16.6.2011 | 10:56
Ferming og útúrdúr.
Við tókumst á hendur að fara suður til að vera við ferminguna hennar Júlíönu Lindar Skaftadóttur. Þetta er ekki besti tími í heimi, en ég er svo heppinn að einn frændi minn, systursonur er í vinnu hjá okkur alvanur á kassan í Samkaupum og var tilbúin að vera í sölunni einn dag fyrir frænku sína.
Takk Hreinsi minn.
Það þarf að passa upp á þessar elskur, vökva og gæta að.
Þóra frænka mín kom í heimsókn með Grétari sínum.
Mér þykir rosalega vænt um hana.
Þetta er Snæfellsnesið, við lögðum af stað strax og ég var búin að loka stöðinni.
Himnagalleríið galopið með drottninguna í baksýn. Fallegra getur það ekki orðið.
Við hittum Tobba Tinnason, hann átti að fara í klippingu daginn eftir.
Hér eru þau svo fermingarbörnin okkar, þau voru þrjú sem fermdust þennan dag í Neskirkju.
Stoltir foreldrar og afar og ömmur. Fjölskyldan okkar er dálítið svona..... nei við skulum ekkert vera að spá í það, okkur kemur öllum vel saman og það skiptir máli.
Allir foreldrarnir, ég ætlaði nefnilega að segja margslungin, og nær yfir næstum allan hnöttinn.
Presturinn var ungur og sætur, frekar líkur Skafta mínum. Ég verð samt að segja það að í hvert sinn sem ég fer í kirkju því fráleitari verður boðskapurinn mér. Ekki það að ég veit að flestir prestar eru gott fólk og vill vel. Það er bara þetta.... sem ég fæ ekki saman, til dæmis lagði þessi elska mikið upp úr Föður syni og heilögum anda, sem hann sagði að hefði fengið nýja merkingu hjá sér sem varð til þess að hann fór þessa braut. Fyrir mér er hinn "algóði"faðir líka morðingi, eða var það ekki hann sem drap alla frumburði í Egyptalandi? Sonurinn, Ég er sannleikurinn og lífið. Það eru að koma fram allskonar sagnir um að hann hafi ekki látist á krossinum, heldur hafi verið samið um frelsi honum til handa og þetta hafi allt verið sett á svið. Og hann svo flúið með brúði sína til Frakklands.
Heilagur andi, jú það er inn í manni ljós sem skín, sem maður getur ræktað og fundið, en það hefur eiginlega mest með mann sjálfan að gera, og hvernig maður tekur á sínu lífi.....eða þannig.
En börnin eru börn, saklaust ungviði sem á allt lífið fyrir sér, og það er gott að þau rækti með sér fegurðina og hamingjuna. Þess óska ég þeim öllum til handa. Líka þeim öðrum sem fermdust þennan dag, eitt barnabarn í viðbót sem við komumst ekki til Eva Rut, gæfa og gengi fylgi þér ljúfan mín.
Svo falleg hún Júlíana Lind.
Presturinn....
Og sonurinn.
Tinna og Skafti, að ferma elsta barnið sitt, og þau eru hátíðleg og alvarleg á svip.
Eru þeir ekki samt líkir?
Ég tók líka eftir því í kirkjunni að það var risapláss allstaðar nema hjá kirkjukórnum, honum var holað á smábletti aftan við orgelið. Það hefði nú mátt hugsa betur fyrir kórnum sem er stór hluti af þjónustunni.... eða það finnst mér.
Feðgarnir. Fyrir utan þessi smáatriði, þá var messan falleg og allt fór vel fram, börnin yndisleg og allt það.
Pilsaþytur hjá mæðgunum.
FLottar saman og Alejandra með.
og Daníel.
Þau eru fermingarsystkin og uppeldissystkin, eins og ég sagði við erum fjölbreytt fjölskylda.
Afinn og amman líka.
Amma í kúlu sagði litla Sólveig Hulda, komin alla leið frá Noregsi
Óðinn Freyr sem ekki vill láta taka af sér mynd og Sólveig Hulda og Bjargey sem báðar eru systur Júlíönu, en samt ekki systur
Júlíana með litlu systrunum sínum.
Þessi litlu kríli eru frábær.
Sætar systur.
Frænkurnar og vinkonurnar.
mamma númer tvö.
Veislan var mjög flott, hér skera þau kökurnar.
Bjössi bróðir Skafta og Marijana.
Ágústa María systir Júlíönu og Gríms.
búin að næ sér í Túlípana smekkmanneskja.
Grímur flottur.
leikur við litlu systur.
Skafti, Tinna og börn.
myndarlegir feðgar.
með afa og ömmu.
vinir og félagar.
afi og amma.
Badda mágkona mín og Jóna Símonía en hún saumaði búningin hennar Júlíönu meistarasaumur.
Bjössi okkar með yngri soninn Davíð Elías.
við afi og Júlíana. Takk innilega fyrir okkur þetta var frábær ferming og flott veisla.
hér erum við komin í garðinn hennar Böddu mágkonu. algjör paradís í Mosó.
henni finnst betra að hafa kóngulær í garðinum en flugur, og ég er sammála henni. Þessi mynd er samt ekki fyrir viðkvæma
Lóa með bráð sína að fara með hana í holuna sína til að borða nammi namm
Badda er líka fim í höndunum og hefur prjónað þennan fallega telpukjól.
Hjá Nonna bróður og Böddu fengum við þessa líka fínu humarveislu sem Nonni eldaði og rosagóða humarsósu. Takk Nonni minn.
Hér látum við staðar numið ég á eftir að segja frá meiru. Til dæmis fórum við á sýninguna hans Einars Þorsteins og fleira. En nú þarf ég að þjóta elskurnar eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022949
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir úr fermingunni :)
Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 11:15
Takk Guðný mín ég á reyndar fleiri, þarf bara að koma þeim til ykkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2011 kl. 12:16
Innilegar hamingju- og framtíðaróskir með fermingarbörnin. Gaman að sjá þessar fínu myndir af ykkur öllum :)
Gleðilega þjóðhátið :)
Faktor, 17.6.2011 kl. 09:49
Til hamingju flottar myndir
Anna Ragna Alexandersdóttir, 17.6.2011 kl. 11:12
Takk báðar tvær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2011 kl. 11:27
Til hamingju með ömmubörnin og takk fyrir yndislegar myndir
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2011 kl. 13:14
Flottar myndir Ásthildur, og takk fyrir ánægjulega samveru á fermingardaginn.
Bjarni Líndal Gestsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.