15.6.2011 | 19:38
Lítill ungi og mannlega hliðin á pólitíkus.
Ég fór í fermingu til Reykjavíkur um hvítasunnuna, til að vera viðstödd fermingu Júlíönu Lindar sonardóttur minnar, hverrar ég hef fylgst með frá því að hún kom í heimin, þar sem ég var viðstödd fæðingu hennar og hef svo þar fyrir utan fylgst náið með henni alla barnæsku og unglingsár.
Ég ætla reyndar að fjalla um það aðeins seinna, en koma öðru að nákvæmlega núna.
Það kemur síðar... fljótlega, en það er svolítið sem brennur á að koma til skila.
Málið er að við erum dómhörð íslensk þjóð, og látum fólk heyra það óþvegið, en gleymum stundum að þó forsjársmenn hagi sér illa, þá er samt þarna fjölskylda sem engist sundur og saman yfir því sem við látum frá okkur fara í reiði eða því sem okkur finnst vera réttlátt. Og ég ætla ekki að réttlæta þær gerðir sem sumt fólk hrasar á, heldur einungis benda á að allt sem við látum frá okkur fara hversu óþægilegt það er, og hversu oft réttlætanlegt það er, þá er það bara þannig að á bak við hvern slíkan er saklaus fjölskylda sem þjáist fyrir misgjörðir eins af þeirri fjölskyldu, og við sem þjóð ættum að vera oft málefnalegri og beina athyglinni frekar að gjörðum en að manneskjum.
Í þessu tilfelli voru þrjú börn til fermingar, tvö sem voru mér kær, þ.e. mín elskulega Júlíana Lind og svo Grímur sem er uppeldirbróðir hennar, og svo ein dama til.
Og ég sá reyndar engan greinarmun á þeim föður og svo þeim feðrum sem fylgdu okkar börnum til fermingar. Hann var jafn stoltur og mikill pabbi eins og hinir.
Stundum þurfum við að gera greinarmun á pólitíkusi/útrásarvíkingi eða fjölskylduföður, og virða að þetta fólk er líka með tilfinningar og kærleika til þeirra sem þeim er næst. Og reyna að skilja þar á milli.
Og þó okkur mislíki gjörðir manna, þá þurfum við að muna að þarna eru börn og fjölskylda sem ekkert hefur gert af sér, þarf ef til vill að þjást vegna þess hvernig foreldrar hafa skapað sér sinn lífstíl.
Reynum að aðskilja einkalíf fólks og svo það sem það gerir þar fyrir utan. Til hamingju með dótturina Tryggvi Þór, og megi hún vaxa og dafna og verða sú fyrirmynd sem við öll viljum börnum okkar.
Við verðum líka að hlú að því sem að okkur kemur. Þessi ungi bara kom inn í kúluna óforvarendis. Amma sagði Úlfur það er komin gæsarungi inn í garðskálann. Nei Úlfur sagði ég það getur ekki verið. Þetta hlýtur að vera þrastarungi eða eitthvað slíkt. Amma, sagði Úlfur, nei hann er með sundfit og allt. Og ég hugsaði með mér, og er ekki ennþá búin að skilja hvernig þetta litla dýr komst inn í garðskálann. Ég hallast að því að krummi hafi stolið honum úr hreiðri niður í fjöru og misst hann hér fyrir utan og unginn komið sér í skjól. Allavega er hann hér.
Hann fellur vel inn í krakkahópinn, og eltir okkur öll, er farin að borða og drekka, þau voru að vísu búin að kenna honum að borða Doritos eftir fyrsta kvöldið en svo keypti ég sardínur í dós og svo borðar hann ost og drekkur vel af vatni. Þannig að þessi elska ætlar sér greininlega að lifa af.
Getur einhver sagt mér hvaða tegund þetta er? Við viljum gjarnan vita það.
Þar sem hann virðist vera alveg ákveðin í að þetta sé fjölskylda hans, og hér ætlar hann að vera.
Við þurftum að hlú að öllu lífi, hvort sem okkur finnst þau ekki þurfa á því að halda eður ei. Við þurfum að vera allt umvefjandi og fyrirgefandi, en láta samt vita þegar okkur mislíkar. Þetta er hið nýja skipulag og forskrift að nýja Íslandi.
Næst ætla ég að fjalla um ferminguna og veisluna sem á eftir kemur, en þetta er eitthvað sem ég vil koma á framfæri NÚNA.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022949
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegar fermingarmyndirnar og hugleiðingin sem þeim fylgir. Það er oftast svo að fjölskylda er á bakvið þá se um er rætt, sem verður fyrir áreiti þegar einhver kemur fram með skoðun sem gengur þvert á það sem þau þekkja. En mér finnst líka yndisleg sagan um ungann, líklega hefur "fuglinn í fjörunni sagt honum að þarna væri afdrep sem enginn væri hrakinn úr.

Dísa (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 09:02
Já ætli það ekki, hann er fljótur að læra þetta litla skinn. Og strákarnir eru mamman hann eltir þá um allt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2011 kl. 09:13
Sætt og innilegt, takk.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2011 kl. 12:10
Þakka þér innlitið Axel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2011 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.