Elsku Pípí minn blessuð sé minningin þín.

Ég brá mér til Noregs, sem betur fer er su stir mín heima og gætir bús og barna.  Hún átti líka að gæta Pípí, en kvöldið áður en ég átti að fara í flug, hringdi síminn, kunningjakona mín tilkunnti mér að hún hefði séð gæs á götunni meðfram sjónum, sem hefði verið ekið á og væri dáinn.  Þar sem enginn gæs er eftir að ég tel, er nokkuð víst að þetta hafi verið hann Pípí minn.  Það var svo sorglegt að heura þessa frétt.  Í flugvélinni á leiðínni út kom í huga mér smá kveðja til hans.

 

P.S. á tölvunni sem ég skrifa á er ekki hægt að setja in uppsilon, svo þar sem uið er þar á að vera uppsilon.

Kveðja til Pípí. 

Í langferð nú hefur nú lagt,

og leiðin er sólgeislum stráð

Ó fuglinn minn hvað get ég sagt?

þessi ferð þín var duttlungum háð.

ufir götuna lá víst þín leið,

með löngun í sjóinn þann dag.

þitt hjarta og hugur sem beið

að komast í langt ferðalag.

 

Ó Pípí þú prakkarinn minn

Í Paradís vonina berð.

Til austgurs fer ættbogin þinn,

sem engill með hópnum þú ferð.

Því veturinn langi sem læðist 

l mskur með kulda í bæ,

er fjandvinur gæsar sem fæðist

á friðsælu vori í mai.

 

Nú fulgir þér hugur meinn hlúr

í hjartanu þakklæti finn

að besta í sál minni búr

bjóst ú mér fuglsungin minn.

að horfa í augun svo skær

og skoða það heim þinn og minn,

var orðin mér kerlunni kær

hve endalaust þakklæti finn.

 

Nú kveð ég þig fuglinn minn kær

og kveðjan mín vængina fær

að fulgja þér hátt ufir haf

að heitströðndum vonar sem gaf

kæti og kærleikans bönd

krakka sem elskuðu þig,

nú ertu á englanna strönd

þar minnast þín hver furir sig.

Um ungann sem kom inn í vor,

og átti hér viðveru um hríð.

og gaf okkur gleðinnar spor

sem gildir um all okkar tíð. 

 

Elsku elsku Pípí minn, ég mun sakna þér.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta voru virkilega slæmar fréttir ég samhryggist þér innilega.

Jóhann Elíasson, 9.9.2011 kl. 11:42

2 identicon

Afar dapurlegar fréttir; og vil ég taka undir hlýja hluttekningu Jóhanns vinar okkar Stýrimanns, sannarlega.

                                             Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 11:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sorglegar fréttir, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þessar fréttir eru áfall fyrir alla sem hafa fylgst hafa með uppvexti Pípí á blogginu þínu Ásthildur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 12:00

4 Smámynd: Kidda

Æ, elsku vinkona, leitt að heyra af þessu. Innilegar samúðarkveðjur vegna Pípí sem hefur gefið ykkur svo mikið á stuttri ævi sinni. Og reyndar okkur hinum líka.

Veit ekki hvað ég get sagt þér til huggunar en myndi vilja geta lífgað hann Pípí.

Knús og faðmlag elsku vinkona

Pípí mun ekki hverfa úr minningunni hjá neinum sem hafa fylgst með hans ævi hjá ykkur. 

Kidda, 9.9.2011 kl. 12:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll það verður tómlegt að koma heim og enginn Pípí. Hans verður sárt saknað heima. Takk furir öll huggunarorðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2011 kl. 12:25

6 identicon

Æ hvað þetta eru sorglegar fréttir, ég samhryggist þér innilega! 

Maddý (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 12:32

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, mikið er leiðinlegt að heyra þetta, mér þótt svolítið vænt um Pípí og hlakkaði til að fylgjast með honum áfram, það verður tómlegt að koma heim.  Knús á þig og takk Pípí fyrir sumarið

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2011 kl. 12:43

8 identicon

Knús til þín. Pípí var skemmtilegur og gaman að hitta hann. Nú tekur þú saman sögurnar um hann og myndirnar þegar þú verður komin heim aftur og heldur þannig minningu hans á lífi . Sagan hans gæti orðið góð bók ef hún væri gefin út, en allavega geta prakkarastrikin hans skemmt barnabörnunum þínum, ekki síst þeim sem eru í minna lagi núna til að fylgjast með ennþá.

Eigðu yndislega og góða ferð til að hitta öll þín börn tengda- og barna-.

Dísa (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:22

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það var orði' gaman að frátta öðru hvoru af Pípí, nú verður þú að ná þér í Rjúpu...

Vilhjálmur Stefánsson, 9.9.2011 kl. 13:48

10 identicon

Æ en sorglegt Ásthildur mín, en gaman á meðan hann var og myndirnar og sögurnar flottar. Bókarhugmyndin er góð, bestu kveðjur vestur sem endranær.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 15:09

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj en leiðinlegt að heyra þetta. Það er erfitt að missa dýrin sín

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2011 kl. 17:12

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll, já það er skr'tið að fá ekki að hafa hann áfram.  Hann var orðin fastur heimilismeðlimur, og hafði gaman af að sitja með mér við tölvuna á kvöldin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2011 kl. 17:26

13 identicon

Greyið er kominn í jörðina á lóðinni við kúluna, það fer vel um hann þar. kveðja til allra í Norge. Dóra systir.

Dóra (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:37

14 identicon

Sæl mín kæra ,mikið er leitt að heyra þetta.hugsa til þín með samúð.

Þetta er svo ótrúlegt.

 Kveðja Erla

Erla (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 23:02

15 Smámynd: Ragnheiður

Elsku elsku þið ! skelfing er að heyra þetta ...knús á ykkur öll.

Ragnheiður , 9.9.2011 kl. 23:32

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Dóra mín.  Ég er búin að skoða myndirnar þetta er falleg gröf fyrir fallegan fugl.

Takk Erla mín.

Takk Ragnheiður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2011 kl. 20:05

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, en leiðinlegt að heyra  ...  

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.9.2011 kl. 22:27

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

En sorglegar fréttir, það var skemmtilegt að fylgjast með Pípí frá því að hann skreið úr egginu í vor...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.9.2011 kl. 00:09

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jä elskan litla mer lïdur betur ad vita af honum ï fallegri grof. 

Takk oll furir samüdina og hlü ord. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2011 kl. 08:01

20 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Æ hvað er leiðinlegt að heyra þetta. Samhryggist ykkur í Kúlunni. Pípi var einstakur og við söknum hans mikið 

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 11.9.2011 kl. 16:56

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigga mín, já hann var orðin einn af fjölskyldunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2011 kl. 17:36

22 Smámynd: Dagný

Samhryggist þér með hann Pípí. Mikill karakter og gaman að fá að fylgjast með honum vaxa og dafna. Merkilegt hvað á þér dynur Ásthildur mín. Eigðu samt góða daga í Noregi

Dagný, 13.9.2011 kl. 21:55

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2022059

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband