sokkin upp að höndum en neitar að þiggja hjálp til að komast að landi aftur, hún bíður þess að einhver rétti hjáplarhönd hinu megin keldunnar, en þar er bara enginn. Þar eru allir uppteknir við að koma sjálfum sér á þurrt, keldan var nefnilega ekki kelda, heldur forarmýri.
Gunnar Heiðarsson, 7.10.2011 kl. 22:07
Já þetta er nokkuð góð samlíking hjá þér. Manneskjan er eyland, tekur engum fortölum né hlustar á aðra. Öslast bara áfram í vitleysunni. Það er erfitt að hugsa sér hvernig þetta getur yfir höfuð gengið til lengdar. En svo heyrast fréttir um að Samfylkingin sé að endurreisa jafnaðarmannahreyfinguna, ætli þeir séu að smokra sér undan ofríkinu. Manni dettur það í hug. Tímasetningin er líka áhugaverð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 22:17
Sæl Ásthildur, Jóhanna og co eru alls ekki heimskst fólk, (allavega vil ég trúa því,) en eftir að hafa fylgst með þeim undarfarið, sér maður að að þau skötuhjú. Jóhanna og Steingrímur eru einu skrefi frá því að fara á innlögn!!!!
Guðmundur Júlíusson, 7.10.2011 kl. 22:53
sæl Ásthildur mikið erum við sammála þarna /Kveðja
Haraldur Haraldsson, 8.10.2011 kl. 01:25
Það er hvorki meirihluti fyrir esb - á þingi né hjá þjóðinni en JS nýtir sér valdagræðgi VG til fullnustu en flokkurinn undir stjórn SJS er tibúinn að svíkja allt fyrir völd.
En það má hrósa JS fyrir að hún er búinn að brjóta niður alla sjálfstæða skðoun hjá þingmönnum SF.
Óðinn Þórisson, 8.10.2011 kl. 09:03
Takk allir fyrir innlitið. Já ástandið er orðið dálítið ruglingslegt, því við getum ekki treyst því að farið sé að skráðum eða óskráðum lögum. Allt fer einhvernveginn eftir höfðinu á forsætisráðherra. Hún virðist komast upp með að smjúga fram hjá öllum venjulegum samskiptareglum, þar gengur hún á undan með slæmu fordæmi því miður. Það verður erfitt að koma skikki á hlutina eftir svona óráðssíu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 09:44
Mjöög sammála ykkur, en mikið rosalega er mér farið að líða illa eftir að ég áttaði mig endanlega á því hvernig farið er með okkur, ég trúði og hélt að hlutirnir væru ekki alveg svona vondir, en ég er búin að sjá sannleikann
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2011 kl. 13:48
Ég líka Ásdís mín þetta mjatlast inn smám saman og verður að skrímsli sem kemur manni til að vera andvaka og hugsa hvað hægt sé aðgera í málunum. Eitthvað verður að gera til að skapa hér lífvænleg kjör, svo í það minnsta fólksflóttinn minnki, tala nú ekki um að reyna að fá fólkið okkar til baka aftur. VIð getum brauðfætt allt okkar fólk ef jafnræði, heiðarleiki og sannleikurinn ríkir. Er það borin von að við getum ætlast til að fá svo varfærnar óskir okkar til að rætast?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 14:51
segðu mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2011 kl. 18:26
Jamm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.