6.8.2011 | 11:12
Pípí í flugnámi.
Já unginn minn er að bagsla við að reyna að læra að fljúga. Hann verður að gera þetta upp á einsdæmi, því ekki getur þessi mömmukjáni kennt honum neitt slíkt. Ekki nema trixið að fara með hann upp á kúluna og kasta honum niður og segja Fly og Die
En hann fékk skemmtilega heimsókn í gær alveg óvænt, það var eftirtektarvert hve vel hann tók drengnum sem var honum alveg ókunnur.
Venjulega borðar hann ekki úr hendi. En þessu stubbur náði honum alveg.
Hann er að gefa Pípí grasstrá sem hann borðar af græðgi.
ég var eiginlega hissa á þessu, því venjulega tekur hann ekki svona ókunnugum, en allt getur gerst.
Allavega var þetta rosalega gott gras
Jamm nammigott.
En að fluginu. Hann er farin að mynda sig við að æfa flugið. ég tek líka eftir að hann hlustar á gæsirnar í fjarska. Svo allt er óráðið um hvað hann gerir.
Þetta er orðið ekkert smá vænghaf sem stubburinn minn hefur.
Held að það verði ekkert langt í að hann nái fluginu.
Svo eru æfðar allskonar stellingar.
Þetta er allt að verða voða flott hjá honum.
Vona að ég nái fyrsta fluginu á mynd. Við sitjum gjarnan fyrir utan kúluna og þar æfir hann sig þessi elska.
Flottur.
Komst líka að því í morgun að það er hægt að kenna honum, hann var að narta í teikningu frá Hönnu Sól og ég bannaði honum það, hann hélt áfram, en ég klappaði saman höndunum og sagði hættu, hann reyndi nokkrum sinnum en hætti alltaf við þegar ég lét í mér heyra, svo að lokum skildi hann að þetta mátti ekki.
Jamm þetta fer að takast.
Sennilega segir eðlið alltaf til sín að lokum og það er gott.
En við Pípí sendum ykkur kveðjur héðan
Úr sólinni á Ísafirði. Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir flottar myndir og fallega sögu
Magnús Ágústsson, 6.8.2011 kl. 12:00
Yndisleg þorskasaga gæsarunga.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2011 kl. 12:02
Takk og takk fyrir innlitið Magnús.
Já Ásdís mín það er sko heiður að fá að fylgjst með þessu kríli alveg alla leið í þroskasögunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 16:24
Hann hefur nú alltaf verið flottur og myndirnar af honum þar sem hann baðar út vængjunum eru með því flottara sem ég hef séð.
Jóhann Elíasson, 6.8.2011 kl. 16:47
Gaman að þessu :)
Faktor, 6.8.2011 kl. 17:20
Engin smábreytin frá því ég sá hann fyrst, fyrir rúmum mánuði. Þá var hann stór dúnhnoðri, núna stór fugl. Rosaflottur
Dísa (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 17:23
Takk Jóhann, já hann er flottur fugl hann Pípí.
Takk Áslaug mín.
Já það er enginn smábreyting á honum Dísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 18:43
Glæsilegur hann Pípí. Er hann nokkuð kominn á "mótþróaskeiðið"?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2011 kl. 20:21
Nei ekki ennþá, en hann er allavega komin í mútur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 20:46
Skemmtileg framhaldssaga!
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.8.2011 kl. 00:57
Ætli hann lendi nokkuð yfir Vestmanneyjum? Við fengum engan Lunda og ég varð að ná mér í hann heim í Djúp.Ég verð að ná mér í Gæsina þangað líka ég fer til Indriða á Skjaldfönn og í Guðanabænum haltu Pípí heimavið...En það er gaman hjá þér að ala svona Gæs upp, hún hverfur sennilega ekki frá þér aftur því Gæsir eru ratvísar..Til hamingju........
Vilhjálmur Stefánsson, 7.8.2011 kl. 01:24
~ ~
Vilborg Eggertsdóttir, 7.8.2011 kl. 02:55
Gaman að fá að fylgjast svona með gæsarunganum Pípí Hann á örugglega eftir að vera viðloðandi hjá þér áfram þótt hann fari og hitti aðrar gæsir. Hann er greinilega ákaflega hamingjusöm lítil gæs
Dagný, 7.8.2011 kl. 08:54
Takk Jóhanna mín, mín er ánægjan.
Vilhjálmur ég skal ræða við hann svona sem foreldri um að forðast Vestmannaeyjar Og svo sannarlega mun ég vara hann sterklega við frænda mínum og veiðimanninum Indriða, hann er sko stórhættulegur fyrir litlar gæsir.
Knús Vilborg mín.
Ég vona það Dagný, hann er afskaplega yndæll og góður fugl, og karakter. Já hann er hamingjusamur svona ennþá allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2011 kl. 09:51
Það verður gaman að fylgjast með flugæfingunum hjá Pípí
Knús í gæsakúlu
Kidda, 8.8.2011 kl. 13:32
Já Kidda mín ég vona að ég nái myndum af því þegar hann hefur sig til flugs. Það væri gaman. Hann er reyndar alveg að ná þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 23:19
Ásthildur mín. Takk fyrir þessar yndislegu myndir og frásögn. Mér finnst myndin þar sem hann htendur í gulu bómabreiðunni æðisleg, þó hinar séu góðar líka.
Ertu ekki spennt að vita hvað gerist þegar hann verður fleygur, flýgur hann burt, fer hann bara á loft , en vill vera áfram hjá ykkur, eða fer hann en droppar svona inn til mömmu í kaffi? Mér finnst þetta svo ótrúlega fallegt og spennandi ævintýri.
Það eru ekki allir svona heppnir með foreldra, engin kynþáttavandamál þar !!!!!!!!!!
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.8.2011 kl. 01:18
Jú Bergljót mín það er nú einmitt hugsunin, hvað svo??? fer hann eða verður hann, og hvað gerir hann þegar hann hittir ættingja sína og þeir eru að fara. Það mun koma í ljós. En ég mun samt hafa áhyggjur af honum ef hann fer, hvort hann lendi í skotlínu veiðimanna, hann er nefnilega ekkert hræddur við fólk og væri því "öruggt" skotmark. En vonandi vernda hann allir góðir vættir ef svo fer að hann kýs að yfirgefa hreiðrið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2011 kl. 09:36
Manni bara hlýnar um hjartarætur að skoða myndirnar þínar Takk fyrir að deila þeim með okkur.
Sendi Pípí blásturkveðjur undir vængina til að hjálpa honum við fyrstu vængjatökin
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.8.2011 kl. 22:28
ég skal gera það Sigrún mín, skila kveðjunni þinni og blæstrinum undir vængina. Við fórum í göngutúr áðan, að hitta systur mína, það var töluverður spölur, og hann var orðin sárfættur þessi ræfill, en elti mig samt alla leið og heim aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2011 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.