Útlitsdýrkun og dásemdin við að eldast.

Auminga kerlingin, það er rosalegt að þurfa endalaust að leggjast undir hníf lýtalækna til að "líta vel út"... eða þannig, og að lokum verða eins og Michael Jackson með allt út á hlið.  Eða May West sem var svo oft undir hnífnum að þegar hún opnaði munninn lokuðust augun.  Za Za Gabor var svona líka hrædd við að eldast og Sheer.  Það er ömurlegt að vera svona á útopnu og halda að maður geti varðveitt endalausa æsku, ekki sætta sig við að aldur færist yfir og elska sjálfa sig, eins og maður er, en ekki einhverja gerfikerlingu í speglinum.  En svona er víst frægðin.  Endalausar kröfur um útlit og yfirbragð sem ekki skiptir raunverulega neinu máli fyrir mann sjálfan eða aðra.

Fólk er ennþá að tala um að þegar við Sokkabandsgellurnar komum fram á Aldrei fór ég suður, vorum búnar að klæða okkur í okkar fínasta púss og vorum " að okkar mati og margra annara" rosa gellur, að þegar við komum fram, stóð hópur af unglingum fyrir framan sviðið og margradda kór kallaði "amma amma!!!" Þetta var svo flott og einlægnin algjör, þau bara voru svo stolt af ömmu, og fannst hún svo flott, án fegurðaskurðlækna eða gerfiaðgerða.LoL 

Ég var líka skömmuð fyrir að vekja athygli á auglýsingum á konum sem voru að  mynda sig fyrir og eftir, og einhver sagði að þetta væri bara afbrýðisemi feitrar konu út í grannar konur.  Það er bara þannig að allt sem við upphefjum, fylgjast unglingarnir með og margir þeirra meðtaka að nákvæmlega þetta sé normið.  Að vera tágrannur, nánast tálgaður, og síðan að láta "laga" það sem lætur á sjá.

Við verðum einfaldlega að sætta okkur við okkur sjálf og viðurkenna að ýmislegt slappast með tímanum og það er bara þannig, láta sér þykja vænt um sjálfa sig er aðal atriðið.

Ein saga um það, var núna síðasta laugardag var ég að hjálpa þýskum vini mínum að gróðursetja plöntur í grjótvegg sem gerður var við sumarbústað hans í Hnífsdal vegna nýja vegarins út í Bolungarvík, þar sem ég var að príla upp stórgrýti og var ekki alltaf í jafnvægi, sagði ég rétt si sona: Stefan bara ekki segja neinum að þú hafi fengið 67 ára kerlingu til að príla svona upp stóra steina til að planta út plöntum.   Hann þagði smástund og sagði svo; Nobody  believes that you are 67, so they would thing that you where lying. LoL

En þessi dagur var svona letidagur hjá mér, veðrið var frekar  svona ekki til útiveru, það var vindur og ekki beint sól, þó hún kæmi fram stöku sinnum til að láta vita af sér.  Að vísu notað ég tækifærið til að þrífa húsið setja nýtt utan um rúmið mitt og viðra sængurfötin. Svo bankaði vinkona mín frá Sokkabandinu upp á, elsku Ásdís Guðmunds söngkona Sokkabandsins og við áttum gott spjall saman, hún er reyndar nýbúin að gefa út geisladisk með lögum frá ýmsum löndum.

Motus 001

Fyrir utan að Ásdís er frábær söngkona, þá elska ég þessa músik.  Hún fer í haust til Mexico til að hitta vini og kynna plötuna sína.  Algjörlega frábært mæli með henna algjörlega sem svona skemmtileg partýplata. 

Skreytingar á albúminu eru gerðar af Mexicóskri vinkonu hennar.

En í gær var fallegt sólarlag, Ísafjörður kveður alltaf gesti sína fallega.

IMG_2804

Með himnagalleríið opið.

IMG_2805

Himininn logar af geislum morgundagsins.

IMG_2806

Já þetta er alveg ókeypis en svo falleg sýning og engu lík.

IMG_2807

Fiskarnir mínir elska salad.  Loksins fattaði ég að þeir þ.e. Kojarnir eru grænmetisætur og lifa í lækjum og vötnum.  Gullfiskarnir þurfa svo bara að hlýta því matarræði sem kojarnir fá. Heart Veit annars einhver hvað gullfiskum finnst gott?

IMG_2808

Þeir lifa yfir 60 ár, og þar með lengur en ég, svo ég þarf sennilega að gera ráðstafanir til að einhver taki þá að sér þegar ég fer héðan. 

IMG_2810

Svona er bara lífið, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

IMG_2811

Pípí elskar líka kál, og hann var mikið að spekulera í að fara ofan í tjörnina til að ná sér í kál, þó hann hefði fengið líka kál við matardallinn sinn.   En þegar hann var pínulítill fór hann ofan í tjörnina og komst ekki upp úr nema með hjálp, svo hann fer ekki ofan í hana aftur.

IMG_2812

Segið mér svo að dýrin hugsi ekki.

En svo ég endurtaki það sem ég sagði áðan.  Mikið vorkenni ég fólki sem getur ekki elskað sjálft sig eins og það er, og er endalaust að reyna að komast að enda regnbogans.  Og þegar maður er komin yfir fimmtugt, ætti maður að vera nógu þroskaður til að vita að það er einfaldlega ekki hægt elsku Dollý mín, þannig er það bara. 


mbl.is Hikar ekki við að leggjast undir hnífinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ásthildur! Þú drepur mig,  þú veist  þegar ég las um May West. Þennan nota ég á golfmóti ættarinnar,sem á að verða næstu helgi, í Þorlákshöfn.

Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2011 kl. 00:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha hefurðu þá heyrt um konuna gæti líka verið May West sem hafði farið svo oft í andslyftingu að hún var komin með hökuskegg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

það er nú í lagi með hökutoppinn, ef ekki er komið skað í vör...........

Eyþór Örn Óskarsson, 2.8.2011 kl. 02:01

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

skarð í vör - átti þetta að vera........

Eyþór Örn Óskarsson, 2.8.2011 kl. 02:03

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Útlitsdýrkunin er komin út í einhversskonar öfgar, ég er hætt að skilja hversu mikið konur og sumir karlar leggja á sig fyrir útlitið.  Svo lítur fólkið út eins og skrýmsli, er með óeðlilegt andlit og líkama sem samsvara sér ekki..  Mjónur með risabrjóst er ein afskræmingin, eðlilegar konur þurfa að hafa fitu til þess að hafa stór brjóst... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2011 kl. 02:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skarð í vör Eyþór hahaha  Hökuskarð góð ábót við brandarann.

Já Jóna ég er farin að óttast hrinu af anorexíuungviði miðað við allan áróðurinn um að vera þvengmjór.  Þetta er bara ekki eðlilegt.  Gætum að hvaða skilaboðum við erum að koma til unglinganna okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2011 kl. 09:05

7 identicon

Já, kannske er þetta bara leti og kæruleysi að láta ekki "laga" strax það sem gefur sig. Mér finnst bara karakter að sá megi á fólki að það hafi lifað nokkur ár . En fyrir unga fólkið okkar eru þetta afleit skilaboð, það er alltaf að eltast við eitthvað sem nánast er ekki hægt.

Dísa (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 09:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt og frú Elli er ekkert lamb að leika sér við, enginn hefur sigrað hana hingað til ekki einu sinni Þór og var hann einn af Guðunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2011 kl. 10:29

9 Smámynd: Dagný

Æ ég er sko allt of löt til að nenna að hafa svona mikið fyrir því að vera einhvernvegin öðruvísi en ég er. Ég er komin yfir fimmtugt og finnst bara allt í lagi að það sjáist að ég hafi verið lifandi þann tíma

Dagný, 7.8.2011 kl. 09:02

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð, þetta er nefnilega málið Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband