Ég les ekki fréttir, þær gera mig dapra.

Sagði dóttir mín, en ég hef lítið náð í hana á netinu undanfarið.  Hún er að skrifa ritgerðina sína, og barnið stækkar og stækkar í maganum á henni.  Ásthildur er orðin óþolinmóð hún er búin að bíða og bíða og bíða!!!Ég er eiginlega sammála dóttur minni, það er vissulega dapurlegt að lesa og heyra fréttirnar í dag.  Allskonar subbugangur að koma upp á yfirborðið, og auðvitað er enginn sekur nema þeir sem læðast inn í Bónus eða Samkaup til að fá sér að borða.  Þeir eru gripnir strax og látnir greiða sektir sem þeir eiga ekki fyrir, því þá hefðu þeir væntanlega keypt sér matinn. 

Ekki eru betri fréttir erlendis frá Grikkland, Írland, Spánn, Portúgal, og núna Ítalía á nánösunum í herkví furstanna í Brussel.  Og svo er þa ástandið í Libýu, Súdan, Egyptalandi og öllum þeim löndum, lýðræðisbylting alþýðu heimsins er að vakna og vill fá að vera til, ég veit ekki hvort við höfum vaknað of seint, en það er svakalegt að horfa upp á stjórnvöld drepa sitt eigið fólk sem er að krefjast þess réttar síns að fá að vera til, jafnvel í Grikklandi og fleiri vestrænum löndum er örvæntingin orðin slík að þeir beita allskonar tækjum og tólum til að halda fólkinu niðri. Ekki veit ég hvar þetta endar, en það er víst að það fólk sem hefur sölsað öll lífsgæði heimsins undir sig, getur ekki verið án þrælanna, svo ef þeim tekst ekki að beygja þá aftur undir sig, verða þeir að útrýma þeim og búa sér til róbóta til að vinna þrælaverkin fyrir lítið sem ekkert.  Við lifum núna á tímum Sódómu og Gómorru, og ekkert getur bjargað okkur nema samstaða fólksins í landinu okkar nákvæmlega sama og gerist og er að gerast annarsstaðar í heiminum.

Þess vegna er ég ein af þeim sem er eins og strúturinn, set hausinn í sandinn og hugsa meira um það sem í kring um mig er til að halda sönsum.

img_2319-1_1097017.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er ekki oft sem við fáum ættingja Ella í heimsókn, en í fyrradag kom systurdóttir hans Lára í heimsókn með son sinn og fjölskyldu. Það var afar gaman.

img_2321-1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sonur hennar Auðunn konan hans sem er sænsk og foreldrar hennar.  Og Pípí undir stólnum hennar Láru að skoða rauðu skóna. 

img_2322-1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Systir mín og mágur komu líka og mamma Siggu það er ósköp notalegt að sitja fyrir framan kúluna og sleikja sólskinið.  Ef þið haldið að Pípí sé ekki þarna, þá er hann undir stól systur minnar að narta í rauðu skóna LoL

 Jæja elskurnar allt gott að frétta héðan í dag, enginn heimsendir eða krýsur.  Eigið góðan dag. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Það er rétt hjá þér í sambandi við fréttirnar, það er ekki mikið um gleðifréttir. Ég sleppi þeim að mestu.

Get ímyndað mér að það sé gott að sitja í sólinni við kúluna og fá góða gesti í heimsókn

Knús í sólarkúluna

Kidda, 11.7.2011 kl. 12:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við bíðum bæði Ásthildur. Þú eftir þinni dóttur og ég minni. Eldri dóttir mín á von á sínu öðru barni, 11. ágúst. Það verður 6. barnabarnið mitt, þvílík hamingja.

Ég veit hvernig þér líður, til hamingju Ásthildur! 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 19:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Pípi er greinilega veik fyrir rauðum skóm.

Ég ætlaði einmitt að fara að suða um fréttir af litlu prinsessunum í Austurríki Gott að þar eru fleiri að bætast í hópinn

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín það er notalegt að sitja fyrir framan kúluna og spóka sig í sól og sumri.

Axel gaman að heyra, mín dóttir er sett á desember, sennilega þann 23, því stelpurnar eru fæddar 23 janúar og 23 febrúar.

Hrönn mín já það verður nóg um fréttir frá þeim fljótlega, ekki seinna en í haust, því ég er ákveðin í að heimsækja þær þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2011 kl. 23:43

5 Smámynd: Ragnheiður

Já það er aldrei of mikið af fréttum af telpunum tveim - allir bloggvinir þínir kolféllu fyrir þeim. Yndislegastar í heiminum.

Ekkert barnabarn á leiðinni hjá mér. Minnsti spons er fjögurra ára á árinu. Fæddur á því skelfingarári 2007.

Nenni ekki fréttum heldur - knús á þig mín kæra

Ragnheiður , 12.7.2011 kl. 02:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú eins með mig og fréttirnar eins og þig, það er margt sem gerir mann dapran. Kýs að njóta lífsins þessar vikurnar og bera mig vel. Það kemur sem koma skal. knús á þig og þína .

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2011 kl. 11:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnheiður mín já þær eru yndælar stelpurnar mínar og nú er beðið eftir litla bróður. Það verður spennandi. 

Já Ásdís mín ég held að við fáum engubreytt þó við berum allar heimsins áhyggjur á herðum okkar.  En við getum breytt okkar eigin hugsunarhætti og farið að spá meira í þá einstaklinga sem bjóða sig fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2011 kl. 15:09

8 Smámynd: Dagný

Til hamingju með væntanlega barnabarnið   Ég fylgist líka lítið með fréttum þessa dagana og fæ frið til þess þar sem ég er í sumarfríi og lendi því ekki í samræðum nema um það sem mig langar

Dagný, 13.7.2011 kl. 00:04

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín já ég er himinlifandi yfir litla barninu. Og það er ágætt að hvíla sig á fréttunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 09:35

10 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Fínar fréttir af þér og þínum. Það er hið besta mál og nú er bara að setja henilás á fréttasíðurnar og njóta sumarsins. Það ætla ég að gera, var að byrja í sumarfríi í dag

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 13.7.2011 kl. 15:20

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eigðu góðar stundir í fríinu Sigrún mín, og njóttu þess að vera til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022300

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband