26.9.2011 | 19:29
Aftur til Oslóar með viðkomu í Björke og Ålesund.
Þá var komin tími til að yfirgefa sveitina. Matthildur vildi sýna okkur Björke, sem er einstaklega fallegur staður þeirra Hornstrandir.
Fjöllin hér í Noregi gera það að verkum að Vestfirsku fjöllin eru eins og hólar í samanburðinum. En þennan morgun hafði snjóað á fjallatinda.
Það fyrsta sem ber fyrir augu á þessum fallega stað er raforkufyrirtækið Tussa. Þeir eru líka með netþjónustu og ef ég fengi mér nettengingu hjá þeim, fengi ég sennilega netfangið asthildurcesil@tussa.no Nei annars.
Staðurinn er gífurlega fallegur, landslagið frábært.
Þessi flotta gamla bryggja, skútuhöfnin þarna á móti, og þar sauð sjórinn af makríl, bóndabýlið þarna fyrir handan, og útsiglingin þarna fyrir endan á fjallinu hér nær. Þar er líka vegur yfir í næstu byggð sem er bara fær á sumrin og jafnvel þá ófær vegna skriðufalla, enda búið að gera göng undir fjallið.
Hér er fjölskyldan niður á bryggju.
Hér eru líka afargömul hús.
Fjöll, fossar og dalir, gróin tún og tré og runnar.
Hér er elsta þyrping í Noregi af gömlum húsum, rétt eins og Neðsti kaupstaður. Hér er líka allskonar uppákomur á sumrin, forngripasala í gamalli hlöðu og bakaðar vöfflur og fólk kemur allstaðar að til að skoða og njóta.
Hér er eitt af húsunum sem er búið í allt árið.
En þessi hús eru örugglega alveg fjörgömul, þó ég viti ekki hve gömul.
Sannarlega forvitnilegt að skoða.
Flestir norðmenn eiga báta, annað hvort skútur, hraðbáta, en mestmegnir bara venjulega báta, og niður við fjöruborð eru svona skúrar algeng sjón. Þar hafa þeir aðstæður fyrir bátana og veiðarfærin. En norðmenn í dreyfbýli eru miklir veiðimenn. Núna var samt aðalveiðitímabilið í skotveiði. Þar sem menn voru að skjóta dádýr og elgi.
Hér var farið niður þeirra Hrafnseyrarheiði, eini munurinn var að hér voru tré sem földu snarbröttu brekkurnar og beyjurnar og svo voru einstaka sumarbústaðir þarna.
Á leiðinni til Ålesunds, bíðandi eftir ferjunni og Evíta Cesil steinsofandi með opin augun.
Um borð í ferjunni. Krakkarnir að kaupa sér eitthvað lítilræði.
Úlfur með Kula, sem er alveg eins og Svali.
Ferjan fer á 20 mín. fresti, og stundum eins og núna rétt misstum við af henni og þurftum að bíða. En okkur lá ekkert á.
Komin til Ålesund.
Það var strax greinilegt að eitthvað mikið var á seiði, enda höfðum við heyrt um brunan í Norðuljósi. Hér er björgunarþyrlan.
Við höfnina var stæk þung brunalykt um alla höfnina. Þetta er skipið sem brann.
Það var óhugnanlegt að fylgjast með fréttunum meðan tala slasaðra hækkaði sífellt, og tveir menn létust, báðir vélamenn. Annar bara 17 ára nemi í sinni fyrstu ferð í þjálfun. Sorglegt.
Hér var ekki búið að ganga frá björgunarvestum og slíku, það var heppni að bruninn átti sér stað svo nálægt landi.
Já eitthvað ískyggilegt var á seiði.
Þyrlan aftur.
Þeir nota sínar sjúkraþyrlur mikið. Til að sækja slasaða í sveitirnar og slíkt, enda hafa þeir sínar þyrlur tiltækar, en leigja þær ekki út og suður og vona að enginn slasist á meðan.
Hvað þá að þeim dytti til hugar að leigja öll sín varðskip út og suður, það er bara í kjánalandi sem það er gert, af því að forsvarsmennirnir þurfa svo mikið að þvælast um heimin og nota peningana í eitthvað allt annað en að sinna hinum venjulega landsmanni.
En við skelltum okkur inn á Kebabstað einn sá besti í Ålesund og fengum okkur að borða.
Hér er beðið í ofvæni eftir Kebab.
Já og hamborgara fyrir suma.
Þetta er eitthvað svo þjóðlegt eða þannig, skruppum inn á lagerútsölu, áður en haldið var út á flugvöll.
Komin út á flugvöll til að fara aftur til Oslóar.
Komin heim í eldhús til Skafta og Tinnu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar er Björke í Noregi? Ég get ekki komið þessu nafni fyrir mig í augnablikinu. Það tók mig nokkur ár að læra að Björgvin var Bergen. Ég viðurkenni að ég spurði eingan heldur! En ég er ekki mikið fyrir að afbaka erlenda staði á íslenskuna, eins og td, tævönungar sem er forljótt.
Eyjólfur Jónsson, 26.9.2011 kl. 20:36
Sýnist þessi staður vera: in der Region Møre og Romsdal in Norangsfjorden. Virðist vera einhversskonar sumarbústaðaland í dag. Þetta er rétt hjá Austenfjorden. Nei sammála best er að nota bara þessi orð sem innfæddir nota.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2011 kl. 21:35
Frábært að ferðast með þér
Dísa (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 21:57
Takk Dísa mín. Mín er ánægjan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2011 kl. 22:19
Hrikaleg fjöll, svolítið annað en Himmelbjerged ,í Danaveldi,bara segi svona.
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2011 kl. 22:23
Já svo sannarlega Helga mín, þá eru þessi fjöll miklu fremur himmelbjerg en það danska. En við verðum að virða viljan fyrir verkið. Þeir eiga einfaldlega ekki annað.... aðra þúfu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2011 kl. 22:47
Hrikalega fallegt þarna og það mætti nú alveg reyna að fela bröttu brekkurnar á vestfjörðunum með trjám. Þá liði mér ekki eins illa að fara vestfirðina Samt eru vestfirðirnir mitt uppáhaldssvæði hér á landi.
Það klikkar ekki hvað það er gaman að ferðast með þér
Knús handa þér hvar sem þú ert stödd núna
Kidda, 27.9.2011 kl. 10:22
Aldeilis magnað, Noregur er yndislegt land. Sefur Evita oft með opin augu? skrýtið ! hlakka til fleiri mynda.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2011 kl. 11:20
Mamma hennar segir að hún sofi oft svona. Ég var að segja henni að ef ég væri að gæta hennar og vissi ekki af þessu yrði ég brjáluð úr hræðslu ef ég ætlaði að tala við hana og hún bara sæti og svaraði engu
Segðu Kidda mín, það væri nú aldeilis fínt að sjá ekki niður bröttu brekkurnar fyrir vestan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2011 kl. 14:55
Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.