1.7.2011 | 11:58
Meira ungviði og túrhestar.
Í gær fékk ég skemmtilega heimsókn, krakkarnir á leikskólanum Eyrarskjó vildu fá að koma í heimsókn, þ.e. þau sem eru að byrja í skólanum í haust. Þar á meðal Sigurjón Dagur, og hann var auðvitað búin að tala svo mikið um kúluna og aðallega ungann Pípí, svo þau vildu endilega koma og skoða, sem var reyndar auðsótt mál. Þau komu um hádegið og grilluðu og höfðu gaman, en mesta lukku vakti samt Pípí, að lokum varð hann leiður á þessari athygli og skreið undir stólinn hennar "mömmu" sinnar.
Þarna er verið að dáðst að kirsuberjunum.
Þau komu auðvitað hjólandi þessar elskur.
Fóstrurnar grilla og börnin gera sér gott af.
Svo er það bara skólinn í haust og alvara lífsins.
Ætlu þau komi ekki aftur í heimsókn í haust á vegum skólans, en fyrstu árs bekkingar fá alltaf að koma í heimsókn og skoða gróðurinn og hænurnar.
Nú er hægt að segja að sumarið sé komið þegar riddarar Rósu eru komnir á kreik.
Dágóður hópur að hlaupa í ár, það er gaman að fylgjast með þeim hlaupa hér framhjá, ég hleyp með þeim í huganum og er viss um að vöðvarnir mínir meðtaka skilaboðin.
Jamm þetta er hin besta skemmtun bæði fyrir mig og þau.
Pípí gerir líka hálsæfingar, ein sagði í gær hvað er þetta er nú litli ljóti andarunginn Sem breytist í svan, og ég sagði að ég myndi nú bara þakka fyrir það, því eins og hann lítur út í dag líkist hann mest strút.
Flottur, en hann gerir samt oft æfingar, hann leggur fæturna aftur og teygir þær reglulega. Vitið þið að endur eru með þófa undir fæti, einn stór undir fætinum og þrír minni fram eftir miðtánni, og einn á hvorri hinna, samt er hann stundum sárfættur að ganga í mölinni.
En hann er alveg viss um að ég sé mamma hans, það átti að setja hann í girðingu sem Elli hafði smíðað fyrir hann úti í grasinu, en hann grét og kallaði þangað til ég gafst upp og hleypti honum út, og hann varð svo hamingjusamur.
Ég fékk bók inn úr dyrunum í gær, eftir þýska stúlku sem skrifar um íslendinga og trú þeirra á álfa og huldufólk hún heitir Alva Gehrmann, en inn í þetta fléttar hún til dæmis óbeislaðri fegurð, þar er einn kafli um mig, sem kallast Miss Auraund ihre innere Schönheit, ég skil náttúrulega ekki bofs, en sé samt að talar um klæðaburðin á mér í byrjun; Ásthildur Cesl Þórðardóttir kleidet sich eher unscheinbar. Eins türkisblauer Strickpulli, eins dunkle, locer sitzende Hose und dazu Birkenstocs mit Wollsochen ihre Haare sind einfach da.
Það er örugglega hægt að skoða og panta bókina á facebook síðu hennar http://www.facebook.com/#!/allesganzisi eða www.dtv.de
Ég er að bíða eftir enskri eða íslenskri útgáfu.
Í morgun kom svo inn úr dyrunum par, að vísu sennilega bara vinir eða frændur, því hann býr í Canada en hún í Vín. Hún sagðist hafa komið hingað um 1999, og komið í heimsókn þá og langaði að skoða sig um aftur. Ég sýndi henni bókina, og hún las kaflann um mig með mikilli ánægju og hló mikið, þannig að þetta er greinilega skemmtileg bók. Takk Alva mín.
Hér les hún upp úr bókinni.
Og þá er ég þotinn út að gera eitthvað gagn. Það þarf að smúla stéttina eftir Pípí, því hann er ekki "kassavanur" og kúkar þar sem honum dettur í hug, svo verður hann móðgaður þegar maður kemur með pappír og þurrkar upp eftir hann, sem betur fer er þetta nánast lyktarlaust þar sem hann étur bara grænmeti og gras og drekkur vatn.
En ég segi bara eigið góðan dag elskurnar. Og þið sem skiljið þýsku kíkir á síðuna hennar Ölvu.
Alles Ganz Isi, Isländiche Lebenkunst für Anfänger und Forgeschrittene.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2023026
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heppnir krakkarnir á leikskólanum að fá að koma í heimsókn til þín.
Það væri gaman að lesa þessa bók, var einmitt um daginn að þræta við soninn í sambandi við huldufólk og álfa. Ég hélt að ég hefði alið hann upp með frásögnum um samskipti álfa og huldufólks við ömmu og afa. Hann var ekki á því að samþykkja að það væru til álfar og huldufólk
Vona að sólin leiki um fallega bæinn þinn á meðan við fáum vonandi helling af rigningu
Knús í andakúluna
Kidda, 1.7.2011 kl. 12:28
Takk Kidda mín já hér er sól og blíða núna upp á hvern dag. Voða notalegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2011 kl. 12:34
Yndisleg færsla og PíPí er frábær viðbót í kúlu :)
Ragnheiður , 2.7.2011 kl. 05:48
Takk Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 08:52
Alveg dásamlegar myndir og lestur :) það hefur ekki verið leiðinlegt fyrir börnin að koma til þín, veit ekki um neinn stað þar sem börn eru velkomnari, ja nema þá bara hjá Jesú sjálfum. Þú ert yndi :) knús og kram vestur til þín kæra vinkona.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2011 kl. 12:54
Takk elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 13:50
:):)
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2011 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.