Til hamingju með afmælisdaginn Júlli minn og Pípí fær heimsókn.

Hér komu tvær glaðværar skottur í gær, reyndar þrjár því sú þriðja kom í gærmorgun með ömmu sinni, vinkonu minni henni Dísu í kaffi í gærmorgun.

Hinar tvær komu svo með mömmu sinni í gærdag, hér ómaði því gleði og hlátur.

IMG_2297

Þeim stóð nú ekki alveg á sama fyrst, en Pípí elskaði skóna hennar Bjargeyjar.

IMG_2301

En svo var bara voða gaman.

IMG_2305

Pípí var voða ánægður með báðar heimsóknirnar, því hann fékk nefnilega klapp og kjass.

IMG_2308

Þetta eru rosaflottir skór hugsar hann örugglega. Ágústa María vildi strax koma og heimsækja kúluna. Heart 

IMG_2310

Og svo fær hann klapp.  Aldís sem kom í gærmorgun klappaði honum líka, hún var líka fyrst dálítið smeyk, en hún er orðin svo stór stelpa núna.

IMG_2313

Hér eru svo fallegu börnin mín að fara niður í Neðsta kaupstað til að skemmta ferðafólki.

IMG_2314

Það verður nóg að gera hjá þeim í dag, því hér eru tvö skemmtiferðaskip við höfnina.

IMG_2317

Togararnir okkar eru eins og smátappar við hliðina á þessum risum.

IMG_2318

Og hér kemur flugvélin inn til lendingar.  Hér geta gamlir ísfirðingar séð hve mikill snjór er ennþá í fjöllunum komin 8. Júlí. afmælisdagur elsku Júlla míns. 

Júlli dýravinur

Elsku fallegi drengurinn minn sem varst alltaf að hlú að þeim sem áttu bágt, og hugsaðir alltaf minnst um þig sjálfan.  Til hamingju með daginn ljúfurinn minn hvar sem þú ert á himnum, við hjálparstörf þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða.  Góðar sálir sem hafa villst af leið,  þar ert þú á heimavelli elsku Júlli minn.   Þú veist að mamma elskar þig. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð blessi Júlla þinn, fallegur var hann það er víst og rétt. Yndislegt að sjá strákinn hans í þessum fötum með fallega stúlku sér við hlið, gleðja örugglega marga. Pípí er orðinn svo stór :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís mín hann stækkar með hverjum deginum.  Já Júlli minn þessi elska var ástríkur og góður við alla.  Hann er örugglega stoltur af syni sínum.

Takk og knús Birna Dís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2011 kl. 11:49

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Það er merkilegt hvernig hægt er að tengjast fólki í gegnum skrif á blogginu. Hann Júlli þinn er að hjálpa okkur mikið í dag, og er hetja, sem of fáir gera sér grein fyrir. Það má bara aldrei tala um svona mál á Íslandi.

Vertu stolt af því sem drengurinn þinn er að hjálpa okkur með í dag.

Svona er bara alheimurinn, sem Íslendingar margir hverjir afneita!

Þeir sem ekki afneita þessum staðreyndum, eru taldir "skrýtnir". Og þá verð ég víst að tilheyra hinum "skrýtnu" á Íslandi, með tilheyrandi fordómum!

Drengurinn þinn er ljós og fagur og hefur nú þegar gert mikið gott fyrir okkur öll, í gegnum þig og þín skrif, þótt þú og aðrir viti það kannski ekki  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2011 kl. 22:01

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn Cesil mín

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2011 kl. 22:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín

Anna mín þakka þér þessi hlýlegu orð, og ég er sannfærð um að drengurinn minn er á fulli við að hjálpa þeim sem eiga bágt það er alveg eftir hans höfði að geta hjálpað þegar hann sjálfur er laus úr prísundinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2011 kl. 22:45

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Ekki vanmeta þinn þátt í þessu samspili milli þín og nýju heimanna og víddarinnar hans Júlla  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2011 kl. 23:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín, nei ég reyni að vanmeta ekki, en stundum leynist samt efinn þarna lengst niðri, þó veit ég betur í hjarta mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2011 kl. 10:31

9 identicon

Knús til þín frænka

Gréta (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 18:54

10 Smámynd: Kidda

Til hamingju með daginn hans Júlla

Pípí er orðinn svo stór og krakkarnir flottir í vinnunni sinni að gleðja ferðamenn.

Knús í kærleikskúluna 

Kidda, 10.7.2011 kl. 22:01

11 Smámynd: Ragnheiður

Elsku vina, þeir eru áreiðanlega saman við þessi störf synir okkar. Mikið er drengurinn myndarlegur og telpan ekki síður - öllum til sóma.

Pípí skemmtir mér mikið með þinni góðu hjálp. Ég elska dýr og dýravini.

Knús

Ragnheiður , 11.7.2011 kl. 00:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gréta mín.

Kidda Pípí er orðin stór og svakalega klunnalegur hann á erfitt með að fara niður tröppur, ef hann kemur inn grenjar hann á mann að taka sig niður eða kútveltist niður þessar tvær tröppur, en alltaf kemur hann inn aftur

Já Ragnheiður mín ég er alveg viss um það.  Pípí er yndislegur og vekur athygli allra sem koma.  Nú er ég búin að komast að því að hann elskar rauða skó, það er ekki bara rauðuskórnir hennar Bjargeyjar, tvær aðrar konur hafa komið í rauðum skóm og hann elti þær á röndum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2011 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022301

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband