Pípí strýkur að heiman og lærir að fljúga.

Ég er komin úr vikudvöl í óbyggðum. Í Fljótavíkinni minni kæru.  Ég ætla að segja ykkur frá því bráðum.  En það tekur smá tíma að koma sér í rútínu eftir svona sælutíð í tímalausu rúmi, þar sem hvorki er rafmagn sími né neinn vegur. 

En meðan ég var í burtu var Pípí aleinn heima, með fiskunum og hænunum, systir mín bjargaði mér samt með að gefa þeim á meðan.

IMG_3286

Hmm eitthvað skrýtið hefur komið fyrir nykurrósirnar mínar, þær eru ekki svipur hjá sjón og laufin fljóta um alla tjörnina það skyldi þó ekki vera......

IMG_3291

Stubburinn atarna, ójú nefnilega, hann fer núna daglega og oft á dag að fá sér sundsprett og þá eru um að gera að narta aðeins í blómin, þó hann borði þau ekki.  HMPFR:::

IMG_3295

Ég er eiginlega viss um að hann kom ekki hingað inn óvart. Hann var búin að planleggja þetta allt fyrir fram.

IMG_3297

Og það má segja að hann hafi valið rétt.

IMG_3298

Skömmin þín litla.

IMG_3287

ég lét renna smávegis í tjörnina meðan ég var í burtu og þegar ég kom var hún tandurhrein svo fiskarnir sjást nú vel.

IMG_3288

En það hringdi í mig fréttamaður frá RUV áðan og spurði hvort ég vildi veita viðtal um svæðið sem ég er að biðja um að taka í fóstur, og svo berjasprettuna.

Við ræddum nokkra stund svo segir hann hvaða gæs er þetta í grasinu, þetta er Pípí segi ég, þegar við fórum svo að kíkja á svæðið sem um ræðir elti Pípí auðvita.  Og þá gerðist það allt í einu hann FLAUG!! Vá hvað það var gaman að sjá. ALveg sjálfur og án þess að ég þyrfti að kasta honum niður af kúlunni.  ÞEgar hann sá hve Pípí var gæfur og skemmtilegur tók hann ákvörðun um að taka heldur viðtal við Pípí en spyrja um berjasprettuna.  LoL

En í gær áður en ég kom heim ákvað hann að strjúka.  Ég skildi ekkert í því að skálinn var lokaður þegar ég kom heim, og hann svona líka þrælmóðgaður við mig.  Talaði ekki við mig og lét sem hann sæi mig ekki.

Sigga mín hringdi svo í mig, hún hafði verið með okkur í Fljótavíkinni en fór heim daginn áður. Hún sagði mér að það hefði hringt í sig kona og spurt hvort hún vissi eitthvað um gæs sem væri að þvælast langt út á vegi.  Hún hugsaði sig um og sagði að það gæti nú allt eins verið.  Svo kom nágrannakona mín akandi og Sigga tók Pípí upp og þær óku honum heim og settu í stofufangelsi. 

En hann var sármóðgaður við mig fyrir að yfirgefa sig í viku.  En mér tókst að fá hann til að fyrirgefa mér.  Heart

Hér er svo viðtalið við Pípí.  Smile http://dagskra.ruv.is/ras2/4557892/2011/08/19/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var einmitt að velta fyrir mér hvað hefði orðið um  þig  en það er gott að þú ert komin heim ég efast ekki um að dvölin í Fljótavíkinni hefur verið ánægjuleg.  Rosalega hefur Pípí verið feginn þegar þú komst heim.

Jóhann Elíasson, 19.8.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann var fyrst sármóðgaður en nú passar hann alveg upp á að ég fari ekki frá honum, rétt eins og aðrir smákrakkar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2011 kl. 16:34

3 Smámynd: Kidda

Ertu viss um að hann hafi strokið, fór hann ekki bara að leita að þér. Er hann sem sé farinn að fljúga, fer þá ekki að styttast í að hann þurfi að taka ákvörðun um hvar hann ætli að dvelja í vetur Vona að Nykurrósin þoli þessa meðferð á sér.

Knús í flugkúluna

Kidda, 19.8.2011 kl. 19:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef til vill var hann bara að fara að leita að mömmu sinni.  En ég býð spennt eftir hvað hann gerir þessi elska, verður hann kyrr eða fer hann?  Nykurrósirnar þola eitt svona sumar, veit ekki samt ef hann kemur með heila fjölskyldu!!!! Þá verð ég sennilega að búa til aðra tjörn í læknum fyrir hann og fjölskylduna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2011 kl. 19:57

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég er bráðum á leið heim í Djúp hafðu Pípí í búri,ég fer Snæfjallaströndina,verð með hólkinn með mér.Ó hvað þú átt gott að hafa farið Norður á Strandir,ég hefði farið Norður í Furufjörð í sumar en ég komst ekki fyrir Ferðamönnum hingað til Eyja,þeir þurfa mat því miðu er ég svo ólánsamur í den að farið að læra að elda..En í Guðanabænum passaðu Pípí fyrir matþurftar mönnum þeir virðast ekki rata í næstu Verslun....

Vilhjálmur Stefánsson, 19.8.2011 kl. 22:58

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ fallegt ~

Vilborg Eggertsdóttir, 20.8.2011 kl. 00:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur láttu mig vita nánar um komutíma þinn og ég set Pípí í stofufangelsi

Takk Vilborg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.8.2011 kl. 01:25

8 identicon

Gaman að fylgjast með Pípi takk kærlega

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 14:09

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er áægjan mín kæra Birna Dís.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.8.2011 kl. 15:52

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt eins og alltaf

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband