14.7.2011 | 11:11
Lífið er geimvera .....eða ekki.
Það er að renna upp fyrir okkur almenningi í heiminum að við höfum orðið fyrir árásum geimvera. Nema þessar geimverur koma ekki utan út heimi að því best ég veit. Þær hafa fjölgað sér og stækkað meðal okkar, og með klíkuskap og peningum komið sér svo vel fyrir að þær ráða öllu sem þær vilja ráða. Þessar skepnur eru í líki manns, en hafa hvorki heila né hjarta. Þær eru blindar af græðgi bæði í peninga og yfirráð. Til þess að halda okkur mannskepnunum niðri, hafa þeir uppi allskonar tilburði, búa til stríð, olíukreppur, jafnvel hvalaelskendur. Þeir ráða öllu peningakerfi heimsins, og rúlla upp einu ríki, og hygla öðru. Allt er þetta gert í "mannúðarskyni" að því okkur er sagt. Þeir ráða líka öllum fjölmiðlum heimsins, nema rétt netinu að einhverju leyti, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Ef þeir finna að þetta litla sem eftir er af netfrelsi er að gera þeim skaða, þá munu þeir loka þeirri upplýsingaleið líka. Það er ekki bara samtrygging meðal íslenskra ráðamanna, heldur nær þessi samtrygging sem net út um allan heim, þar sitja geimverurnar og plotta um hvað eigi að taka fyrir næst, og hvað þeir ágirnast þann daginn. Hvort sem það eru olíulindir, gullnámur eða jafnvel saltnámur ef út í það er farið. Næstu baráttumálin verða líklega að sölsa undir sig síminnkandi vatnsbýskap jarðarinnar, og jafnvel ef þeim tekst að gjaldfæra loftið sem við öndum að okkur.
Þess vegna eru menn sem vilja koma sannleikanum áleiðis hundeltir allstaðar. Læknar sem reyna að vara við lyfjum sem eru hættuleg eða öðru slíku eru þaggaði niður af mafíunni sem lítur stjórn lyfjarisanna, sem eru auðvitað hluti af geimverunum.
Ég veit ekki hvað er hægt að gera til að koma þessu oki af, því alltaf verður þetta augljósara og ljótara. Lygin stærri og leyndarmálin fleiri. Eina sem getur hugsanlega bjargað mannlegri reisn er samtakamáttur hins vinnandi manns. Og þá er ég að tala um allt venjulegt fólk í heiminum. Það er svo sem að gerast víða að fólk er að gera uppreisn gegn valdinu, og fá að finna fyrir því með allskonar stríðstólum og öðrum andstyggilegum meðulum ráðandi afla, sem ekkert vilja heldur en að við lúffum og gerum eins og okkur er sagt. Það er þegiðu og haltu áfram að skaffa okkur meiri peninga.
Ég er ekki að finna þetta upp, eða gantast, ef þið skoðið málið þá sjáið þið að þetta er bara svona. Og enginn vill eða getur breytt þessu nema við sjálf. Eða eins og maðurinn sagði; einhversstaðar þarf að byrja.
En nóg um þetta.
Ást er.....
Knús.
Og Pípí er að stækka, nú er hann farin að sýna takta við að passa húsið ef fólk kemur sem hann þekkir ekki. Ætli ég þurfi að binda hann úti á túni eins og varðhund?
Afi er farin til Noregsi að vinna. Ekki af því að hann skorti vinnu hér, heldur var hann beðinn sérstaklega um að koma. Stubbur kom að kveðja hann í gær.
Við munum öll sakna hans og vonum að hann komi sem fyrst heim aftur.
Það er munur að eiga tvo flotta afa.
Og Pípí vill vera með. Hann er orðin klunnalegur og er að fá fjaðrir og dúnninn að fara, gaman að sjá hvernig fjaðrirnar vaxa.
Ég held að þeir hljóti að vera að dansa!!!
Kvöldsólin kæru ísfirðingar brottfluttir, kvöldsólin og lognið.
Það er dálítið merkilegt með RUV að það er eins og hvergi megi vera gott veður nema á Akureyri og Egilstöðum. Þeir eiga góða veðrið, er gjarnan sagt, og þegar veðrið er vont hjá þeim, þá er ekkert talað um veður. En komi sólarglæta þá er strax byrjað; besta veðrið á Akureyri og Egilsstöðum. Jæja ég get frætt ykkur um að Júlímánuður er búin að vera yndæll hér fyrir vestan, og nú er hitin að nálgast 20° með sól. Það segja margir að veðrið á vestfjörðum sé best geymda leyndarmál landsins. Því það virðist vera markvisst þagað um það þegar veður er gott, en talað hátt ef það er slæmt. 'Eg veit satt að segja ekki af hverju þetta er. En svona er þetta bara.
Ein lítil saga af því. Hér fyrir nokkrum árum þegar ég var að vinna og byrjaði fyrir kl. 7 á morgnana, ég kom út og það var ekki ský á himni, og algjört logn, þá heyrði ég í útvarpinu að það var sagt að ekki yrði flogið til Ísafjarðar og Vestmannaeyja vegna þoku. Ég hringdi í fréttastofuna og spurði af hverju þeir segðu að það væri þoka hér. Við fengum þær upplýsingar á flugvellinum sagði maðurinn sem hafði svarað í símann. Skrýtið segi ég, því ég stend hér fyrir utan húsið mitt og það er ekki skýdróg á himni og algjört logn. Jæja getur þú sagt til um að það sé fært að fljúga, sagði maðurinn. Nei auðvitað ekki, svaraði ég, hverngi á ég að geta gefið leyfi til flugs hingað. En ég get sagt þér að það væri stórfrétt ef það væri EKKI hægt að fljúga í svona veðri. En þið eruð nú vön að tala veðrið niður hér fyrir vestan bætti ég við. Nú þú heldur kannski að við sitjum hér á kaffistofunni og ákveðum að það sé vont veður fyrir vestan, sagði hann snefsinn. Já sagði ég, ég gæti best trúað því. Honum varð svaravant.
Svo hringdi ég inn á flugvöll og viti menn, símsvarinn var ennþá í gangi síðan kvöldið áður með upplýsingum um að flugvöllurinn væri lokaður vegna þoku.
Ég hringdi svo eftir átta inn á flugvöll og sagði þeim frá samtali mínu og þeir urðu gapandi. En það KOM ALDREI LEIÐRÉTTING Á ÞESSARI FRÉTT hjá þeim á RUV.
Í morgun var þessi mynd tekinn.
Allt gengur sinn vana gang hér, tvö skemmtiferðaskip við kajann og börnin farin uppáklædd í vinnuna við að skemmta fólkinu.
Allur snjór farin út Eyrarfjallinu.
En nú verð ég að fara að koma mér út og njóta veðurblíðunnar. Eigið góðan dag elskurnar, og gætið ykkar á geimverunum. Látið þær ekki plata ykkur með fagurgala eða mútum. Þær eru ekki að hugsa um okkur heldur sjálfar sig, enda hvernig má annars vera, það gleymdist að setja í þær hjarta og heila
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022299
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegur pistill. Þú segir satt með veðrið, ef það er ekki gott í 101 þá er þeim nokk sama um aðra. Hafðu það sem best og ég passa mig á geimverum.:)
Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2011 kl. 11:54
Takk Ásdís mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 12:09
Ég ætla að passa mig á þessum geimverum
Man eftir því að hafa verið á Ísafirði í bongóblíðu og þá kom fram í veðurskeytum að það væri rigning og leiðindaveður fyrir vestan. Við urðum ekki vör við neitt annað en bongóblíðu alla vikuna sem við vorum fyrir vestan.
Mér þykir verst að allar þessar bensín og olíhækkanir verða þess valdandi að við komust ekki fljótt aftur á uppáhaldsferðasvæðið okkar sem eru Vestfirðirnir.
Vonandi verður Elli fljótur að vinna sitt verk í norge og komi fljótt heim aftur.
Knús í gæsakúluna
Kidda, 14.7.2011 kl. 14:40
já þetta benzínverð setur strik í alla reikninga, og ríkið fitnar sem aldrei fyrr. Hér er búið að vera yndislegt veður í allan dag, sól, hiti og smá vindgola sem rétt nær að kæla mann svo að það er hægt að vera úti.
Knús á þig Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 17:22
Áshildur. Takk fyrir sannan og hnitmiðaðan pistil, og yndislega fallegar myndir. Er ekki innlögn á Ísafirði eins og á Patró, yfir hádaginn?
Það er ekkert að marka geimverustýrða RÚV-ið sem okkur er sagt að sé öryggis-fréttastöðin okkar, en tekur þó lygar og beinar útsendingar af íþróttum fram yfir lögbundnar sannar skyldufréttir! Vörum okkur á þessu RÚV-i.
Það voru íþróttir í gær kl. 19.00, og ég hugsaði með mér að þarna hefði ég verið heppin, að sleppa við geimveru-spunann, sem ættaður er utan úr heimi/geimi stjórnstöð þeirra hjarta og heilalausu, eins og þú orðaðir það svo vel. Kveðja til vestfjarða og reyndar allrar landsbyggðarinnar frá mér!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2011 kl. 18:07
Já og svo þykist Jón Gnarr vera geimvera, en málið er bara að hann nær ekki í þann flokk því hann stjórnar engu þó hann haldi það. Menn verða víst að hafa eitthvað á milli eyrnanna til að geta stjórnað einhverju svo þokkalega fari. Já ég er orðinn svolítið þreyttur á því að ef það kemur smá sólarglenna á Akureyri og Egilsstöðum þá er hálfur fréttatíminn bæði á RÚV og Stöð 2 tekinn undir það.
Jóhann Elíasson, 14.7.2011 kl. 20:22
Jú Anna mín hér er innlögn þegar sólin kemur upp. En það er bara gola, og þegar það er heitt eins og var í dag er það bara hressandi. Ég skal skila kveðjunni þinni. Rúvið er ekki útvarp allra landsmanna, nema síður sé, og svo er ofan á allt skylduáskrift svo maður má ekki eiga sjónvarp nema borga stóran nefskatt fyrir þetta prump sem frá þeim kemur. Ja hérna hér.
Já Jóhann, Jón Gnarr Narr er ekki geimvera. Og einmitt það má ekki vera smáglenna á Akureyri eða Egilsstöðum svo ekki sé hálf dagskráin lögð undir hve þeir eigi nú skilið góða veðrið, og að þeir hreinlega eigi góða veðrið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 20:29
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.7.2011 kl. 00:44
Takk fyrir góðan pistil, og langan. Alltaf jafn fallegt fyrir Vestan þó ekki skyggi það á fjölskylduna þína.
Að blanda blessuðum borgarstjóranum okkar sunnanmanna inn í þetta dæmi finnst mér eilítið út í hött Jóhann, hann er nefnilega engin geimvera í þeirri merkingu sem Ásthildur bendir á. Ég held að hann sé alveg prýðis náungi, þó svo hann hafi þurft sinn tíma til að læra á jobbið. Vona að ég hafi ekki hleypt öllu upp í loft með þessu "kommenti" eins og svo oft áður.
Ég stend ekki með þeim sem vilja veðurspána endilega besta í 101 Rvík, þó ég búi þar, en ég stend með borgarstjóranum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 00:52
Nei Hann er ekki svona geimvera hann Jón Gnarr, hann er öðruvísi geimvera.
Takk fyrir innlitið Bergljót mín og sammála þér með að það er alltaf fallegt fyrir vestan.
Knús Jóna Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2011 kl. 12:18
Flottur pistill Ásthildur, þessar geimverur hafa hreiðrað svo vel um sig að það er erfitt að sjá hvernig á að losna við þær. Þarf líklega einhvers konar nútíma meyndýraeyðir. Innrættið og drottnunargirndin í þessum verum er slík, að þegar hinn almenni verkamaður fær smá launahækkun sem kemur honum ekki einu sinni nálægt framfærslumörkum, þá eru greiningadeildir bankanna og sjálfur seðlabankastjóri, látnir kjafta þetta og gott betur út í9 verðlagið. Kerfið sem við höfðum fyrir hrun er ennþá jafn ógegnsætt, ennþá jafn óheiðarlegt og ennþá jafn rotið. Sama hvar borið er niður.
kveðja Róbert
Róbert Tómasson, 15.7.2011 kl. 22:01
Þetta er þyngra en tárum taki Róbert!
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 22:08
Hérna fyrir ofan sérðu myndir af fólki sem unir glatt við sitt þrátt fyrir svokallaðar geimverur, sem mér finnst eiginlega of vægt til orða tekið . Verur segi ég því engin siðfáguð mannvera með óskerta greind myndi hegða sér svona , græðgi, græðgi og aftur græðgi er það eina sem kemst að, heilaskornar græðgisverur, er nafnbót nær lagi
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 22:20
Takk Róbert, já þeir hafa hreiðrað vel um sig allstaðar jafnvel hér á litla Íslandi, og ég hef grun um að allt það hafi byrjað með EES samningnum, áður vorum við barnaleg og létum börnin okkar fara að vinna með fullorðna fólkinu, svo þau höfðu verksvit, sem er ekki til staðar í dag hjá unglingum og margt annað sem var bannað og allt miðað við milljónasamfélög en ekki lítil sjávarþorp þar sem allir voru sem einn maður.
Takk Bergljót mín. Já það er rétt enginn siðfáguð mannvera myndi haga sér eins og þetta fólk gerir og það sér ekki einusinni hversu rangt það hefur fyrir sér, þar liggur gallinn svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.