Hvað eiga Pípí og Össur sameiginlegt?

Að hafa gott hjartalag, þar endar samlíkingin líka. 

Ég er sammála þeim sem segja að síðustu yfirlýsingar Össurar Utanríkisráðherra og mannsins sem leiðir samningaferli við ESB, sýni að hann er óhæfur til að vera okkar meginn við borðið.  Þvert á móti vinnur hann með "óvininum" í þessu máli.  Hvað ætlar íslensk þjóð að láta draga sig lengi á asnaeyrunum vegna þessarar heimskulegu umsóknar, sem ekki virðist vera neinn meirihluti fyrir.  Ætlum við að láta draga okkur inn í blauta drauma eins manns, sem vill vera stór kall í útlöndum?

Mér þykir að mörgu leiti vænt um Össur hann er náttúrbarn með stórt hjarta.  En það gerir hann ekki hæfari til að fara með svo mikil völd, þvert á móti. 

Hvar er vinstri hreyfingin grænt framboð?  Hvar er yfirleitt stjórnarandstaðan þegar gjörsamlega er gengið fram af þjóðinni með svona yfirlýsingum? Eru þau öll bara í sínu langa sumarfríi og kemur ekkert við hvað er að gerast meðan þau spóka sig í sínu LANGA fríi, sem er arfur frá gamalli tíð, þegar bændur voru uppistaðan á alþingi og þurfti að fara í sauðburð, heyskap og smölun áður en alvara lífsins tæki við á alþingi?

Var ykkur ekki falið af þjóðinni að vernda land og þjóð? 

Við sitjum uppi með mannfælinn forsætisráðherra sem helst vill vera í friði og lætur ennþá óhæfari einstakling stjórna á bak við, semja ræðurnar og tala tungum.  Við erum með fjármálaráðherra sem talar í hring, og gumar af afrekum eins og farsælli lausn á lokum Icesave vitleysunnar, þegar það var þjóðin sjálf sem tók af honum ómakið.  Og þessar endalausu hreykingar hans af hvað allt sé gott og hvað við höfum það nú annars gott af því að hann hefur stjórnað svo vel. 

Ég verð því miður að segja það að ég treysti ekki einum einasta manni í þessari ríkisstjórn, og það sem verra er að því síður myndi ég treysta sjálfstæðisflokknum, eða framsókn fyrir fjöreggi okkar.  Þetta segir mér að við þurfum að vinna vel meðan þetta "ástand" varir þ.e. stoppistand, og byggja upp þjóðina til að standa á rétti sínum og fara að standa saman um að breyta samfélaginu.  Það gerist ekki nema með vakningu þjóðarinnar og samstöðu. 

Fólk verður að fara að skilja að það er komin tími til að breyta um gír, og fá þetta fólk frá sem hefur sestið meirihluta æfi sinnar á alþingi og þekkir ekki annað en svona vinnubrögð, og gerir allt til að halda völdum.  Þeir hafa síðan smitað þá sem á eftir komu í sömu vitleysunni.  Svo nú þarf virkilega að skipta um lið.  Fá aftur venjulegt fólk verkamenn, bændur, vörubílstjóra, gröfukarla, kennara og fólk sem virkilega er með púlsinn á þjóðinni til að bjóða sig fram og setjast á alþingi til að vinna að okkar málum af ALVÖRU OG ÁBYRGÐ.  Ég bið ekki um meira.  Eftir allt ætti fjórflokkurinn að vera liðinn undir lok.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

 

Smá fréttir af Pípí.

IMG_2264-1

Pípí á sér bæli, hann er ekki þrifnasta vera í heimi, en ég tek mig til á morgnana og hreinsa til hjá honum.  En svona finnst honum gott að ligga. Og takið eftir, tuskan hans er á milli tveggja skóa. 

IMG_2267-1

Hann er eiginlega að verða táningur, og frekar klossaður þessi elska, eins og unglingar verða þegar þau eru að stækka í óðaönn, hann er meira að segja að verða of stór fyrir kettina.  Það eru líka að byrja að myndast fjaðrir á vænstubbunum og stélinu. Þetta verður myndar gæs.

IMG_2268-1

Þetta er hollningin á honum þegar hann ræðir málin.  Þá teygir hann fram hálsinn og setur gogginn upp á við og svo tölum við saman.  Líka þegar hann biður um eitthvað eins og til dæmis mat.

IMG_2269-1

Hér má sjá hvítu litlu fjaðrirnar sem eru byrjaðar að myndast við vængina og stélið.

IMG_2270

Mamma mamma má ég?Heart

Ég hitti mann í gær sem hefur skrifað mér bréf frá henni Ameríku og þakkað mér tilskrifin og myndirnar.  Það var virkilega gaman að hitta hann, ég var mjög ánægð með bréfið frá honum.  Þessi ágæti maður er ættaður héðan og sennilega alin upp á Grænagarði II.  Pétur Njarðvík heitir maðurinn.  Takk fyrir ágætis viðkynningu og þú ert auðvitað alltaf velkomin í kaffi. 

IMG_2265-1

Eins og sést hefur snjóinn tekið heilmikið upp síðan fór að hlýna og ekki síður eftir að rigninginn kom.

IMG_2266-1

Svo segi ég bara eigið góðan dag.  Og munum að við erum fyrst og fremst þjóð meðal þjóða, sjálfstæð í yfir þúsund ár,  með hléum reyndar.  En við þurfum enga sérfræðinga á vegum ESB til að segja okkur að við séum betur komin undir þeirra verndarvæng "græðgiskrumlu".  Við erum best komin með því að standa saman, verja okkar auðlindir og læra að velja hæfasta fólkið í störf hvort sem það heitir stjóri eða ríkisstjóri.  Klíkuskapur og frændhygli bítur alltaf í rassgatið á okkur á endanum, eins og sést vel núna í allri stjórnsýslunni, þar sem vinavæðingin og sérhagsmuna gæslan hefur náð nýjum hæðum í þessari velferðarstjórn.

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Mér líst betur á Pípí krútt, skil ekki af hverju ég hef alltaf talið hann vera önd

Annars er ég alveg sammála þér.

Knús í gæsakúluna

Kidda, 4.7.2011 kl. 20:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Haha ég er líka fegin að þú upplýstir um tegund PíPí - ég er ekki betri en Kidda hahaha

Klús vestur

Ragnheiður , 4.7.2011 kl. 21:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stúlkur mínar Pípí er stórlega móðgaður að þið hafið haldið að hann sé önd, eðalgæs er þessi fallegi táningur, við vorum einmitt að koma inn úr garðskálanum ég og minn Elías og svo var Pípi hamingjusamur að taka þátt í umræðunum, og nú er hann lagstur í sitt beð innan um skóna með tuskuna sína undir sér og er syfjaður og sæll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 00:00

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Skemmtilegar myndir Ásthildur.

Nágranni okkar hinummeginn við ána, á innribænum á Ímastöðum, hann fóstraði nokkra gæsaunga, minnir heiðargæs, fyrir nokkrum árum.

Að sjálfsögðu fannst þeim grasið grænna hinum megin við ánna og settust eiginlega að á hjá okkur á gamla bænum.  Átu gras og skitu mikið.  En þær voru komnar með búseturétt svo það var liðið, aðeins hreinsað skítur á hverjum degi þegar fólk var útfrá.

Sumarið eftir þá vorum við hjónin frekar snemma á ferðinni og ég var að draga strákana mína á bát í sundlauginni minni.  Þá heyrðum við garg og þrjár heiðargæsis lentu á lauginni og heilsuðu upp á okkur.  Tvær af þeim mynduðu síðan par og fóru eitthvað en sú þriðja kíkti alltaf reglulega í heimsókn.

Og af einhverjum ástæðum þá fundu veiðimenn á sér að hún væri heimamaður, hún var óskotin um haustið.

Sumarið þar á eftir kom hún ein og heilsaði upp á okkur en hvarf svo, líklegast til sinna.  Og við höfum ekki séð hana síðan.

En það var gaman að þessum greyjum meðan var og hét.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2011 kl. 07:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa sögu Ómar.  Við vorum einmitt að ræða um þetta í gær við Elli minn og Pípí. Hvort hann myndi fara í haust með sínum, eða verða eftir og hvað svo?? En það kemur allt í ljós, eins og er er hann heimilisgestur hér og okkur til mikillar ánægju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 09:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2011 kl. 11:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

takk fyrir innlitið Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband