4.9.2011 | 17:40
Pípí týnist.
Jamm óþekktargormurinn pípí fór að heima fyrir þrem dögum síðan og kom ekki heim, ég leitaði að honum hér í kring en fann hann ekki.
Svo fjór að rigna hundum og köttun, og í gær var svo blautt veður að það var ótrúlegt, hann kom ekki og ég hafði rosaáhyggjur af þessu litla dýri. Hann lét ekki sjá sig.
Verð að viðurkenna að ég var farin að sakna hans og allskonar hugsnir reikuðu í huganum, til dæmis að einhver hefi séð þarna upplagðan jólamat og snúið hann úr. Það er auðvelt því kjáninn litli heldur að hann sé manneskja og er ekkert hræddur við fólk.
Svo rölti hann inn úr dyrunum í gærkvöldi, sennileg búin að fá nóg af ævintýrum, og vissi að gott var að koma heim og fá sér í gogginn og fá sér sundsprett. ég var auðvitað ósköp glöð að sjá hann.
Hann eyðir sífellt meiri tíma í tjörninni með bægslagangi og látum.
Mömmu stubbur
Hér er bláklukkan bæði sú bláa og hvíta.
Nína Weibul.
Havairósin mín.
Pernille að blómstra í annað skiptið, hún blómstrar þrisvar yfir sumarið.
Hænurnar mínar eru af nokkrum stærðum og gerðum, þessi stóru eru frá Ítölsku (eða þýsku) hænunum sem eru miklu stærri en þær íslensku, þessi þriðja er sennilega frá dverghænu, sem hefur blandast við íslensku hænurnar en er miklu minni en þær.
Veðrið er aðeins að skána, ég ætlaði að vera svo dugleg við frágang í gær en þá var ekki hundi út sigandi vegna rigningar. En vonandi lagast veðrið því ég þarf að ljúka við frágangi á plöntunum
En svona er þetta bara, við verðum að ætla okkur tíma og ef hann dugir ekki, þá er ágætt að vita að heimurinn ferst samt ekki.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2022060
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur Cesil; jafnan !
Ánægjulegt var; að að uppeldissonur ykkar, hinn fiðraði, skyldi skila sér til heimahaganna.
Hefir sókt sér; drjúga viðbót, við reynsluferil sinn, sem er þó orðinn, nokkuð ærinn, fyrir.
Síða þín; gefur grámósku hversdagsins það gildi, að aðeins má líta, öðru hvoru, upp úr grámósku mannlífssins, Ásthildur mín.
Ekki veitir af; svo sem.
Með kærum kveðjum; í Vestfirðinga fimmtung /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 17:58
Það var gott að Pípí kom aftur. Hann er búinn að átta sig á því AÐ HEIMA ER BEST...................
Jóhann Elíasson, 4.9.2011 kl. 18:27
Takk drengir mínir, já vissulega hefur hann orðið reynslunni ríkari Já einmitt Heima er alltaf best, ég held að hann sé að ná þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2011 kl. 19:29
Móðgaðist hann svona þegar ég kom?? ég fann að honum þótti þegar við töluðum bara hvor við aðra en ekki hann
Dísa (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:32
Mikið var ég feginn að vera búinn að fara vestur í Djúp,annars hefði ég fengið samviskubit ef ég hefði frétt að Pípí væri tíndur. Á meðanblómin dafna hjá þér dafnar Fuglalíf hérna við Eyjuna svo menn eru farnir að huga bæta við vetraforðan og ná sér í Svartfugl og Teistu..En passaðu Pípí,þei eru til als vísir út Vík...
Vilhjálmur Stefánsson, 4.9.2011 kl. 19:54
Sennilega Dísa mín, hann hljóp allavega að heiman í á þriðja dag.
Eins gott Vilhjálmur Jamm ég passa stubbinn minn eins vel og ég get.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2011 kl. 20:51
Pípí unglingur !!,þarna fékkstu óvæntan pakka,var að gá að fuglamynd. Takir þú hann upp er gullegg í honum,gætum þess sameiginlega fyrir þjóð okkar.M.b.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2011 kl. 21:17
Takk fyrir þetta Helga mín. Já við verðum að gæta að okkar gulleggjum sjálf ekki gera stjórnvöld það fyrir okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2011 kl. 21:32
Vonandi flýgur hann ekki suður á bóginn með hinum gæsunum í haust, það er víst háttur gæsa. En það er hægt að klippa flugfjaðrirnar til þess að halda honum heima. En hver vill svoleiðis? Ekki ég allavega...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.9.2011 kl. 01:09
Jóna mín hann er búin að missa af þeirri ferð, gæsirnar eru farnar að hópa sig saman á túnum bænda og farnar héðan. Annars stóð aldrei til að halda honum hér nauðugum. Hann mátti fara eða vera. Mér dytti aldrei í hug að skerða getu hans á neinn hátt. Það er andstætt mínum prinsippum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2011 kl. 10:18
Alltaf gaman að skoða myndirnar þínar ljósið mitt.
Gott að Pípi skilaði sér
Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2011 kl. 21:09
....hann hefur áttað sig á því að "hver vegur að heiman er vegurinn heim"
Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2011 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.