Óvirðing við látinn listamann.

Sum óhæfuverk eru sárari en önnur.  Stundum bara einfaldlega getur maður ekki skilið hvað liggur að baki ill- og skemmdarverkum eins og þessarmyndir sýna:

IMG_3426-1

Stytturnar hans Júlíusar sonar  míns hafa staðið á svæði sjóminjasafnsins og tjöruhússins við Neðsta kaupstað, þar sem hann kom þeim fyrir sjálfur, til gleði fyrir gesti og gangandi.

En nú í haust hefur einhver eða einhverjir tekið sig til og skemmt nokkrar þeirra.  Ég get ekki skilið hvað liggur að baki þessu.  Svona ýfir upp sár og vekur reiði.

IMG_3428-1

Þið sem hér voruð að verki; vonandi skammist þið ykkar, þó væri lágmark að þið viðurkenndur óhæfið og bæðust afsökunar á þessu.

IMG_3429-1

Það er augljóst að fólk sem gerir svona líður illa á sálinni.  Því ekki hefur nokkur gagn né gleði af því að eyðileggja listaverk.  Og því síður þegar listamaðurinn er dáinn og getur ekki lagað sjálfur það sem aflaga hefur farið.  Ég vona að þið kunnið að skammast ykkar.  Móðir í sorg.

IMG_3425-1

Pípí eftir sundsprett.

IMG_3430-1

Fyrsti fallegi dagurinn í langan tíma.

En ég vil skora á þá sem skemmdu styttur sonar mínar að koma og biðja mig afsökunar á þessu. Mér myndi líða betur við það.  Enda væri það í anda hans, sem engum vildi illt og var alltaf að hjálpa öðrum oft á kostnað sjálfs síns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég á bara ekki til orð yfir þessu. Hvað gengur fólki eiginlega til? Það hefur verið hræðilegt að koma að þessu svona. Vonandi að viðkomandi aðili hafi manndóm í sér til að biðjast afsökunar á þessu.

Knús Ásthildur mín.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.9.2011 kl. 13:03

2 identicon

Þetta er dapurlegt og óskiljanlegt. Knús og hlýja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 13:08

3 identicon

Leitt að lesa þetta. Hérna er ýmislegt í gangi. Sjá hér http://tvina.blogspot.com/2011/09/steini-slasast-hjolinu.html

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 13:34

4 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !

Um leið; og ég fordæmi þessi - eða þetta afstyrmi, sem vanvirðir þig og þína fjölskyldu ekki síður, en genginn listamann; son ykkar, með þessu athæfi, vil ég sýna ykkur hluttekningu mína, þar með.

Minnumst þess; að gerandnum - eða þá; gerendum þessa fólskuverks, mun illa hefnast síðar, að verðskulduðu.

Enn; sem oftar tek ég eftir, hvað þessi fiðraði ljúflingur, sannkölluð Himna sending, ykkur til handa, sem Pípí er, auðgar líf ykkar allra, sem tilveru, að sönnu, blessaður fuglinn.

Með kærri kveðju; sem jafnan - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 14:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.

Takk Anna Lilja mín.

Dísa mín ég gat ekki sett inn svar á legginn þinn, en ég sendi ykkur báðum mínar innilegustu samúðarkveðjur, þetta er nú meira með hann karlinn.  Eins gott að það var þá fótur í staðinn fyrir höfuðið.  Knúsaðu hann fast frá mér með óskum um góðan bata.

Takk Óskar minn, og takk fyrir hlý orð til Pípí. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 15:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sorglegt að sjá meðferðina á listaverkunum.

Svona skemmdarvargar eru haldnir skítlegu eðli.

Tek undir orð Óskars um Pípí.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2011 kl. 15:21

7 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

maður er bara orðlaus og skil ekki svona hegðun, að svona nokkuð gerist í okkar menningarbæ

Elfar Logi Hannesson, 5.9.2011 kl. 15:34

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Axel takk fyrir .

Elfar Logi já það er sárt, því vissulega hefur þetta fengið að vera í friði núna síðan það var sett upp.  Og síðan hafa verið margar flottar sýningar hér og þar um bæinn.  En sárt er þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 16:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljufust min, eg a ekki til orð yfir slika oknytti, vona að einhver geti lagað þessi fallegu listaverk hans Julla.
Kem inn siðar er eg er komin i tölvuna mina

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2011 kl. 16:32

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín, ég hef beðið umsjónarmenn að fara með þau í geymslu þangað til Elli minn kemur, við viljum laga þau sjálf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 17:04

11 Smámynd: Kidda

Æ, hvað er að fólki. Ekkert má vera íftiði fyrir sumu fólki. Vonandi getur Elli gert við þær.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 5.9.2011 kl. 19:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín, já hann getur það sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 19:28

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj æj ljótt er að heyra. Kúluknús

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2011 kl. 21:07

14 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ELSKAN- HVAÐ EG SKIL ÞIG.

 EN ÞAÐ ER EINHVERSTAÐAR Í ÓAGAÐRI SÁL íSLENDINGA ÞESSI LÖNGUN TIL AÐ SKEMMA OG TORTÍMA- HÚS SEM RAUÐIKROSSINN Á SEM SKYLI FYRIR FERÐAMENN- ALMENNINGSÍMAR- ALLT ER BROTIÐ OG SKEMMT.

þETTA ER SKEMMD Í ÞJÓÐARSÁLINNI OG SYNIR AGALEYSI.

 KANNSKI ÞURFUM VIÐ HERAGA Á UNGMENNI ÞESSA LANDS ? og þá eldri líka ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.9.2011 kl. 21:08

15 Smámynd: Dagný

Maður skilur ekki hvað fólki gengur til. Eins og listaverkin hans Júlla þíns eru falleg og sérstök. Fólkið sem gerði þetta má sko skammast sín. Bestu kveðjur til þín og þinna Ásthildur mín 

Dagný, 5.9.2011 kl. 22:39

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ásthildu mín, reyni ekki einu sinni að skilja hvað liggur að baki. Aftur á móti er mjög auðvelt að skilja þig. Sendi þér hughreystingu sem má sín þó lítils.

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2011 kl. 00:10

17 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ásthildur, í þeim til fellum sem þeir sem svona skemmdarvek vinna finnast, eða gefa sig fram, er sjaldnast eða aldrei slæmur hugur til listamannsins sem stendur að baki. Annað hvort er um vanlíðan, töffarakap eða heimsku að ræða. Við getum leitast við að auka virðinguna í samfélaginu. Það er hægt.

Ég finn hins vegar til með aðstandenum. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.9.2011 kl. 00:41

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmdarfýsn er virðingarleysi, það er því miður fullt af fólki sem er haldið skemmdarfýsn...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.9.2011 kl. 01:44

19 Smámynd: Ragnheiður

skelfilega er þetta ömurlegt að sjá. Knús elsku vina mín.

Ragnheiður , 6.9.2011 kl. 03:58

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll innilega.  Júlli hefið verið glaður með viðbrögðin ykkar og fyrir það er ég þakklát. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2011 kl. 10:28

21 Smámynd: Jóhann Elíasson

Virðingarleysið er algjört ekki getur maður ímyndað sér hvað svona "sálarlausum aumingjum" getur gengið til.

Jóhann Elíasson, 6.9.2011 kl. 12:40

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei, ég vona að þeir skammist sín og ákveði með sjálfum sér að gera svona aldrei aftur.  Ef þeir hafa lært af þessu þá hefur eitthvað gott komið út úr því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2011 kl. 15:53

23 identicon

Æ, hvað þetta er eitthvað ömurlegt -sannarlega sorglegt að fólk geti gert svonalagað :( Fór á Ísafjörð í vor og var einmitt að skoða listaverkin hans Júlla þíns. Svo yndislega falleg.... gott að það er hægt að gera við þau! Kveðja, María

María Úlfarsd. (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 20:31

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk María mín.  Já þetta er sorglegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2011 kl. 20:34

25 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er sannarlega ömurlegt.  Maður er eiginlega orðlaus yfir þessari framkomu.  Mér dettur helst í hug að krakkaóvitar hafi verið að verki.  Sem afsakar samt ekkert.  Þetta er ömurlegt.  Vonandi verða skemmdarvargarnir varir við umræðuna um þetta,  átti sig á gjörðum sínum og skammist sín.

Jens Guð, 6.9.2011 kl. 23:28

26 identicon

Já, ég varð virkilega sorgmædd þegar ég kom í heimsókn vestur, núna eftir miðjan ágúst og fór að leita að fiskunum hans Júlla og sá þá þessa ljótu  aðkomu. Ég vona að hægt verði að ganga þannig frá þessum flottu listaverkum að skemmdarvargar eigi ekki eins hægt með að eyðileggja þau.  Með kærri kveðju og þökk fyrir alla pistlana   þína og myndirnar.  Ég er einlægur aðdáandi ykkar þarna í "Kúlunni".

Margrét (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 08:57

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Margrét mín innilega fyrir þessi hlýju orð.

Jens ég vona svo sannarlega að þeir skammist sín og læri af þessu.  Sennilega hefur þetta verið gert í ölæði, því þetta er ekki á færi yngri krakka.  Þarna hefur þurft krafta til. 

Listaverkin verða nú flutt í geymslu og Elli minn mun laga þá, þegar hann kemur heim.  Þau munu standa keik og flott fyrir gesti næsta sumar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband