Að láta eitthvað fara í taugarnar á sér.

Ég var að hugsa um það í morgun hvað það sé eiginlega sem gerist þegar við "látum eitthvað fara í taugarnar á okkur". Það vita allir hvað það þýðir, en hvað er það sem gerist.  Við vitum að þetta er vond tilfinning, og vekur upp bæði reiði og biturð, en hvað er það eiginlega sem gerist.

Ég veit að það er margt sem maður lætur fara í taugarnar á sér, sem alveg er hægt að sleppa við.  Ég er til dæmis orðin nokkuð þjálfuð í að hætta að láta annað fólk fara í taugarnar á mér.  Ef ég kemst hjá því þá reyni ég að hitta slíkt fólk ekki mikið.  Við eigum líka að hafa meira umburðarlyndi og temja okkur meiri hógværð, þegar skoðanaskipti eru ekki eins og við viljum.  Ég læt til dæmis aðila hér fara óskaplega í taugarnar á mér, af því að þessi aðili eða aðiljar eru alveg á skjön við mig.  Gerðust bloggvinir, skil ekki af hverju, en hugsaði með mér að það væri ágætt að hafa skoðanir þessara samtaka uppi á borðinu.  En ég finn hvernig þessi félagsskapur fer meira og meira í "taugarnar "á mér.  Svo nú á ég bara eftir að henda þeim út, sem verður í fyrsta skipti í sögunni sem ég hendi einhverjum út.  Er meira að segja ennþá inni með tvo kæra bloggvini sem báðir eru horfnir héðan. 

Ég fékk hingað heimsókn af ungum námsmanni sem er að gera aðalritgerð sína, og skrifar um skrúðgarða á Íslandi, hann vildi fá að ræða við mig um Jónsgarð og Austurvöll.  Hann vildi að við hittumst í görðunum.  En ég hef ekki farið þar inn síðan ég hætti.  Það sem ég sá þar var margt ágætt, en sumt fór í taugarnar á mér, svo að ég stóð augnablik til að ná að draga andann.  En svo hugsaði ég með mér, nú eru aðrir teknir við með nýjar og aðrar áherslur.  Mér kemur þetta ekki við lengur, ég er búin að gera mitt. 

Ég hugsa samt að ég fari ekki aftur inn í þessa garða, ég á minn eigin garð og get djöflast þar eins og ég vil, meðan ég hef heilsu og verður ekki hent út úr húsinu eða lóðinni. 

Ég finn oft að fólk á bloggi og umræðuvefjum er harkalegt og svarar illa, oftast vegna þess að skrif annara fara í taugarnar á þeim.  Ég á það til líka að svara ansi hvasst,  þegar mér ofbýður, og skrif fara í taugarnar á mér. 

Þetta er vond tilfinning og full af einhverju sem ég vil ekki hafa inn í mér.  Spurningin er bara hvernig best er að losna alveg við hana, eða er þetta ráðið að líta í hina áttina og láta hlutina eiga sig.  Hér á árum áður, hefði ég snúið þessu við og barist en það er liðin tíð, nú vil ég bara eiga sjálfa mig og þann frið sem ég næ að skapa mér og umhverfi mínu. 

Jörðin snýst hvað sem ég segi og geri, og mun snúast hvar sem ég verð. 

IMG_1870

Hér er Fríða frænka mín, bróðurdóttir, með þýskum vinum sínum, þau fóru til Fljótavíkur og fengu vont veður, það hefur örugglega farið í taugarnar á þeim svolítið, en þau voru kát og glöð.  Gaman að hitta þig Fríða mín. Heart

IMG_1882

Júlíana og Pípí, þau fara sko örugglega ekki í taugarnar á hvort öðru, nú er hún komin til Noregsi með pabba sínum og Tinnu.  Og elsku Óðinn Freyr handleggslbrotnaði um daginn í fikti.

IMG_1868

Alveg er ég viss um að gifsið og umbúðirnar fara í taugarnar á honum og að geta ekki notað höndina sína svona um hásumarið.  'Oska þér góðs bata elsku drengurinn minn.Heart

IMG_1917

Sigurjón vill skipta við ömmu, hún má fá báða kettina hans ef hann fær að halda unganum.  LoL

IMG_1924

Félagsheimilið Kúlan hér.

IMG_1276

Ef einhver kann gott ráð við þessari "taugaveiki" þá má sá sami endilega segja mér hvernig hægt er að losna alveg við hana.  Er til dæmis hægt að skera upp við henni?  Eða taka inn lyf?  Eða er þetta eitthvað sem maður verður að burðast með eins og hvert annað hundsbit?

Eigið góðan dag elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vildi að ég ætti uppskrift handa þér... en ætli maður verði ekki að burðast með sinn pirring sjálfur. Við stjórnum ekki hvernig aðrir haga sér en við stjórnum viðbrögðunum sem við sýnum við því.

Mikið hlýtur að vera erfitt fyrir þig að koma inn í skrúðgarðana án þess að skipta þér af hvernig þeim er sinnt núna. Það er erfitt að sleppa eftir svona mörg ár, hvað þá þegar mikið hefur verið barist fyrir hlutunum eins og í þínu tilfelli. En það lærist vonandi um leið og þú finnur frelsið og þinn frið :)

Knús á þig mín elskuleg.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.6.2011 kl. 13:59

2 Smámynd: Kidda

Hlúðu frekar af þínum fallega garði en að láta hina garðana valda þér vonbrigðum. Gestir garðanna taka örugglega eftir því að það er breyting til hins verra í þeim.Sumarið er svo stutt að við eigum að njóta þessfallega í okkar görðum fyrst við höfum tækiæri til þess.

Vona að það fari að hitna hjá ykkur, hérna er skítakuldi í norðanáttinni.

Knús í blómakúluna

Kidda, 28.6.2011 kl. 14:06

3 identicon

Ég held að leiðin sem þú nefnir, að reyna að leiða sem mest hjá sér þá hluti sem pirra mest. Forðast fólk sem strýkur manni móti hárunum. Ég var í skóla með konu fyrir mörgum árum og þegar kom jólafrí lýsti hún því yfir að nú væri hún hætt að láta aðra konu í bekknum . Við hin hugsuðum hvernig hún ætlaði að fara að því. Eftir áramótin leiddi hún hina sem mest hjá sér, var alveg í fyllsta máta kurteis og sagði okkur hinum að það káfaði ekkert upp á sig þó hin hefði skrítnar skoðanir. Það sem mér fannst furðulegast var að þetta gekk upp, þær áttu auðveldara með að umgangast hvor aðra það sem þær þurftu en létu hvor aðra sjá um sitt þess utan. Þetta gekk alveg upp.

Dísa (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 23:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa það er sennilega rétta leiðin að lausninni.  Ég er eiginlega viss um það.

Takk Kidda mín, já ég er ekki verkefnalaus.  Og það var ágætt að fá svona útrás.

Sigrún mín já það er alveg rétt við ráðum ekki við hvernig aðrir haga sér, en við ráðum hvaða viðbrögð við sýnum sjálf.  Þetta heitir víst að hafa sjálfstjórn, og er eitt af því erfiðasta sem við tökumst á við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2022953

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband