24.6.2011 | 00:03
Ég og garðplöntusalan mín.
Það er alveg rosalega mikið að gera hjá mér þessa dagana í garðplöntustöðinni, þar sem sumarið virðist loksins vera að koma og fólk farið að huga að gróðursetningu og fegrun. Ég hef líka verið lasin undanfarið fór til læknis í gær og fékk þá niðurstöðu að ég væri með bronkítis, fékk innöndunarlyf og sýklalyf. Þetta hefur dregið úr mér orkuna alveg heilmikið.
Annars er allt gott hér, unginn hann PíPí stækkar og stækkar, og er allra yndi.
Það er afar gjöfult og skemmtilegt að hitta fólkið sem kemur til að versla blómin. Þau eru svo yndæl og þakklát fyrir að geta komið og keypt blómin hjá mér. Og núna hef ég nægan tíma, nema það er rosalega mikil vinna við að vökva og halda þessum elskum vel til höfðum þangað til einhver kemur og kaupir þau.
Júlíana Ling Og Alejandra hafa líka verið duglegar að hjálpa mér, og í gær gerður þær þessa líka fínu auglýsingu fyrir ömmu sína.
Vantar þig ný og góð blóm fyrir sumarið ?
Þá er Garðplöntustöð Ásthildar með réttu blómin fyrir þig!
Mikið úrval og margir sumarlitir af falleg blómum.
Erum einnig með áburð, potta, mold og fleira sem tengist garðyrkju.
Við erum á Seljalandsvegi 100,
fyrir ofan Kúluhúsið.
Opið er á virkum dögum frá 13:00-18:00
Og Laugardögum 14:00-17:00
Já svona hljómar auglýsingin sem þær gerðu alveg sjálfar og tóku myndirnar líka, flottar stelpurnar hennar ömmu.
Og nú ætla ég að bæta um betur og gera ykkur kæru Ísfirðingar og nágrannar tilboð sem þið getið ekki hafnað. Vegna þess að loksins er sumarið komið og hægt að fara að gróðursetja.
Ég ætla nefnilega að hafa tilboð á morgun og laugardaginn. Þá kosta stjúpurnar bara 50 kall stykkið, og síðan eru mörg önnur blóm á góðu verði. Það er opið milli kl. 1 - 6 þ.e. 13.00 - 18.00 á morgun og frá k. tvö - fimm á laugardaginn. Og það er nóg til af fallegum plöntum og mikið úrval.
Vonast bara til að sjá ykkur hress og kát í sumarskapi.
Þetta er náttúrulega ekki auglýsing þetta er bara gleðiblogg.
Við Pípí segjum góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2022950
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða nótt! Sofðu rótt.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2011 kl. 00:21
Takk Helga mín, ég er einmitt að fara í holuna mína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2011 kl. 00:25
Ég vildi að ég væri fyrir vestan núna. Blómin lífga allt upp í kringum sig og gera lífið fallegra. Er hægt að hugsa sér eitthvað betra en að rækta upp líf og hlúa að því, sem á eftir að veita öðrum gleði og ánægju????
Jóhann Elíasson, 24.6.2011 kl. 06:09
Verð því miður ekki komin, en lít við þegar ég kem. Heppin að hafa duglegar aðstoðarkonur með áhuga
. Vona að þér batni fljótt, ég er alltaf hálfstífluð af ofnæmi þessa dagana. En það er samt þó hvimleitt sé mun skárra en bronkítis. Knús til þín

Dísa (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 08:57
Dugleg að vanda, en gættu heilsunnar vel. Pípí er dúlla :)
Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2011 kl. 10:38
Jóhann nei það er ekki til neitt betra eða meira friðþægjandi en að hlú að gróðri, dýrum og mannfólki. Það gefur svo miklu meira en allt annað, bara að allir vissu það, þá væri heimurinn betri
Hlakka til að hitta þig Dísa mín. Já ég er á penisilíni og einhverskonar innöndunarlyfi, þetta fer að lagast hjá mér.
Takk Ásdís mín, já ég er að reyna að fara varlega
Já Pípí er algjör dúlla þessi elska.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2011 kl. 12:05
Vonandi batnar þér fljótt og vel. Ég reyndi að heimsækja þig þegar ég var á Ísafirði í byrjun mánaðarins (mætti í Kúluna og hringdi í farsímann).
Laufey B Waage, 24.6.2011 kl. 14:08
Æ elsku Laufey mín, vont að missa af þér. Verð að vera duglegri að hafa símann á mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2011 kl. 17:46
Kæra Áshildur mín. Farðu vel með þig, því heilsan er eitt af því dýrmætasta sem við höfum. Án góðrar heilsu erum við lítils megnug.
Gangi þér sem allra best með blómin þín og allt annað
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.6.2011 kl. 21:55
Takk Anna mín, málið er að ég er bara ein í þessu, og ef ég er veik þá er bara lokað og læst
En ég ætla mér að hlú að sjálfri mér með þeim meðulum sems ég hef, þ.e. til dæmis á andlega sviðinu og leita orku frá náttúrunni, sem ég hef fulla trú á og svo dassi frá læknum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2011 kl. 23:34
Vonandi batnar þér sem allra fyrst
Vildi að það væri ekki svona langt í stöðina þína þá gæti ég verslað hjá þér.
Bataknús
Kidda, 25.6.2011 kl. 09:52
Takk Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2011 kl. 11:27
Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2011 kl. 22:47
Fallegar myndirnar þínar, ég er búin að skoða ótrúlega margar góðar og skemmtilegar, Pipi er dásamlegur. Batakveðjur til þín elsku Ásthildur mín.
Maddý (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 11:49
Knús Hrönn mín.
Maddý ég er svo glöð að sjá þig hér, ég er búin að hugsa svo mikið til þín og hafa áhyggjur af að heyra ekki frá þér elsku stelpan mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2011 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.