Hitt og þetta.

Það var eiginlega tvennt sem ég átti eftir að segja ykkur frá.  Ég hef voða lítinn tíma aflögu þessa dagana, því vinnan bíður mín endalaust, eins og svo margir segja "þegar ég hætti að vinna, þá ég ekki fram úr verkefnum LoL

Annað sem ég ætlaði að sýna ykkur var Sólveig Hulda litla barnabarnið mitt sem kom heim frá Noregsi á dögunum og heimsótti ömmu í kúlu nokkrum sinnum þetta yndislega barn. 

IMG_1892

Fyrst var hún hrædd við Pípí.

IMG_1888

En það bráði fljótt af, og svo var hún tilbúin að skipa honum svolítið fyrir LoL Þú átt að borða þarna sko!!!

IMG_1872

´Hér syndir hann fagurlega á tjörninni, ég hélt fyrst að hann myndi setja allt í kross fá sér fisk í morgunmat og svona, en dýralæknirinn minn sagði mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur, gæsir væru grasætur en ekki villidýr. Wink

IMG_1895

Mamma les dóttur sinni pistilinn, hún sparkaði nefnilega í ungann, svo mamma þurfti að útskýra að svona gerir maður einfaldlega ekki Heart

IMG_1927

Jamm tvö ungviði sem leika sér saman og eru algjörlega áhyggjufrí.

IMG_1906

Þetta er bara svo yndislegt, og orð óþörf.

En ég á eftir að finna myndirnar á sýningunni hans Einars Þorsteins.  Stundum er maður bara alveg blank.  Það kom til mín yndisleg kona í dag fra Bíldudal, hún er þar á sumrin og svo í Noregi á veturna.  Ég kom og bankaði upp á í kúlunni sagði hún og leit inn, og ég kannaðist við allt eins og ég væri heima hjá mér sagði hún og hló.  Ég les nefnilega alltaf bloggið þitt, mér þótti svo vænt um að heyra þetta.  þarna eru samskiptin og kærleikurinn í sinni tærustu mynd, að þyggja og gefa, hvað er betra en það?

En ég skal setja hér inn sýninguna hans Einars næst þegar ég kem inn.

Og núi er Össur að hefja samningaferli um ESB að mínu mati umboðslaus og virkar á mig sem nauðgari sem saxast á fórnarlambinu og heldur virkilega að hann sé að þóknast því.  Annað eins sést bara í lögregluskýrslum.  Því nauðgarinn heldur virkilega að hann sé að þóknast fórnarlambinu, og félagar nauðgarans halda veislu honum til heiðurs, blása sig út með stærilæti og allskonar gylliboðum.   Mér líður bara þannig eins og einhver hafi farið yfir mig með valtara, og dáðst af því hve vel honum tókst að valta mig niður.   En svo er það bara þannig, að því meira sem við "hin" eruml völtuð niður með frekju og yfirgangi, því sannfærðari erum við í því að RÍSA UPP AFTUR OG GEFA KVÖLURULNUM PUTTANN. Össur, Jóhanna og þið hin, við munum vonandi kolfella þessa viðleitni ykkar til að koma okkur undi ok ESB.  Og það mun væntanlega verða endalok Samfylkingarinnar í þeirri stöðu sem þau eru i dag.  Þó mér þyki vænt um marga inna Samfylkingarinnar í dag og hafi á þeim fullt traust, þá er það nú svo að í heildina þá fyrirlít ég stjórnunarhætti þeirra og Vg, og vil gera allt til að lama þau og koma frá völdum.  En samt sem áður ekki til að koma Sjálfstæðisflokknum að, því þeir eru hryðjuverkamenn á almenn lífskjör í landinu, þó svo megi segja að núverandi ríkisstjórn sé það versta sem henti okkur eftir hrun og margt af því sem þeir hafa gert, slær út allt sem Sjallar hefðu viljað gera en hafa ekki þorað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

´Sæl! Ég hef oft í huga mínum  kallað þennan gjörning nauðgun,fyrirgefðu byrja á því sem Össur kallar aðildarviðræður.       Ungviðið er fallegt og hrekklaust.     En ég hefði viljað númera allt sem þessi ríkisstjórn hefur gert ólýðræðislega,á okkar hlut. Sé ekki að neitt gerist án Sjálfstæðisflokks,en þar eins og annars staðar,eru menn umdeildir. Nýjum framboðum kynnist maður ekki fyrr en í kosningum. Þegar öllu er á botninn hvolft,eru allir flokkar með ágætis stefnuskrá,en þessi Esb.árátta Samfó. sker sig úr,illu heilli. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2011 kl. 01:00

2 identicon

Yndislegar myndirnar af Sólveigu Huldu og unganum og ekki síður af systkinunum. Þetta er lífið. E.n samningarnir hans Össurar vona ég að sigli sem fyrst í strand. Ég fæ alltaf á tilfininguna að þetta fólk sé að sýna óskapa gæsku að leyfa okkur að vera með, en þá þarf að gera allt eins og þau vilja. Sé ekki að það sé okkur til hagsbóta

Dísa (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 08:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Helga mín.  Árátta samfó er ótrúlega hrikalega uppáþrengjandi og fáránleg.

Takk Dísa mín, já þau eru yndæl börnin, en fullorðna fólkið virðist líka vera hrifið af Pípí, hann er svo yndæll, meðan hann er svona lítill allavega.  Veit ekki þegar hann verður stór og heldur sig eiga að verja húsið fyrir gestum og gangandi

Den tíð den sorg ekki satt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2011 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022951

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband