10.8.2011 | 13:22
Gott veður á Ísafirði, í mest allt sumar. Fyrir utan Júní.
Dagarnir hér eru eins og í útlöndum, sól dag eftir dag og blíða. Það rignir víst í Noregi, Elli segir mér eftir norðmönnum að sumarið þar sé óvenjublautt í ár. En það er bara þannig að austurland og norðurland ásamt norðurEvrópu fylgjast að, og þegar sumarið er gott hér hjá okkur, þá er það síðra fyrir austan og í Evrópu. Einhverskonar veðurkerfi sem stýrir því líklega.
Svona á milli þess að hamast í plöntunum sit ég gjarnan fyrir framan húsið mitt og horfi á það sem gerist í kring um mig. Kajakróður er mikið stundaður hér á pollinum, svo sjókettir og allskonar sjósport.
Hér má sjá að mikið hefur farið af snjónum, þó er hann óvenjumikill á þessum árstíma eða viku af ágúst. Ótrúlegt.
Hér er Úlfur að planka...
Og Daníel horfir hlæjandi á.
Þetta er sólin. Ef til vill er hún svona stjörnulaga en ekki kringlótt.
Sést að það er tekið að kvölda, og svo ósköp notalegt að sitja fyrir utan og njóta þess að vera til.
Við Pípí erum dálítið móðguð, ég skrapp gangandi yfir til systur minnar sem vinnur hér skammt frá, hann elti eins og hundur, en var orðin voða sárfættur, því það þurfti að fara yfir grjót og leir. En hann pjakkaðist þetta alla leið. Þegar við komum svo á staðinn, komu allir karlarnir út að skoða hann, og fyrsta sem þeim datt í hug var jólasteik
Við erum því bæði sármóðguð yfir þessari græðgi. Við viljum hvorugt okkar enda sem jólasteik.
Atli frændi var með okkur og bauð honum að halda á honum heim, en hann þáði það ekki, og varð að plammpa á sínum breiðu viðkvæmu fótum heim aftur.
Vissuð þið að nicotiniur gætu orðið svona háar? meira en mannhæð, svona er það í bestu skilyrðum, þá vex allt betur.
Það er blómlegt yfir að líta. Mér var tilkynnt í morgun að það kæmi maður að sunnan að meta húsið mitt upp á uppkaup, ég er skíthrædd. En ég er ákveðin í að gera allt sem ég get til að forða þessum hryllingi.
Stubbarnir mínir tveir eru komnir heim til Noregsi, þeir komu til að kveðja ömmu sína.
Fiskarnir fá kál í matinn og Pípí langar heil ósköp til að ná sér í, en hann fer ekki aftur ofan í tjörnina, þar sem hann veit að hann kemst ekki uppúr aftur nema með aðstoð. Þarna er hann samt búin að smakka á nellikunni minni skömmin sú arna.
En svona eru dagarnir hér og það er gott. Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegar sumarmyndir . Veðrið er búið að vera yndislegt síðustu dagana. En mörg eru mannanna og dýranna meinin, hótanir um uppkaup og át . Ég verð þó að segja að mér finnst skrítið að fólk geti horfst í augu við dýr og hugsað um steik, þó sér í lagi að tala um það.
Dísa (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 13:45
Sólar kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 10.8.2011 kl. 14:09
Já Dísa segðu!. uppkaup og át, veit ekki hvort er meira hrollvekjandi. Það er eins og verið sé að kippa undan mér lífinu svei mér þá.
Kveðja á móti Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2011 kl. 14:52
Er þessi fjandi enn uppi á borðinu þessi uppkaup Var að vonast eftir því að þetta hefði horfið af borðinu. Ísafjarðabæ væri nær að hugsa um eitthvað betra en svona vitleysu.
Ef það kemur einhver að meta þá skuluð þið fá einhvern annan til að gera mat fyrir ykkur. En vonandi tekst að stoppa þessa vitleysu, stend með þér 100%.
Knús í gróðurkúluna
Kidda, 10.8.2011 kl. 17:46
Takk Kidda mín, já ég vona að mér takist að eyða þessari vitleysu once and for all. Ég vil þetta ekki, og það er búið að valda mér þvílíku hugarangri að ég ætti að fá það bætt mörgum sinnum. Ekkert minna en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2011 kl. 21:42
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2011 kl. 11:45
Takk fyrir fallegar myndir ljúfust, uppkaup hef ekki heyrt aðra eins vitleysu, kannski er maður bara svona vitgrannur
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2011 kl. 21:33
Sakna þín
Kidda, 15.8.2011 kl. 16:03
Ísafjörður hefur enn einhvern andblæ liðinna síldarára ----
Erla Magna Alexandersdóttir, 15.8.2011 kl. 19:58
Kæra Ásthildur Cecil.það hlýtir hver maður að geta séð hvað þá heldur Guð almáttugur að það ert þú og þín fjölsylda sem eigið þetta hús og engir aðrir.
Það er bara svo augkjóst fyrir mér að það tilheyrir aðeins ykkur :)
Ég ætla að biðja um það að þið verðið þarna kjur og allt verði eins og það á að vera. Einhverntíma hefði nú verið talað við hana Standakirkju af minna tilefni :)
Hlakka til að sjá jóla myndirnar þínar þegar þær koma
Bestu kbeðjur
Sólrún
Sólrún (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 22:56
Takk mínar kæru fyrir hlý orð og innlit. Ég var í minni kæru Fljótavík í viku, var að koma inn úr dyrunum fyrir svona klukkutíma síðan. Þar er hvorki sími né rafmagn. En ég set hér inn myndir og frásagnir. Núna er ég bara þreytt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.8.2011 kl. 21:46
Frábært að heyra að þú hafir verið í hvíld frá umheiminum, ert örugglega endurnærð á sál og líkama.
Knús í kúlu
Kidda, 18.8.2011 kl. 22:11
Já Kidda mín ég kem svo sannarlega endurnærð frá Fljótavíkinni minni. En þá er að taka til allt sem hefur drabbast meðan ég var í burtu og vökva blómin gefa hænunum og svo framvegis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2011 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.