31.7.2011 | 23:36
Gæsalíkamsrækt og fótbolti.
Smá fréttir af Pípí. Hann er að verða táningur, hann er kominn í mútur, ég get svarið það, það kemur svona af og til einhver önnur dýpri rödd, og honum bregður sjálfum svo mikið að hann þegir smástund, sem gerist eiginlega aldrei nema á nóttunni Svo er hann er endalaust að þrífa sig, hann er verri en köttur svei mér þá. Dúnninn er að fara, en hann er ennþá með sítt að aftan.
Mamma mig vantar meira vatn!!
Glæsigæs... ekki satt.
Nei hann er ekki vængbrotinn, hann er bara að snyrta sig.
Ég held að dúnninn pirri hann.
Hann gætir þess að fara ekki of langt í burtu, og ef hann heyrir einhvern hávaða kemur hann hlaupandi til mömmu.
Já eini staðurinn sem hann nær ekki til er hnakkinn, enda er hann úfinn.
Hernig snýr hann eiginlega ??
Svo þarf að bera sig aðeins til með vængina.
Þetta var tekið núna í hádeginu, þegar við tókum okkur matarpásu, frá því að dúllast við plönturnar upp á lóð.
Best að tékka á hverjir eru að koma....
Annars var mikið af fólki hér og mikið um að vera, Mýrarboltinn á fullu, og mikið fjör og læti þar, enda veðrið hreint út sagt dásamlegt og svo hlýtt. +
Svo voru auðvitað undanúrslitinn í bikarkeppninni. Ég hef reyndar ekki áhuga á svoleiðis, en tók samt nokkrar myndir fyrir ykkur.
Það voru fleiri hundruð bílar allt í kring um svæðið, ég get svarið það. Og stúkusætinn voru auðvitað í húsunum þarna fyrir ofan.
Annars hefur ekki verið amalegt að sitja í brekkunni í þessu góða veðri, vantaði ef til vill bara Árna Johnsen, er að hlusta á hann núna, en það er eiginlega ...... jamm... say no more, það er allavega stemning.
Já svo sannarlega var allt á fullu hér í heilbrigðum íþróttum, og auðvitað smá bjór og svoleiðis líka.
Ég veit ekki hvort það sést, en bílarnir samma algjörlega inn Skutulsfjarðarbrautina, Miðtúnsbrekkuna og Seljalandsveginn, og svo allir þeir sem sátu í brekkunni.
Og svo auðvitað leikmennirnir. Var ekki nógu nálægt til að sjá lærin á þeim, sem heilluðu Kolbrúnu Bergþórs hér í denn.
Svo er nú það. BÍ Bolungarvík töpuðu, en þeir stóðu sig val sagði þjálfarinn, og það er eflaust rétt hjá honum. Hann hefur svo sannarlega rifið strákana upp á rassinum og gert úr þeim sanna baráttujaxla.
Vona að þið hafið gaman af þessum myndum. Og ég sendi ykkur góða drauma inn í morgundaginn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman og ótrúlegt að fylgjast með þessum fugli, frá því að vera smádúnhnoðri upp í að vera svona stór. Hann var sannarlega heppinn að komast til ykkar frekar en verða fæða fyrir stærri fugla sem hefðu rifið hann í sig. Knús í Kúlu og eigið góðan dag
Dísa (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 09:12
Já Dísa mín hann hefur svo sannarlega verið gleðigjafi þessi fugl, og hann er ennþá sama barnið inn í sér, þó hann sé orðin svona stór. Rétt eins og mannabörnin okkar og þegar þau verða unglingar. Nema vonandi er eðlið ríkara í honum, því ekki get ég kennt honum neitt sem gæsir þurfa að kunna til að lifa af. Hann fær samt bara að gera það sem hann vill, fara eða vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 10:03
Hann er greinilega algjör rúsína og örugglega gaman að fylgjast með honum vaxa og dafna
Maddý (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 10:16
Já Maddý mín, hann er yndislegur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 10:21
Það verður fróðlegt að vita hvað Pípí gerir í haust, hvort hann yfirgefur ykkur eða býr hjá ykkur áfram Hugsa að þó hann fari að hann muni koma þá aftur næsta vor.
Skilst að það sé skýjað og smá vindur hjá þér núna en vona að þú getir dundað þér í sælugarðinum þínum ef þú ætlar að gera það í dag. Var að tala við systur mína sem er að spila golf núna á Ísafirði, þau eru auðvitað búin að koma við í Besta bakaríinu
Knús í gæsakúluna
Kidda, 1.8.2011 kl. 11:58
Pípí er nú algjör dúlla, veit að pabbi hefði haft gaman af að fylgjast með honum Knus og kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2011 kl. 12:35
Já Kidda mín það er skýjað og vindur, en sólin kemur fram annað slagið og yljar upp. Ég var að skúra og taka til í húsinu og skipta um á rúminu mínu, fór allt í einu í þann gírinn núna
Ef til vill fylgist hann með blessaður Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 14:45
Yndislegt
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2011 kl. 20:18
Takk fyrir innlitið Axel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2011 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.