18.6.2011 | 00:04
Sautjándi Júní má bjóða ykkur til Hrafnseyrar?
Sautjándi júní. Hrafnseyri við Dýra... nei ég meina Arnarfjörð Það var gott veður en ansi kalt. En þar var margmenni og vegleg veisluhöld til minningar um okka þjóðhetju Jón Sigurðsson.
Reyndar vona ég að ráðamenn Íslands hafi þurft að aka yfir Hrafnseyrarheiðina, því hún er ógnvænleg og ef einhversstaðar þyrfti nauðsynlega að gera göng, þá væri það undir þessa hrikalegu heiði, og það er ekki svo löng leið einu sinni undir hana.
Lögreglan var á staðnum í sínu besta pússi og voru þar mest til að heiðra staðinn og fólkið.
Hér var búið að reisa tjöld og svið. Hérna í tjaldinu næst okkur voru sölubásar með allskona gripi sem heimamenn hafa gert, og einnig fyrstadagsfrímerki til heiðurs Jóni Sigurðssyni. Sum voru stimpluð í Reykjavík en flestir vildu fá sín umslög stimpluð hér frá Hrafnseyri.
Allt klárt fyrir gestina þ.e. okkur öll.
Sölutjaldið var vinsælt, sér í lagi fyrstadagsumslögin, sem örugglega verða verðmæt með tímanum.
Sölukonur voru að sjálfsögðu í íslenskum búningum og glæsilegar, hér er listakonan Billa, sem er fjölhæf og frábær.
Og ég keypti mér auðvitað umslög og fékk réttan stimpil.
Hrafnseyrarbærinn þar sem Jón Sigurðsson fæddist.
Inn í stofu á bænum var verið að gera fjallkonuna klára í slaginn.
Við erum svo heppin hér fyrir vestan að hér er gríðarlega sterkt þjóðbúningafélag, sem saumar þjóðbúninga bæði á sig og aðra. Ég fyllist stolti að sjá hve frábærar þessar konur eru.
Hér sitja þær við sauma, systir mín er ein af þessum frábæru duglegu konum og hefur saumað nokkra búninga á vini og vandamenn. Ég öfunda þær af þessu, ef til vill fæ ég einhverntíman svona búning.
ef til vill ætti ég að byrja að safna mér silfri og svoleiðis, svo kæmi hitt á eftir.
Fallegt ekki satt?
Krakkarnir fengu svo að fara í smáreiðtúra á íslenska hestinum.
Jamm þetta er frábært, svo eiga sumar þeirra líka svona víkingabúninga, sér í lagi Þingeyringar.
Hér gat fólk keypt sér vöflur og rjóma með kakói eða kaffi.
Og fólk er farið að tínast á staðinn.
Kunningjar frá síðasta ári. Þau eru þýsk minnir mig, en hafa starfað hér á landi og búa núna í Noregsi.
Annars var það svo þarna með stólana að gamalt og lasburða, fótalaust fólk hafði sest þarna niður til að hvíla sig. Þegar svo fyrirfólkið allt fullfrískt kom, þá var þetta gamla lasburða fólk vinsamlegast beðið um að standa upp og fara. Eg er ekki ALVEG viss um að það hafi verið í anda Jóns Sigurðssonar.
Þarna voru margir og allir prúðir og áttu góða stund saman.
Lúðrasveit tónlistaskóla Ísafjarðar byrjaði með nokkrum ættjarðarlögum.
Hátíðarstemning. Nema að það var ekki rigning og lúðrasveitinn var ekki fölsk heldur þvert á móti.
Forsetinn kom og heilsaði fólkinu hlýlega.
Kynnirinn var ung og fönguleg mær.
Forsætisráðherra setur hátíðina.
Forsætisráðherran fluttu opnunarræðu og var vel fagnað þegar hún tilkynnti um menntasetur og sérstaka prófersorsstöðu sem ætti að sinna skráningu og rannsóknum á starfi og ævi Jóns Sigurðssonar, og svo auðvitað týpiskt að háskólageirinn er strax byrjaður að mótmæla því að staðan verði hér fyrir vestan, þeir vilja auðvitað hafa hana í Reykavík.... nema hvað.
Forseta vorum mæltist líka vel og lagði hann mikla áherslu á sjálfstæðisbaráttu Jóns og hve mikið hann gerði í því að við yrðum sjálfstæð þjóð, svona óbeint skot nei reyndar alveg hárbeitt skot á núverandi stjórn með alla sína ESB drauma.
Mér finnst forsetafrúin okkar afskaplega falleg og yndæl, ég vona bara að hún hafi ekki hætt að ganga í sínum vel tilhlýðilega skautbúningi út af einhverjum kerlingum sem voru að pípa yfir því að hún hefði klætt sig ósiðsamlega með bónda sínum við setningu Alþingis, með því að klæðast þessum fegursta þjóðbúningi okkar. Dorrit mín, þú er svo vel að þessum fallega búningi komin.
Svo var flutt kveðja frá Vesturíslendingum og sagt frá þjóðhátíðarsiðum þeirra og að stytta, afsteypa af styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli væri staðsett í Manitoba og að hún snéri í austur þ.e. hann horfði til síns elskaða lands.
ég rakst líka á einn afskaplega áhugasaman ljósmyndara
Hér fer svo fjallkonan.
Bíður eftir að komast að.
Elvar Logi einn af okkar bestu leikurum hér vestra. Fór með einleik um Jón Sigurðsson, átján ára að fara að heiman.
Við eigum afar marga góða listamenn hér fyrir Vestan, enda er Ísafjörður einn mesti listamannabær landsins.
Frú Sólveig Pétursdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar, reyndar er hún systir Grétars hennar Þóru frænku minnar sem var hér hjá mér í fyrradag.
Meðan Dorrit brá sér frá settist lítið kríli í stólinn hennar, sjáiði blíðuna sem skín úr svip hennar, þegar hún biður barnið um að leyfa sér að sitja. Það endaði svo með því að Ólafur tók barnið á hné sér svo hún gæti sest, og sú litla undi sér vel á kné forsetans og bara tottaði sína snuddu alveg laus við snobb.
Jón Sigurðsson stígur fram glæsilegur.
Pétur minn kæri vinur, ég tók samt eftir því þegar þú tókst í hendur fyrirmennanna, að þú slepptir litlu telpunum sem voru búnar að koma sér þarna fyrir. Ætli Jón hefði nú ekki tekið í hendur þeirra líka.
Karlakórinn Ernir söng Brimlending sterkt og vel.
Diddú og Björgvin Halldórsson komu líka fram, hér eru þau baksviðs með Þóri Baldurssyni og fleiri góðum.
Flottu karlarnir okkar.
Ásamt Björgvini Halldórssyni
Og Diddú.
Ef til vill hefði fólkið notið alveg eins vel að hlusta á BG og Ingibjörgu syngja Mín innsta þrá.
En þetta var samt rosaflott.
Eiríkur Finnur Greipsson lauk svo hátíðinni, hann er formaður Hrafnseyrarnefndar.
Eins og sjá má var margt um manninn á Hrafnseyri í dag.
Sem betur fer var líka veðrið skaplegt.
Svo getur maður rekist á kynlega kvisti hér og þar.
Mér skilst að "hún" heiti Málfríður
Svo er það náttúrulega fræga fólkið.
Og svo þeir sem láta mynda sig með fræga fólkinu
Einhvernveginn held ég að það sé ekkert voðalega skemmtilegt að vera í klíkunni, þá verður maður að "haga" sér.
Svo er Ólína alltaf glæsileg kona. Og Sigurður maðurinn hennar er sagnfræðingur og var að gefa út áhugaverða bók um sögu verkalýðs á Vestfjörðum, gríðarlega yfirgripsmikill og það er örugglega hægt að panta eintak hjá honum, vel þess virði fyrir gamla brottflutta að lesa hana.
Vestfirskar valkyrjur.
Blómsveigur að steini og lágmynd af Jóni Sigurðssyni.
Fjallkonan fríð með fæðingarstað Jóns í bakgrunni.
Hvað er þjóðlegra en glæsikonur í íslenskri sveit?
Nú er þessi frábæri dagur á enda, en ég segi samt TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2022950
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar myndir og skemmtilegur texti við þær.
Jens Guð, 18.6.2011 kl. 02:51
Glosilegt,þegar eg kom í sumar sem leið ,var smiður að vinna þarna,það tekur tíma að gera allt í stand.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2011 kl. 03:08
Flott hjá þér, gaman að sjá allar myndirnar og athugasemdirnar

Dísa (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 10:06
Glæsileg frásögn í máli og myndum og ég er sko vel kunnug "Frú Málfríði" en það er einn af gömlum nemendum mínum, sem heitir að vísu Hákon svona dags daglega en bregður sér í gervi frú Málfríðar og fer um landið núna. Hann flutti svo fallega ræðu á útskriftinni þar sem hann m.a. þakkaði mér fyrir að hafa hringt í sig einn morguninn þegar hann var hættur að mæta - og sagði þá að orð mín hefðu gert útslagið "Þín er saknað" ... Að einhver saknaði hans skipti miklu máli, - meira en ef ég hefði sagt; þú átt að mæta í skólann, og þá bara af skyldurækni. Ræða hans var ein af þessum stóru lexíum lífs míns. Ég hafði ekkert sjálf hugsað útí hvað ég sagði, en veit það núna.
Við höfum öll þörf á að einhver vilji hafa okkur með.
Hákon er æði, og gamla aðstoðarskólastýran fær alltaf knús þegar við mætumst á förnum vegi.
Takk aftur fyrir að deila!
Jóhanna Magnúsdóttir, 18.6.2011 kl. 11:20
Takk fyrir yndislegar myndir, hún Dorit er eins og lítill álfur sem titrar af spenningi, alltaf svo glöð

Knús til þín elsku Ásthildur mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2011 kl. 13:05
Takk kærlega fyrir þetta elsku Ásthildur
Flott frásögn í máli og myndum eins og þín er von og vísa
...Knús og kveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2011 kl. 16:07
Takk öll gaman að gera miðlað þessari þjóðlegu uppákomu til ykkar. Og Jóhanna Málfríður/Hókon er flott og rosalega skemmtileg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2011 kl. 17:51
Takk kærlega Áshildur mín. Þarna færðirðu okkur hátíðina heim í stofu, í máli og myndum. Sumir áttu ekki möguleika á að fara vestur, en þú reddaðir þeim, mín kæra
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 20:53
takk fyrir að fanga daginn sem lukkaðist vel og mér finnst nú bara að þarna eigum við Vestfirðingar að halda uppá Þjóðhátíðardaginn árlega hér eftir. Tengja Vestfirðina á þessum góða degi þó enn sé langt í teinginguna samgöngulega náttúrulega alveg útí hött að ekki séu kominn göng þarna í gegn svo Vestfirðir geti verið eitt svæði - ef Jón væri á lífi hefði hann keyrt þetta í gegn það er ég alveg viss um.
Elfar Logi Hannesson, 18.6.2011 kl. 21:24
Anna Sigríður það var einmitt meiningin mín.
Elvar Logi þú stóðst þig frábærlega þarna, og ég er stolt af ykkur báðum þér og þinni eðalkvinnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2011 kl. 03:53
Takk fyrir að bjóða okkur með á Hrafnseyri
Það gat sosum verið að stólarnir væru fyrir fullfrískt fólk en þekkt, ekki fyrir lúna fætur hins almenna borgara. Margir flottir búningar sem sáust á myndunum, kannski við eignumst einn áður en yfir líkur 
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 19.6.2011 kl. 08:34
Glæsileg samantekt. Svona á að blogga! Ást og virðing
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 11:32
Gæsilegur pistill, svo er ég fullkomnlega sammála þér með hana Dorrit, hún er til sóma hvar sem hún fer!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 14:21
Takk öll
Takk fyrir hlý orð og innlitið Hilmar Þór.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2011 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.