Í dag er ég glaður í dag vil ég gefa.

Nú fer veðrið örugglega að lagast.  Ég finn það á mér að það er að hlýna.  Fuglarnir voru hættir að syngja og hænurnar sátu upp á sínum prikum, en nú eru þau farin að haga sé eðlilega aftur.  Vonandi hef ég rétt fyrir mér.  Það er komið nóg að hausti herra Veðurguð. 

Og svo þar á ofan eru Skafti minn Tinna og börnin að koma og ég hitti þau sem er rosalega ánægjulegt. Heart

Og svona til að segja ykkur þá á ég von á einu barnabarni í viðbót.  Bára mín ætlar að eiga í desember.  Og ég er rosalega ánægð með það líka til hamingju Bára mín, Bjarki, Hanna Sól og Ásthildur.  Ásthildi leiðist samt biðin, hún er búin að bíða svooooooo lengi eftir barninu.  Annars er hún sjálf með þrjú börn í sínum maga sem bíða eftir að komast út, og þau rífast stundum LoL

Það sem þessu barni getur dottið í hug.  Heart

Annars hef ég það fínt ég er í gróðarstöðinni minn frá eitt til sex virka daga og tvö til fimm á laugardögum.  Ég er afar ánægð með að vera þarna og taka á móti fólkinu sem hefur komið ár eftir ár eftir ár, eins og gamlir kunningjar, og svo er spjallað og ráðlagt.  Þetta er lífið.  Allir svo ánægðir og lika þakklátir fyrir að geta komið og keypt blómin sín hjá mér.  Þau segja að þau lifi betur og lengur en annarsstaðar.  Ég veit það auðvitað ekki en mín blóm eru allavega meðhöndluð frá fræi eða græðling til söluplöntu með ástúð og kærleika.  Það er yndislegt að sjá þau vaxa og dafna og verða svona falleg og stór. 

Ég finn að stressið er alveg farið og ég uppgötva að ég hef eiginlega allan tíma í heiminum.  ÉG sem var alltaf að flýta mér frá einum stað til annars, og fannst ég aldrei komast nógu hratt, því það þurfti að skoða þetta, gá að hinu og gera helst tvennt í einu.  Nú get ég meira að segja lúrt fram til níu á morgnana, ef ég vil og dundað mér í mínum eigin garði áður en ég sinni garðplöntusölunni.  Reyndar hef ég ekki haft mikinn tíma aflögu fyrir minn garð ennþá, en það kemur.

Þetta er bara yndislegt.  Við eigum að gera okkur tíma fyrir núið, en ekki vera endalaust að hlaupa eftir framtíðinni.  Því hún kemur svo sannarlega, á meðan við eyðum dýrmætum tíma til að hlaupa á eftir henni sem við gætum notað til þess að njóta hér og nú. 

En ég er glöð og svo ánægð og þetta er einmitt lífið sem á svo vel við mig. 

Eigið góðan dag elskurnar og líka gleðilega hátíð sem að höndum fer. 

 

 

Vor.

 

Nú lifnar allt og grasið grær

 

gleymist vetrartími.

 

Allt það grimmt sem var í gær

 

ég gref í hugans rými.

 


 

Eftirvænting ást og þor

 

eykst á þessum tíma.

 

Víst er komið langþráð vor

 

vafið ástarbríma.

 

 

 

Skýjaglenna við oss skín

 

Skokkar lamb í haga.

 

Sálin blessuð sértu mín

 

um sumarlanga daga.

 

Ásthildur 2005Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2011 kl. 13:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 15:36

3 identicon

Já, loks er að hlýna. þetta með hugmyndaflugið, ég þekkti litla stúlku sem langaði svo í lítið systkini eins og vinkonur hennar áttu og svo fann hún út að pabbi var með barn og fisk í maganum. Aðspurð af hverju fisk svaraði hún, heldurðu að barnið þurfi ekki að borða? Það eru alltaf rök fyrir hlutunum, þau eru bara hugsuð öðruvísi en hjá okkur sem meira þykjumst vita

Dísa (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Dísa mín þau eru glúrin og sjá allaf grundvallaratriðin, við mættum margt af þeim læra þessum elskum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 16:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góðan dag! Ég er viss um að þú talar við blómin,eða syngur. Þess vegna dafna þau svo vel.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2011 kl. 19:11

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Til hamingju með allt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2011 kl. 01:47

7 Smámynd: Kidda

Til hamingju með væntanlegt ömmubarn, systurnar hafa örugglega gaman að því að eignast systkini

Það hlýtur að fara að koma sumar með sól og hita. Þú ert lánsöm að hafa garðyrkjustöðina þína og nýtur þess að vinna í henni. Ef ég færi í skóla á gamaldagsaldri þá væri það það eina sem kæmi til greina að fara að læra garðyrkju. 

Ljóðið þitt er frábært  

Verst hvað þú ert langt í burtu frá mér annars myndi ég versla blómin af þér.

Knús í gróðurkúluna

Kidda, 12.6.2011 kl. 08:44

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með væntanlegt barnabarn elsku Ásthildur og það gleður mig að heyra að þú hafir nógan tíma og njótir stundarinnar því maður á víst aldei meira en nútímann. Kær kveðja til þín :)

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2011 kl. 11:12

9 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Frábært hvað allt gengur vel hjá þér Ásthildur. Ég held ég geti 99% lofað því að það verður hitabylgja hér í júlí.  Þá ætla ég til útlanda í frí og alltaf þegar það gerist er alveg brjáluð bongóblíða sem ég missi af. En sem betur fer eru margir aðrir til að njóta hennar

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 13.6.2011 kl. 21:35

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þAÐ DAFNAR ALLT Í KRING UM ÞIG KONA ! TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.6.2011 kl. 13:06

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar, ég var að koma heim úr fermingu og tannlækninum.  Þetta var hraðferð, en ég hitti samt marga ættingja mína í fermingarveislunni hennar Júlíönu Lindar og náði að hitta bróður minn líka.  En ég segi ykkur frá þessu öllu síðar.  Innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband