Ég er frjálslynd að vestan.

Ég þvældist inn á moggablogg eiginlega fyrir tilviljun.  Góður kunningi minn fór að blogga og þar sem hann er afskaplega góður penni þá fór ég að lesa það sem hann skrifaði og síðan bættist fleira við.

En á þessu bloggi hef ég rekist á það sem er víðar í samfélaginu, þvílíkar rangfærslur að engu tali tekur.  Fólk hér er með allskonar illkvittnislegar blammeringar um Frálslynda flokkinn og alla sem í honum eru að það hálfa væri nóg.

 

Þess vegna langar mig til að setja fram úrdrætti út málefnahandbók flokksins.  Það plagg sem forystan hefur átt drjúgan þátt í að semja, og sem hefur verið samþykkt á Landsfundi og allir undirgangast um leið og þeir skrá sig í flokkinn.

 

Hér er kafli um innflytjendamál:

 INNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.34Hér er svo

Hvar er rasistastefnan hér.  Svo kemur hér úrdráttur úr öðrum kafla í málefnahandbókinni góðu.

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldu gagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlæti og jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur og bera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skapa réttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal með sanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar og frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir. Hvar er rasisminn í þessum kafla ? Eða þessum hér ? RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindi eintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum rétti einstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálas-koðunum, trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð. Á síðasta landafundi var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:  Hér 4. Málefni innflytjenda:

Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.

Frjálslyndi flokkurinn
telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.

Frjálslyndi flokkurinn
mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.

Frjálslyndi flokkurinn
varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.

Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en
Frjálslyndi flokkurinn
hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.

Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.
er
 

Er þetta ef til vill rasismi ?

 

Ég veit ekki alveg hvað veldur þessu skeytingaleysi um sannleikann í málflutningi fólks.   En mér finnst það ansi hart að þurfa að sitja undir orðum eins og rasisti, úrhrak, ruslahaugur og fleiri nöfnum sem mér og því fólki er gefið sem hefur ákveðið að fylgja Frálslyndaflokknum að málum.  Fólkinu sem þekkir flokkinn og málefni hans og vill fylgja stefnu hans eins og í framanskráðum köflum úr stefnumálunum.

 

Það sem hér hefur verið skifað og sagt á pólitíska vísu er meira í ætt við mannorðsmorð og rægingarherferð en nokkuð annað sem ég orðið vitni að áður, nema ef til vill í umfjöllun um Framsóknarflokkinn.  En það er svo skrýtið að einmitt framsóknarmenn ganga hvað harðast fram í róginum, þeir sem ættu einmitt að kannast við tilfinninguna. 

Fyrir ykkur sem teljið málefnasamþykktir flokka ekki skipta máli, þá deili ég ekki þeirri skoðun.  Samþykktir flokkana eru einmitt hjarta þeirra og undirstaðan undir þann grunn sem flokksmenn vilja standa undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mikið er gaman að  sjá þig hérna á moggablogginu Cesil

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.2.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæra.  Þetta er alveg nýtt fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband