Fyrstu myndir úr ferðalaginu.

Við erum komin til Austurríkis og í tölvusamband, almennilegt.  Þetta er búið að vera dásamleg ferð og verður enn um sinn.  Það hefur verið yndislegt að hitta börnin sín og sérlega barnabörnin, fögnuður á báða bóga.

IMG_3431

Lögð af stað.  Fyrsta nóttin var á B&B guesthouse í Keflavík, þar sem ég gisti oftast þegar ég fer utan, í fyrsta lagi er þetta afskaplega þægilegur staður og yndislegt fólk sem á og rekur gistiheimilið, svo geymja þau bílinn fyrir mann og bæði sækja og senda fólkið út á völl.  Betra verður ekki á kosið.

IMG_3432

Það er tilhlökkun í loftinu, en svo þarf auðvitað annað hvort að lesa bók eða fara í tölvuna. 

IMG_3436

Komin til Oslóar, hér er Óðinn Freyr, það voru fagnaðar fundir, og sú litla þekkti mig strax amma í kúlu, sagði hún og svo fékk ég knús.Heart

IMG_3438

Útsýnið af öðfum af tveimur svölum blokkaríbúðarinnar, Nitterdalur og reyndar allur Noregur er virkilega fallegt land og landslagið frábært, mikið um fjöll, vötn, berg og tré. 

IMG_3441

Hér er svo litla skottið Sólveig Hulda, Gaman að hitta öll barnabörnin mín, þau eru hvort öðru skemmtilegra.

IMG_3445

Að spila við mömmu sína.

IMG_3448

Það má segja að unglingarnir mínir hafi fallið vel inn í fjölskyldulífið þarna úti í Osló.

IMG_3450

Sæt systkini. Heart

IMG_3458

Svo þarf að fara yfir bókhaldið með afa sínum.

IMG_3460

Eiginlega þá bíður hún eftir afa á hverjum degi þegar hann kemur heim, og svo leika þau sér saman í svona klukkutíma.

IMG_3462

Stórstjarnarn ungfrú Peres Díaz LoL

IMG_3470

Ingi Þór minn með hana Regínu Rós Hagbarðsdóttir auðvitað, faðirinn er Hagbarður Valsson, sem er orðin stór og myndarleg stelpa.

IMG_3474

Hér er svo afi við vélina hræðilegu.

IMG_3476

Svona byggja Norðmenn, þeir púsla upp kubbum. 

IMG_3479

Ásamt því að eiga eina lengstu strendlengju Evrópu, þá er hér mikið um vötn, ár og læki. 

IMG_3484

Þar var ennþá hægt að týna upp í sig nokkur aðalbláber og títuber. 

IMG_3496

Skruppum í Tusenfrid, eða hvernig sem það er nú annars stafað.  Stærsti skemmtigarðurinn í Osló.

IMG_3498

Risa rúllustigi til að komast upp.  Hér er reyndar allt í hólum og aðallega hæðum.

IMG_3503

Það kostar mikið inn, en svo er hægt að fara í öll tæki og tól fyrir miðaverðið.  Það er góð lausn.

IMG_3510

Sólveig Hulda fór í nokkur tæki með pabba sínum, alsæl.

IMG_3515

Svona barnarússíbana, annars voru þarna margir rússíbanar stórir og smáir.

IMG_3521

Þetta tryllitæki samt held ég það alversta. 

IMG_3523

Snýst og rúllar á alla kanta. 

IMG_3524 

Úlfur segist allavega aldrei aftur í svona tækiSmile

En hér fengum við okkur pizzu og kók. 

IMG_3532

Stund milli stríða í skemmtigarðinum.

IMG_3534

Meðan spáð var í hvaða tæki ætti að fara í næst.

IMG_3540

EF til vill í sjóævintýri.

IMG_3541

Vá þetta fannst þeim gaman.

IMG_3544

Og Bomms a daisy.

IMG_3545

Engin smá buslugangur...

IMG_3547

Allir ánægðir.

IMG_3552

En pabbi og Sólveig Hulda sátu bara og horfðu á.

IMG_3559

Amma taktu mig Heart

IMG_3560

H'er er ógurlegt skrýmsli.

IMG_3564

Skemmtilegar skreytingar eins og marglyttur.

IMG_3566

Svo eru það hinir ógnvænlegu rússíbanar.

IMG_3569

Hér má sjá allskonar tilfinningar bærast með okkar fólki LoL

IMG_3575

VÁÁÁ!!!

IMG_3576

Væri ekki gaman að vera þarna?

IMG_3577

Já sem betur fer er farið hratt í þessum rússíbönum. 

IMG_3585

Svo eru það auðvitað bílarnir.

IMG_3592

Og Ísinn, alveg nauðsynlegur. 

IMG_3594

Alejandra með sinn ís.

IMG_3595

Sólveig Hulda fær sinn ís.

IMG_3597

En Óðinn Freyr vill bara sykurpúða og það ekkert smástóran.

IMG_3598

Og auðvitað vill litla systir fá að smakka.

IMG_3600

Og við kveðjum að sinni frá Osló, næst förum við norður á bóginn til Örsta og Austfjorden, gegnum Ålesund. 

Eigið góðan dag elskurnar, erum komin til Austurríkis og hér er yfir 20 gráður og yndislegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu, takk fyrir að leyfa mér að kíkja á hvað þú ert að gera

Haltu áfram að eiga góðan tíma mín kæra

Jónína Dúadóttir, 21.9.2011 kl. 13:45

2 Smámynd: Laufey B Waage

Aldeilis skemmtilegt fjölskyldulíf í kring um þig Ía mín.

Laufey B Waage, 21.9.2011 kl. 13:51

3 identicon

Gaman að sjá þessar myndir og heyra að þú sért með þínu fólki í Noregi, fer nokkuð oft inná bloggið þitt.

Mér finnst þú vera svo mikið á manneskjunótunum, vonandi skilur þú hvað ég meina.  Er að spekulera hvort þetta er ekki bara svona skemmtiferð en sýnist að afinn geti verið í aðstoðarliði við sitt fólk, nema þið séuð farinn til dvalar þarna um sinn.

Fylgist áfram með njóttu þessa alls með þínu fólki, kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 14:21

4 identicon

Alltaf jafngaman að fá að vera fluga á vegg hjá þér og fylgjast með. Njótið dvalarinnar hjá Báru jafn vel

Dísa (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 19:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið stúlkur mínar, ég er að njóta mín alveg í botn hérna.  Á morgun er spáð 24 stiga hita hér, í dag var um 20 gráður og notalega hlýtt.  Stelpurnar fóru að synda í sundlauginni hérna fyrir utan.  Hér eru flestir með sundlaugar á lóðinni hjá sér, að vísu með köldu vatni, sem er hressandi í sumarhita. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2011 kl. 22:11

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vá! Flottar myndir frá þér. Þakka þér fyrir að fá að njóta. Þessi mynd þarna með flottu blómunum sem eru eins og Marglyttur sem virðast vera í lausu lofti. Hvernig gera þeir þetta? Einhver möguleiki á svona skreytingu hérna á Ísalandinu?

Rosalega er annars gott veður hjá þér.

Guðni Karl Harðarson, 21.9.2011 kl. 22:22

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk og knús.

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2011 kl. 22:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín og Guðni.  Þessar plöntur standa á súlum, sem sennilega eru með einhverskonar blómapotta festa uppi, með næringu og gegnumstreymi vatns.  Svipað og í flestum borgum Evrópu, þar sem svona skreytingum er komið fyrir á ljósastaurum, brúm og hér og þar um götur og torg, og sannarlega setja svip á umhverfið.  Falleg eru þau líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2011 kl. 22:58

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ó, ég sá ekki að staurarnir (súlurnar) væru undir blómunum þegar að ég horfði á myndina.

Guðni Karl Harðarson, 22.9.2011 kl. 09:17

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2011 kl. 20:21

11 Smámynd: Kidda

Ég varð að fletta upp til að sjá súlurnar. Takk fyrir að leyfa okkur alltaf að koma með þér í ferðalögin þín

Kidda, 23.9.2011 kl. 15:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk meira seinna, var í Vínarferð í dag.  En kemst ekki inn á netið í minni tölvu allt í einu.  En þetta kemur.  Knús á ykkur öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband