24.9.2011 | 10:30
Haldið norður á bóginn og lífið í sveitinni í Noregi.
Já frá Osló lá leið okkar til Austfjorden, sem er lítið samfélag ekki langt frá Volda og Örsta, þarna norðurfrá er landslagið gífurlega fallegt, há fjöll, djúpir dalir og firðir, berg og tré, mikið um vötn.
Flugum frá Gardemoen til Ålesund tekur eina klst. og tuttugu mínútur. Hér erum við að bíða eftir Möttu tengdadóttur minni í Moa, til að fara til Austfjorden.
Þarna fyrir norðan eru vegir nánast einbreiðir og krókóttir, það er vegna þess hve dýrt er að leggja vegi vegna fasts bergs og því hve verðmætt ræktað land er. Svo þess í stað er borað, brúað og svo ganga ferjur.
Til að komast frá Ålesund þarf að fara bæði nokkur göng og taka ferju.
Minnir þetta ekki á ÓshlíðinaÖ
Svo má segja að talandi um tún Vestfirskra bænda, þá eru sum þeirra risasléttur miðað við grasblettina í Noregi.
Komin heim til Möttu minnar. Hér í dalnum eru þrjú hús, eitt er sumarbústaður, svo er hús bóndans og svo gamli bærinn sem Ingi og Matta búa í og eru að gera upp af miklum myndarskap.
Það var auðvitað fangaðarfundur hjá okkur öllum. Gott að sjá þau svona glöð og heilbrigð, eins og alltaf.
Símon Dagur orðin svo stór og eins og snýttur út úr pabba sínum.
Ærslabelgurinn Evíta Cesil.
Hoppar og skoppar. Leikskólinn er ekki langt í burtu eða í Austfjorden smáþorpi þarna rétt hjá, skólabíll sækir svo stóru börnin og ekur þeim heim aftur. Svo skólamál eru ekki vandamál hér.
Ég þurfti stundum að minna þau á að ég talaði íslensku, því þau þau talið alveg íslensku, þá eiga þau til að muna ekki hvort tungumálið þau eru að tala. Ég kannast vel við það síðan ég var í sænskum lýðháskóla, og þegar ég kom heim átti ég til að tala íslensku við sænska vini mína, og sænsku við fólkið mitt.
En eins og þið takið eflaust eftir er ekki öryggisnet á trampólíninu. Það er dálítið undarlegt eins og norðmenn eru passasamir og fjölskylduvænir, hvað þeir geta verið kærulausir á öðrum sviðum, eins og með trampólínin ég fékk fyrir hjartað við hvert hopp hjá stelpunni minni. Eins það að þó Noregur sé örugglega með lengstu strandlengju í Evrópu allavega, og fjöldan allan af ám, vötnum og fljótum, þá byrjar sundkennsla ekki fyrr en við 10 ára aldur. Sumstaðar á minni svæðum er þó sundkennsla en í takmörkuðum mæli. Enda var mér sagt að það væri mikið um drukknanir barna í landinu.
Þessari skemmtilegu mynd náði ég af Kristjáni Loga
Hér eru svo Sóley Ebba og Úlfur með froska, sem mikið er af í sveitinni, og meira að segja í sturtuaðstöðunni í kjallara hússins.
En það er einmitt þeirra vegna sem gerð voru froskagöng undir nýjan veg sem verið er að leggja þarna í sveitinni, hér er mikið um vegaframkvæmdir, það er til og með verið að gera 8 göng á þessu svæði, svo næsta ár verður greiðari aðgangur frá býlinu í bæinn til að versla.
Hér er líka fleira dýralíf, heldur en 140 geitur og einn hani, því hér eru fjórir kettlingar og mamma þeirria.
Algjörir hnoðrar, þessi er dálítið sérstakur til fótanna eins og sjá má. Já ég sagði einn hani, engar hænur.
Hann er nefnilega líka með þumal.
Hér sjáum við svo þessi myndarlegu froskagöng, ekkert smávirki sko!!!
Í leikskólanum að sækja Símon Dag og Evítu Cesil.
Evíta er alsæl í skólanum, en hann er rétt eins og pabbi hans var heimakær. Pabbi hans á þessum aldri harðneitaði að klæða sig til að komast hjá að fara á leikskólann
Fyrir utan lakkrís, rúsínur og tópas burðast maður alltaf með læri handa öllum þremur börnunum, og svo er eldar á ömmuvísu, sósan mín hefur slegið í gegn, og hér er verið að smakka sósuna hennar ömmu.
Nammi namm.
Við fengum bæði gott og verra veður þarna fyrir norðan, en fegurðin í landslaginu er ævintýri líkust.
Á öllum svona sveitabæjum hér er stór skemma, þar sem öllu ægir saman frá fornufari til dagsins í dag, samansafn af því sem fjölskyldan hefur átt gegnum tíðina, það væri gaman að grúska í svona skemmu.
Hér er Aron Máni að undirbúa safariför á fjöll.
Til búinn í slaginn.
Eins og sjá má, hér er veiðibyssan.
Og veiðihnífurinn, en hér gangaq allir drengir með veiðihnífa, þar sem þetta er veiðimannasamfélag. Hann var svo burtu í klukkutíma kom heim draghaltur og sagði farir sínar ekki sléttar, þar sem hann var komin út í skóginn, hitti hann svartan björn, hann klifraði hátt upp í tré, en björnin sat fyrir honum lengi, loks fór hann og Aron datt átta metra niður úr trénu og meiddi sig á fætinum
En sem betur fer gleymdist fótarmeinið afar fljótlega.
Hér er myndarlegt geitabú, og þær ern ekki handmjólkaðar heldur með mjaltavélum, þar sem þær hafa bara tvo spena er hægt að mjólka 8 geitur í einu og þær eru mjólkaðar tvisvar á dag. Þær koma sjálfar heim til mjalta og fara á básana sína, þar fá þær að borða, og svo er útbúnaður sem smellur um háls þeirra, þannig að þær komast ekki frá sínum bás, fyrr en þær hafa verið mjólkaðar. Þær þekkja pabba sinn og ef hann fer í frí, verða þær rosalega glaðar þegar hann kemur aftur og láta alveg vita af því.
Mjólkin er svo send til Örsta í mjólkurbú, þar sem búin er til ostur, m.a. feta og mysingsostur.
Þær eru algjör krútt þessar geitur, og krakkarnir hafa mikið gaman af að hjálpa til við þær.
Og ég er viss um að geiturnar eru farnara að þekkja börnin.
Það er erfitt að láta sér ekki þykja vænt um svona krútt.
Evíta með eina gamla vinkonu.
Hér eru svo mjaltagræjurnar.
Hér tínast þær heim til að láta mjólka sig, og svo bíða þær rólegar þangað til þeim er hleypt inn á básinn sinn og fá eitthvað góðgæti.
Þær gáfu sér samt tíma til að kíkja á þessa skrýtnu kerlingu með myndavélina.
Með ömmu sín
Svo er auðvitað upplagt að hjálpa mömmu við uppvaskið..... eða bara sulla smá
Hér er allt á fullu og Sóley Ebba svo myndarleg að baka köku.
Kristjána Logi að verða svo stór strákur og æðislegur.
Og Aron Máni náttúrbarnið, hann er auðvitað að stækka og þroskast líka.
Þetta er daginn sem við lögðum af stað aftur til Oslóar, og Matta les fréttirnar af brunanum í Norðurljósinu í Ålesund.
Skemmtileg mynd af Möttu og Kristjáni. En Matthildur er rosalega dugleg að vera ein svona lengi með krakkana, þau eru öll frekar ærslafengin og sjálfstæð frábær öll sem eitt, en það getur oft verið dálítið erfitt að hemja svona marga krakka í einu. En henni tekst þetta með góðri hjálp nágranna sinna bændanna í næsta húsi, sem eru alltaf reiðubúin til að aðstoða hana og taka krakkana um stund, eða sækja þau í skólann. Norðmenn eru yfir leitt afskaplega yndislegt fólk og hjálpsamt og ekki síst í sveitum landsins.
Það er rosalega notalegt að hvíla á þessu hlýja tæki.
Og brátt kveðjum við Austfjorden og nágrenni og höldum til Ålesund. Komum við á geysilega fallegu svæði sem heitir Björke og skoðum þar gömul hús og fallegt landslag. En þangað til óska ég ykkur gleðilegs dags. Og ætla mér út í góða veðrið að vera með fjölskyldunni minn hér í Fortensctein í sól og 24°hita. Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er engu líkara en maður sé bara kominn á staðinn svo frábærar eru myndirnar og frásögnin hjá þér. Bestu kveðjur til ykkar hjóna og hafið það ætíð sem best...............................
Jóhann Elíasson, 24.9.2011 kl. 10:57
Takk Jóhann minn. Mín er ánægjan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 12:29
Ég sé að þetta er flott Ferja á myndum að dæma hjá þér,okkur vantar svona Ferju hingað til Eyja. Kemuru ekki bara með Geit sem gæludýr þegar þú kemur heim,staðin fyrir Pípí? Altaf gaman að lesa færslur þínar...
Vilhjálmur Stefánsson, 24.9.2011 kl. 16:01
Æðislegar myndir gaman að sjá hvað krakkarnir eru orðnir stórir og flottir ;)
Harpa Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 16:10
Hahaha Vilhjálmur, veit ekki hvað dýralæknirinn tengdadóttir mín á Ísafirði myndi segja, hún er alfarið á móti geitum hingað vestur Takk annars fyrir mig. Já þessar ferjur eru afar flottar, og mikið notaðar, þar sem þær eru hluti af vegakerfinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 16:29
Já Harpa mín, þau eru að verða svo stór og myndarleg börnin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 19:48
Gaman eins og alltaf að sjá myndirnar þínar. Gangamunninn er mjög frábrugðinn Óshlíðinni þegar maður horfir á kjarrið. Frábært að sjá hve vel krakkarnir þrífast í sveitinni, hlakka til að sjá þær í Austurríki sem maður hefur mest séð af og fylgst með
Dísa (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 20:36
Já Dísa mín, auðvitað dregur kjarrið úr ógninni þarna Já skotturnar mínar í Austurríki eru orðnar svo stórar og flottar stelpur, en hafa engu gleymt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 20:49
Mikið er gaman að þessu,ekki man ég hvort þau fóru til Noregs meðan ég var að blogga, t.d. fyrir 3 árum. Sá yngsti (yngri),er nú ekki mikið eldri. Gott hjá þér að fara í veturinn,eftir að vera búin að vera með þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2011 kl. 21:32
Dásamlegt allt saman, held að kærleikurinn úr kúlunni þinni hafi smitast með til Noregs
Ásdís Sigurðardóttir, 25.9.2011 kl. 11:36
Takk Ásdís mín
Já Helga mín, það er gott að fara inn í veturinn með fallegar minningar um börnin mín og barnabörnin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2011 kl. 17:58
Alltaf jafngaman að ferðast með þér og fylgjast með þínu fólki. Sennileg eru vegirnir þarna ekki fyrir lofthræddu mig
Knús handa þér hvar sem þú ert í heiminum
Kidda, 26.9.2011 kl. 10:13
Takk Kidda mín nei sennilega eru sumir vegir þarna í Noregsi ekki fyrir lofthrædda eins og þig og mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2011 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.