Ísafjörður... bærinn minn.

Ísafjörður í sól og sumri.  Í gamni og alvöru, í blíðu og stríðu, það er bærinn minn.

IMG_2271-1

Júlíus Geirmundsson komin að landi með met afla.  Júlíus Geirmundsson var afi minn, og það voru pabbi minn og bróðir hans auk skipstjórans sem byggðu upp veldi Gunnvarar og áttu þetta glæsilega skip.  Til hamingju áhöfn með glæsilegan árangur.

IMG_2273-1

Við höldum okkur við höfnina í dag, því þar er fjörið.  Þetta eru gömlu húsin í Neðstakaupstað og þangað koma túristar og aðrir landsmenn og ekki síst ísfirðingar til að njóta góðs matar og finna andblæ liðins tíma.

IMG_2274-1

Hér eru líka listaverk sonar míns fiskarnir hans, hér er haldið utan um þá og þeirra gætt, og þeir vekja mikinn áhuga ferðafólks.  Algjörlega umhverfi við hæfi. Heart

IMG_2275-1

Geimveran hans.  Þegar hann var í fjörunni, þá sá hann fyrir sér hvað steinarnir gætu táknað.  Þessi er afar raunveruleg.

IMG_2276-1

Já andblær liðins tíma, Morrinn sér um að skemmta fólkinu sem kemur til að njóta.

IMG_2278-1

Krakkarnir fara í leiki og syngja fyrir gestina.  Hér er Úlfur, og hann nýtur sín í botn að vera í þessum góða félagsskap.

IMG_2279-1

Einhver leikur sem ég kannast ekki við.

IMG_2280-1

Í grænni lautu það geymi ég hringinn sem mér var gefinn og hvar er hann nú?

IMG_2282-1

Og þau bæði skemmtu sér og öðrum.

IMG_2286-1

Inn og út um gluggann... inn og út um gluggann.. inn og út um gluggann og alltaf sömu leið.

IMG_2287-1

Heart

IMG_2291-1

Svo eru farþegar kvaddir með virktum.

IMG_2294-1

Skipið bíður...

IMG_2295-1

Bless bless... nú er smá pása áður en næsta rúta kemur....

IMG_2296-1

Og Tjöruhúsið lætur enginn fram hjá sér fara. Þýskur vinur okkar sem kemur hér í endaðan júlí er einmitt búin að bjóða okkur í mat þangað og ég er farin að hlakka til.

Og svo ísfirðingar og nágrannar, munið að ég er með opið upp í garðplöntustöðinni frá eitt til sex virka daga og tvö til fimm á laugardögum, það er mikið af blómum á góðu verði afar ódýr og góð, heimaræktuð með ást og umhyggju, tilbúin til að fara að heiman til ykkar... og það er sko nóg úrval.  Endilega nú þegar sumarið er loksins komið að skella ykkur í heimsókn.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg yndislegt að vanda :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 21:01

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þú ert alaveg ótrúleg með myndavélina. Takk fyrir að leyfa okkur að njóta!

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.7.2011 kl. 00:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Bergljót mín, ég hef gaman af að mynda svona uppákomur úr daglega lífinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2011 kl. 08:09

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur. Ég hélt að Hraðfrystihúsið hefði tekið yfir Gunnvöru og Júlíus Geirmundsson ásamt Súðavíkur dæminu inn í grúppu sína og samningurinn var að nafnið Gunnvör yrði áfram. Fjölskilda mín átti nefnilega Hraðfrystihúsið. Þetta var Spýtuhús fólkið, Pálshúsið og af einhverju leiti Heimabæjar fólkið en allt breytist ásamt eignarhlutum. Kannski erum við bara frændsystkini en fyrir utan það þá voru þetta hugrakkir menn í þá daga og ráku fyrirtæki sín vel.   

Valdimar Samúelsson, 6.7.2011 kl. 13:46

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur þetta eru flottar myndir hjá þér en ég kom þarna í gegn núna á mánudag og sá Palla Páls þarna á bryggjunni í allri sinni tign eins og gamli maðurinn var en ég held að Júlíus Geirmundsson hafi verið fyrir framan hann. 

Valdimar Samúelsson, 6.7.2011 kl. 13:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Súðavíkurdæmið var sorglegt og ekkert nema froðufé sem þar var.  Pabbi minn ræddi oft um það að þeir hefðu verið plataðir þar allverulega.  En hann seldi síðan sinn hlut í Gunnvöru, sennilega út af óánægju með hitt málið og að hann var einn á móti tveimur öðrum eigendum, sem réðu og vildu ekki þiggja hans ráð, sem hefðu reyndar verið þeim öllum til góðs.  En í dag heitir útgerðarfélagið Hraðfrystihúsið Gunnvör.  Sammála þér með að í þá daga voru menn heiðarlegir og máttarstólpar samfélagsins, handtak var sama og undirskrift, annað en í dag.   Ég er afskaplega stolt af föður mínum og bróður hans, sem byggðu þetta stórveldi upp, í sveita sín andlitis, tveir strákar norðan úr Fljótavík, ómenntaðir en með gott uppeldi og styrk þess sem þarf að vinna fyrir sínu alla tíð. 

Faðir minn var einn af þeim sem spilagosarnir rændu inn að skinni, hann trúði á þetta fólk og missti allt sitt í hendurnar á þessum apaköttum, megi þeir rotna í helvíti fyrir vikið.  Þessi öðlingur og stór manneskja skyldi þurfa að þola að vera niðurlægður af svona fjandans svíðingum, en þeir munu brenna þarna niðri með skömm um aldur og ævi, þó þeir fái að halda öllu sínum hér á jörðinni með dyggilegri aðstoð velferðarstjórnarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2011 kl. 20:39

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Ásthildur. Ég fylgdist mikið með þessu á sínum tíma vegna tengsla en þetta var allt rekið að heiðarlegum mönnum hér áður sem hugsuðu um fólkið og umhverfi en svo breyttist nýja kynslóðin og menn gerðust gráðugir í hlutabréf annarra. Ég held samt að HG sé vel rekið fyrirtæki nema þessi síðasta stórskuld hvað sem hún mun gera. Leitt að heyra með föður þinn en hann er ekki sá eini því þessir bankamenn þefuðu uppi menn með pening og buðu þeim gull og græna skóga., 

Valdimar Samúelsson, 6.7.2011 kl. 22:26

9 identicon

Ásthildur, ertu ekki að gleyma einhverju ?  Tveir útgerðarmenn og skipsstjórar gera ekki mikið í að byggja upp eitthvert útgerðarveldi.  Það hlóta að hafa verið sjómenn og fiskverkafólk líka sem byggði upp þessi fyrirtæki.  Þetta er fólkið sem í dag er komið á lúsareftirlaun, kvíður elliáranna því ekki er hægt að búa þeim áhyggjulaust æfikvöld með byggingu hjúkrunarheimila.  Það er líka þetta fólk, slitið af erfiðisvinnu sem þarf að velta fyrir sér hverri krónu.  Bæjarfélagið sem í gegnum tíðinni hefur                   þegið frá þeim útsvörin auk annarra gjalda lokar versluninni á þjónustudeildinni vegna skitinna 83.000.- króna kostnaðar á mánuði.  Ég skammast mín fyrir þessa þjóð.

Henry Bæringsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 23:31

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég vildi vera kominn heim í Djúpið, það hefur fóstrað mig og það má ekki horfa á það sem miður hefur farið. Horfum á fegurðina sem Ísafjarðardjúp og með öllum sýnum Innfjörðum og Djúpið er Gullkista sem hefur fætt kraftmikið Fólk..

Vilhjálmur Stefánsson, 7.7.2011 kl. 07:59

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Henrý minn auðvitað eiga allir sitt í því að byggja upp fyrirtæki.  En það þarf samt frumkvöðlana, þeir áttu sér draum sem þeir gerðu að veruleika.  Í dag hefði þetta ekki verið hægt, vegna þess að sú leið sem þeir fóru er sjómönnum og öðrum lokuð í dag, þar sem nokkrum mönnum hefur verið færður kvótinn til nánast eignar. 

En ég er líka sammála þér með að það er svívirðing hvernig hefur verið farið með fólk úti á landsbyggðinni þar sem kvótinn var seldur burt, og fólki bæði missti vinnunna og sat eftir með verðlaus hús.  Við lentum í þessari krýsu fyrir rúmum 20 árum.  Eg las líka í DV að  Landslbyggðin heldur uppi Reykjavík, þó reynt hafi verið að segja okkur að Reykjavík haldi uppi landsbyggðinni. 

Og svo þykjast þeir geta ákveðið að flytja flugvöllinn burt bara si sona af því þá langar svo að byggja stórar byggingar. 

Það má ekki láta misvitur bæjaryfirvöld gera sé það að eitra líf sitt.  Við sitjum uppi með þetta fólk, vegna þess að ísfirðingar kusu og hafa kosið yfir sig sömu stjórnmálaflokkana ár eftir ár eftir ár, þó þeim hafi boðist betra eins og framboð Í listans.  Það er komin tími til breytinga í öllu landinu, og þá þurfa íslendingar að hafa skynsemina að leiðarljósi og kjósa fólk sem ekki er í þessari spillingu.

Vel mælt Vilhjálmur, Djúpið er fallegt og seiðir til sín bæði ferðamenn og heimamenn.  Ekki síst núna þegar sólin skín dag eftir dag, og allt er svo notalegt og fallegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 09:14

12 Smámynd: Kidda

Gaman að sjá hvernig tekið er á móti ferðamönnum, krakkarnir hljóta að hafa gaman af þessu.

Vildi svo óska að ég væri nær gróðrastöðinni þinni, er ekki farin að kaupa nein sumarblóm þetta árið.

Knús í gæsakúlu

Kidda, 7.7.2011 kl. 10:42

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín það væri sko gaman að sjá þig koma.  Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu og njóta sín vel í vinnunni.  Og nú er Alejandra líka komin í hópinn og er voða glöð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 11:41

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Megi sú gleði standa sem allralengst Ásthildur mín, þú átt það margfalt skilið!  Bestu sumar- og sólarkveðjur til ykkar í kúlunni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.7.2011 kl. 15:34

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk ljúfust fyrir yndislegar myndir.

Tek ég undir hól þitt um gömlu mennina, þeir voru sko ekki að sóa um efni fram og stóðu við það sem handsamið var um.

Pabbi þinn var yndislegur maður ásamt þeim sem byggðu upp á sínum tíma hvort sem var til sjós eða lands.

Já það er farið illa með gamla fólkið okkar, segi ég sem er 68 ára Hahaha.

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2011 kl. 20:08

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín. Gaman að sjá þig aftur hér.

Takk Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2011 kl. 09:10

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl blómadrottning! Þetta fallega myndefni,með fróðleik og fréttum að vestan,sér maður aðeins hér. Merki í veðurlýsingum á Vestfjörðum vekja jafnan áhuga minn,gömul meðvirkni um gæftir.         Já ,,sjómennskan er ekkert grín,, og menn komust að því í rekstri útgerða, að það borgar sig að vera tortryggin. Ég þakka Pétri H. Pálssyni,forstjóra Útg. Vísis frá Grindavík,fyrir að reka fiskvinnslu á Þingeyri. Faðir hans ólst þar upp,afi hans var farsæll skipsstjóri. Við höldum auðlyndinni hjá okkur Ásthildur mín,berum gæfu til að koma á langþráðum friði um skiptingu hennar. M.b.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2011 kl. 11:37

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín, þar verður barist til síðasta blóðdropa, því auðlindir okkar eiga heima hér fyrir þjóðina en ekki ESB apparatið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2011 kl. 11:47

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi dúllan mín ég er svo lítið á bloggi og facebook núna, en kem inn í haust á fullu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2011 kl. 14:37

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verður gott að sjá þig, það var einmitt kona að spyrja um þig í dag, hafði hitt þig í Sandgerði og síðan misst alveg af þér.  Svona er lífið.  Knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2011 kl. 20:18

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hver var það ljúfust?

Knús kveðjur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2011 kl. 16:09

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki alveg en hún kom með Elínu gömlu vinkonu minni og syni hennar Halldóri Þorbjarnarssyni fyrrverandi bankastjóra. Virkilega yndisleg kona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2011 kl. 19:05

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hún les bloggið mitt og ef hún sendir mér skilaboð, jafnvel bara í gesta bókina kem ég ykkur í samband aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2011 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband